Klárum verkið Ingimundur Gíslason skrifar 2. maí 2019 07:00 Þeir sem koma inn í glæsilegan Eldborgarsalinn í tónlistarhúsinu Hörpu taka fljótlega eftir stóru kassalaga innskoti ofarlega á endavegg salarins ofan við hljómsveitarpallinn. Kassinn er ekki fyrir miðju heldur aðeins til vinstri frá áhorfendum séð. Þarna var fyrirhuguðu orgeli ætlaður staður fyrir rúmlega 10 árum. Svo kom efnahagshrunið mikla sem skall á þjóðinni á haustdögum 2008 og hafði skelfilegar afleiðingar í samfélaginu. Bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík stöðvaðist í miðju kafi. Sem betur fer náðist samstaða á milli ríkis og borgar um að halda framkvæmdum áfram. Næstum því fullbúið tónlistarhús var tekið í notkun í maí árið 2011. Þó var eitt sem ekki hafði tekist að ljúka við. Það vantaði fyrirhugað orgel í stærsta salnum, Eldborg. Engir peningar voru til orgelkaupa og síðan þá blasir við efri hluti endaveggjar eins og hér er lýst. Verkinu er sem sagt ólokið. Orgel í Eldborg yrði eitt hljóðfæra í eða með hljómsveit. Ekki einleikshljóðfæri nema í undantekningartilvikum. Fjöldi sinfónískra tónverka eru til sem ekki er hægt að flytja í Hörpu án orgels. Svo sem Alpasinfónía Richards Strauss og Orgelsinfónia eftir Saint-Saëns . Til eru margir konsertar fyrir orgel og hljómsveit og má þá nefna eitt dæmi okkur tengt, op. 7 eftir Jón Leifs. Orgel í salnum gæti líka orðið tónskáldum hvatning til að semja tónverk fyrir orgel og hljómsveit Sinfónískt orgel þyrfti að vera af ákveðinni stærð en ekki endilega með mörg þúsund pípur. Í Hallgrímskirkju höfum við stórt, frábært orgel sem hentar mjög vel sem einleikshljóðfæri. Þannig yrði orgel í Hörpu ekki í samkeppni við orgel Hallgrímskirkju. Vel hönnuð framhlið orgels yrði prýði fyrir salinn og gæti þannig glatt augu og eyru tónleikagesta. Hljóðfærið ætti ekki að hindra sviðsetningu óperu. Ráðstefnu-og tónleikahúsið Harpa getur orðið eins konar musteri tónlistar á Íslandi. Ljúkum smíði þess. Þá fyrst geta Íslendingar talist alvöru menningarþjóð.Höfundur er augnlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þeir sem koma inn í glæsilegan Eldborgarsalinn í tónlistarhúsinu Hörpu taka fljótlega eftir stóru kassalaga innskoti ofarlega á endavegg salarins ofan við hljómsveitarpallinn. Kassinn er ekki fyrir miðju heldur aðeins til vinstri frá áhorfendum séð. Þarna var fyrirhuguðu orgeli ætlaður staður fyrir rúmlega 10 árum. Svo kom efnahagshrunið mikla sem skall á þjóðinni á haustdögum 2008 og hafði skelfilegar afleiðingar í samfélaginu. Bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík stöðvaðist í miðju kafi. Sem betur fer náðist samstaða á milli ríkis og borgar um að halda framkvæmdum áfram. Næstum því fullbúið tónlistarhús var tekið í notkun í maí árið 2011. Þó var eitt sem ekki hafði tekist að ljúka við. Það vantaði fyrirhugað orgel í stærsta salnum, Eldborg. Engir peningar voru til orgelkaupa og síðan þá blasir við efri hluti endaveggjar eins og hér er lýst. Verkinu er sem sagt ólokið. Orgel í Eldborg yrði eitt hljóðfæra í eða með hljómsveit. Ekki einleikshljóðfæri nema í undantekningartilvikum. Fjöldi sinfónískra tónverka eru til sem ekki er hægt að flytja í Hörpu án orgels. Svo sem Alpasinfónía Richards Strauss og Orgelsinfónia eftir Saint-Saëns . Til eru margir konsertar fyrir orgel og hljómsveit og má þá nefna eitt dæmi okkur tengt, op. 7 eftir Jón Leifs. Orgel í salnum gæti líka orðið tónskáldum hvatning til að semja tónverk fyrir orgel og hljómsveit Sinfónískt orgel þyrfti að vera af ákveðinni stærð en ekki endilega með mörg þúsund pípur. Í Hallgrímskirkju höfum við stórt, frábært orgel sem hentar mjög vel sem einleikshljóðfæri. Þannig yrði orgel í Hörpu ekki í samkeppni við orgel Hallgrímskirkju. Vel hönnuð framhlið orgels yrði prýði fyrir salinn og gæti þannig glatt augu og eyru tónleikagesta. Hljóðfærið ætti ekki að hindra sviðsetningu óperu. Ráðstefnu-og tónleikahúsið Harpa getur orðið eins konar musteri tónlistar á Íslandi. Ljúkum smíði þess. Þá fyrst geta Íslendingar talist alvöru menningarþjóð.Höfundur er augnlæknir
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar