Bjarni vill skilgreina betur rétt sjúklinga Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2019 17:49 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að skilgreina réttindi sjúklinga til þjónustu betur í lögum burt séð frá því hvort þeir fái þjónustuna hjá opinberum heilbrigðisstofnunum eða einkaaðilum. Formaður Viðreisnar segir að lina þurfi strax þjáningar þeirra sem bíði aðgerða. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem nú þrýstu á samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki hafa hafnað tillögu Viðreisnar um 200 milljóna framlag til Sjúkratryggingar Íslands á meðan ríkisstjórnin væri að koma sér saman um heilbrigðisáætlun og stefnu. „En fólkið á biðlistunum getur ekki beðið lengur. Þeirra þjáningum verður að linna. Við vitum að það eru biðlistar á biðlista ofan. Þetta leysist ekki nema allar hendur verið settar og dregnar upp á dekk,“ sagði Þorgerður Katrín.Rekstrarformið ætti ekki að skipta máli í þessu samhengi. Hægt væri að sinna opinberri þjónustu bæði af opinberum aðilum og einkaaðilum. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann muni beita sér fyrir því að Sjúkratryggingar gætu að minnsta kosti samið tímabundið við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki. „Til þess að koma til móts við að leysa þessa biðlista sem eru ekki hvað síst í liðskiptaaðgerðum. Til þess að Sjúkratryggingar fái þá heimild til að semja við sjálfstætt starfandi aðila,“ sagði formaður Viðreisnar. Nauðsyn að auka skilvirkni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði nauðsynlegt að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og fækka á biðlistum. Málið væri flókið úrlausnar. „Við erum með ákveðið ástand á Landsspítalanum sem tengist síðan aftur uppbyggingu hjúkrunarrýma í landinu. Ég vil gerast talsmaður þess að við reynum að skilgreina betur réttinn sem felst í sjúkratryggingum og horfa meira á heilbrigðiskerfið út frá rétti sjúkninganna og festa okkur minna í hvar lausnirnar verða til,“ sagði Bjarni. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að skilgreina réttindi sjúklinga til þjónustu betur í lögum burt séð frá því hvort þeir fái þjónustuna hjá opinberum heilbrigðisstofnunum eða einkaaðilum. Formaður Viðreisnar segir að lina þurfi strax þjáningar þeirra sem bíði aðgerða. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem nú þrýstu á samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki hafa hafnað tillögu Viðreisnar um 200 milljóna framlag til Sjúkratryggingar Íslands á meðan ríkisstjórnin væri að koma sér saman um heilbrigðisáætlun og stefnu. „En fólkið á biðlistunum getur ekki beðið lengur. Þeirra þjáningum verður að linna. Við vitum að það eru biðlistar á biðlista ofan. Þetta leysist ekki nema allar hendur verið settar og dregnar upp á dekk,“ sagði Þorgerður Katrín.Rekstrarformið ætti ekki að skipta máli í þessu samhengi. Hægt væri að sinna opinberri þjónustu bæði af opinberum aðilum og einkaaðilum. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann muni beita sér fyrir því að Sjúkratryggingar gætu að minnsta kosti samið tímabundið við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki. „Til þess að koma til móts við að leysa þessa biðlista sem eru ekki hvað síst í liðskiptaaðgerðum. Til þess að Sjúkratryggingar fái þá heimild til að semja við sjálfstætt starfandi aðila,“ sagði formaður Viðreisnar. Nauðsyn að auka skilvirkni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði nauðsynlegt að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og fækka á biðlistum. Málið væri flókið úrlausnar. „Við erum með ákveðið ástand á Landsspítalanum sem tengist síðan aftur uppbyggingu hjúkrunarrýma í landinu. Ég vil gerast talsmaður þess að við reynum að skilgreina betur réttinn sem felst í sjúkratryggingum og horfa meira á heilbrigðiskerfið út frá rétti sjúkninganna og festa okkur minna í hvar lausnirnar verða til,“ sagði Bjarni.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00