Hvað gerðist í flutningi Hatara? Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 20:50 Andrean, einn af dönsurum Hatara, heldur hér utan um Matthías Tryggva Haraldsson söngvara. Nordicphotos/Getty Hatari með lagið sitt Hatrið mun sigra hefur lokið við að flytja lagið sitt í Expo Tel Aviv höllinni. Atriðið var að stærstum hluta stórkostlegt á sviði en upp úr miðju lagi virtist ekki heyrast í Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvara Hatara. Tvær línur í flutningi Matthíasar heyrðust hreinlega ekki og eru uppi ólíkar kenningar um hvað hafi gerst. Hvort ísraelsku hljóðmennirnir hafi klikkað eða hvort stress hafi gert vart við sig hjá söngvaranum. Á meðan þessum tveimur línum stóð var Matthías lítið í mynd og því ólíklegt að hinn almenni sjónvarpsáhorfandi í Evrópu hafi tekið eftir þessu. Hinn almenni blaðamaður í Tel Aviv virtist í það minnsta ekki taka eftir neinu.Atriðið má sjá hér að neðan en lítið heyrist í Matthíasi í nokkrar sekúndur frá 1:36.Í framhaldinu kom Klemens Hannigan inn með falsettuna sína og Hatari lauk laginu með miklum krafti. Matthías kom aftur inn eftir það með stæl og hefur endahnykkurinn líklega aldrei verið áhrifameiri. Hatari hlaut mikið lof í lokin frá bæði áhorfendum í sal og ekki síður í blaðamannahöllinni. Fróðlegt verður að sjá hvort íslenska teymið geri kröfu um endurflutning á laginu. Hatari er sem stendur í áttunda sæti veðbanka yfir líklega sigurvegara.Uppfært klukkan 21:05 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska liðsins, kannaðist ekki við að nokkuð vandamál hefði verið með hljóðið þegar blaðamaður ræddi við hann símleiðis. Felix, sem staddur er baksviðs ásamt íslenska teyminu, ætlaði þó að athuga málið þegar hann heyrði að margir hefðu velt því fyrir sér. Felix sagði Matthías aðeins hafa farið úr takti í tvær til þrjár línur en annars hefði flutningur Hatara verið hnökralaus.Jú, @gislimarteinn - það var rugl á hljóðinu. Hatari upp á 10,5 en hljóðmenn ísraelska sjónvarpsins fá falleinkunn. #12stig — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 18, 2019 var þetta viljandi klúður á hljóðinu í íslenska atriðinu....#samsæriskenningar #12stig — eddatho (@eddatho1) May 18, 2019 Samsæriskenningin er sú að Ísraelar klúðruðu hljóðinu vísvitandi. Af því að þeir eru fúlir að Hatarar bentu heiminum á að Ísrael drepi fólk á hverjum degi, sem er samt common knowledge #12stig — Jón Frímann (@jonfrimann) May 18, 2019 Kenning: Matthías feikaði tæknileg hljóðvandamál um miðbik lagsins, þeir heimta að fá að flytja lagið aftur, samsæriskenningar verða til um að Ísrael hafi átt við hljóðið, pólitíkin blossar. #4Dchess #12stig — Vignir Gudmunds (@vigniro) May 18, 2019Er það tilviljun að hljóðið hafi akkúrat klikkað þegar Matti söng “Evrópa hrynja”?? #12stig#Hatari — Bjarki Björgúlfsson (@BjarkiBjorgulfs) May 18, 2019Klúðra? Var það ekki hljóðið sem klikkaði og ýtti honum aðeins út af sporinu? Þetta reddaðist nú alveg — Stuðný (@gudnyrp) May 18, 2019Það var brjáluð stemming hér á Tenerife á íslenska barnum! Hatari stóð sig svo vel erum öll stolt af þeim, en sá sem sér um hljóðið er ekki alveg að gera sína vinnu :( en vonandi gengur allt vel að lokum #12stig — Sigrún Ósk (@osk_sigrun) May 18, 2019... einhver átti við hljóðið hjá Hatari en þvilik fagmennska hjá okkar fólki #12stig#hatari#samsæriðpic.twitter.com/vg7MkQ4EZZ — Geirthrudur Geirsdottir (@GeiraGeirs) May 18, 2019Samsæriskenning:Ísraelar að fikta með hljóðið til að mótmæla þátttöku Hatara #12stig — BarceJona (@jonajul) May 18, 2019 Eurovision Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Sjá meira
Hatari með lagið sitt Hatrið mun sigra hefur lokið við að flytja lagið sitt í Expo Tel Aviv höllinni. Atriðið var að stærstum hluta stórkostlegt á sviði en upp úr miðju lagi virtist ekki heyrast í Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvara Hatara. Tvær línur í flutningi Matthíasar heyrðust hreinlega ekki og eru uppi ólíkar kenningar um hvað hafi gerst. Hvort ísraelsku hljóðmennirnir hafi klikkað eða hvort stress hafi gert vart við sig hjá söngvaranum. Á meðan þessum tveimur línum stóð var Matthías lítið í mynd og því ólíklegt að hinn almenni sjónvarpsáhorfandi í Evrópu hafi tekið eftir þessu. Hinn almenni blaðamaður í Tel Aviv virtist í það minnsta ekki taka eftir neinu.Atriðið má sjá hér að neðan en lítið heyrist í Matthíasi í nokkrar sekúndur frá 1:36.Í framhaldinu kom Klemens Hannigan inn með falsettuna sína og Hatari lauk laginu með miklum krafti. Matthías kom aftur inn eftir það með stæl og hefur endahnykkurinn líklega aldrei verið áhrifameiri. Hatari hlaut mikið lof í lokin frá bæði áhorfendum í sal og ekki síður í blaðamannahöllinni. Fróðlegt verður að sjá hvort íslenska teymið geri kröfu um endurflutning á laginu. Hatari er sem stendur í áttunda sæti veðbanka yfir líklega sigurvegara.Uppfært klukkan 21:05 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska liðsins, kannaðist ekki við að nokkuð vandamál hefði verið með hljóðið þegar blaðamaður ræddi við hann símleiðis. Felix, sem staddur er baksviðs ásamt íslenska teyminu, ætlaði þó að athuga málið þegar hann heyrði að margir hefðu velt því fyrir sér. Felix sagði Matthías aðeins hafa farið úr takti í tvær til þrjár línur en annars hefði flutningur Hatara verið hnökralaus.Jú, @gislimarteinn - það var rugl á hljóðinu. Hatari upp á 10,5 en hljóðmenn ísraelska sjónvarpsins fá falleinkunn. #12stig — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 18, 2019 var þetta viljandi klúður á hljóðinu í íslenska atriðinu....#samsæriskenningar #12stig — eddatho (@eddatho1) May 18, 2019 Samsæriskenningin er sú að Ísraelar klúðruðu hljóðinu vísvitandi. Af því að þeir eru fúlir að Hatarar bentu heiminum á að Ísrael drepi fólk á hverjum degi, sem er samt common knowledge #12stig — Jón Frímann (@jonfrimann) May 18, 2019 Kenning: Matthías feikaði tæknileg hljóðvandamál um miðbik lagsins, þeir heimta að fá að flytja lagið aftur, samsæriskenningar verða til um að Ísrael hafi átt við hljóðið, pólitíkin blossar. #4Dchess #12stig — Vignir Gudmunds (@vigniro) May 18, 2019Er það tilviljun að hljóðið hafi akkúrat klikkað þegar Matti söng “Evrópa hrynja”?? #12stig#Hatari — Bjarki Björgúlfsson (@BjarkiBjorgulfs) May 18, 2019Klúðra? Var það ekki hljóðið sem klikkaði og ýtti honum aðeins út af sporinu? Þetta reddaðist nú alveg — Stuðný (@gudnyrp) May 18, 2019Það var brjáluð stemming hér á Tenerife á íslenska barnum! Hatari stóð sig svo vel erum öll stolt af þeim, en sá sem sér um hljóðið er ekki alveg að gera sína vinnu :( en vonandi gengur allt vel að lokum #12stig — Sigrún Ósk (@osk_sigrun) May 18, 2019... einhver átti við hljóðið hjá Hatari en þvilik fagmennska hjá okkar fólki #12stig#hatari#samsæriðpic.twitter.com/vg7MkQ4EZZ — Geirthrudur Geirsdottir (@GeiraGeirs) May 18, 2019Samsæriskenning:Ísraelar að fikta með hljóðið til að mótmæla þátttöku Hatara #12stig — BarceJona (@jonajul) May 18, 2019
Eurovision Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Sjá meira