Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 12:01 Loftmynd af einum hinna meintu fangabúða. Planet Labs Bandarísk yfirvöld saka nú kínversk stjórnvöld um að halda meira en milljón Uighur-múslimum í fangabúðum í Xinjiang héraði í vesturhluta Kína. Kínverjar hafa kallað búðirnar „endurmenntunarstöðvar,“ sem ætlað er að stemma stigu við uppgangi íslamskra öfgaafla. Randall Schriver, yfirmaður stefnumála Bandaríkjanna í Asíu segir hegðun Kínverja minna um margt á það sem átti sér stað í Evrópu á fjórða áratug síðustu aldar, og vísar þar til Helfararinnar, þar sem Nasistar myrtu á bilinu fimm til sex milljónir gyðinga, meðal annars í fanga- og útrýmingarbúðum. „Kínverjar notfæra sér öryggissveitir sínar til þess að fangelsa fjölda kínverskra múslima í fangabúðum,“ sagði Schriver á blaðamannafundi í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hann sagðist þá áætla að fjöldi múslima í haldi í búðunum gæti verið nálægt þremur milljónum. Þegar Schriver var inntur eftir svörum um af hvers vegna hann setti málið í samhengi við Helförina svaraði hann því til að það væri réttlætanlegt „í ljósi stærðargráðu málsins, þar sem okkur skilst að minnst milljón, en líklega allt að þrjár milljónir manna af tíu milljónum, séu nú í haldi.“ Uighur-múslimar eru meðal þeirra 55 minnihlutahópa sem viðurkenndir eru af kínverskum stjórnvöldum. Þeir búa langflestir í Kína en eru þó einnig nokkuð fjölmennir í Kasakstan, Úsbekistan og Kirgistan. Í frétt Guardian um málið kemur fram að einstaklingar sem áður hafi dvalið í búðunum hafi lýst hræðilegum pyntingum á hendur sér meðan á yfirheyrslum stóð. Þá hafi föngum verið gert að búa í litlum klefum með mörgum öðrum og að daglega hafi farið fram flokkspólitísk innræting sem ku hafa verið svo hrottafengin að sumir einfaldlega þoldu ekki meir og frömdu sjálfsvíg. Sendiráð Kína í Bandaríkjunum hefur ekki tjáð sig um málið. Ríkisstjóri í Xinjiang vísaði ásökunum um að starfræktar væru fangabúðir í héraðinu á bug í mars á þessu ári og sagði stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. Bandaríkin Kína Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira
Bandarísk yfirvöld saka nú kínversk stjórnvöld um að halda meira en milljón Uighur-múslimum í fangabúðum í Xinjiang héraði í vesturhluta Kína. Kínverjar hafa kallað búðirnar „endurmenntunarstöðvar,“ sem ætlað er að stemma stigu við uppgangi íslamskra öfgaafla. Randall Schriver, yfirmaður stefnumála Bandaríkjanna í Asíu segir hegðun Kínverja minna um margt á það sem átti sér stað í Evrópu á fjórða áratug síðustu aldar, og vísar þar til Helfararinnar, þar sem Nasistar myrtu á bilinu fimm til sex milljónir gyðinga, meðal annars í fanga- og útrýmingarbúðum. „Kínverjar notfæra sér öryggissveitir sínar til þess að fangelsa fjölda kínverskra múslima í fangabúðum,“ sagði Schriver á blaðamannafundi í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hann sagðist þá áætla að fjöldi múslima í haldi í búðunum gæti verið nálægt þremur milljónum. Þegar Schriver var inntur eftir svörum um af hvers vegna hann setti málið í samhengi við Helförina svaraði hann því til að það væri réttlætanlegt „í ljósi stærðargráðu málsins, þar sem okkur skilst að minnst milljón, en líklega allt að þrjár milljónir manna af tíu milljónum, séu nú í haldi.“ Uighur-múslimar eru meðal þeirra 55 minnihlutahópa sem viðurkenndir eru af kínverskum stjórnvöldum. Þeir búa langflestir í Kína en eru þó einnig nokkuð fjölmennir í Kasakstan, Úsbekistan og Kirgistan. Í frétt Guardian um málið kemur fram að einstaklingar sem áður hafi dvalið í búðunum hafi lýst hræðilegum pyntingum á hendur sér meðan á yfirheyrslum stóð. Þá hafi föngum verið gert að búa í litlum klefum með mörgum öðrum og að daglega hafi farið fram flokkspólitísk innræting sem ku hafa verið svo hrottafengin að sumir einfaldlega þoldu ekki meir og frömdu sjálfsvíg. Sendiráð Kína í Bandaríkjunum hefur ekki tjáð sig um málið. Ríkisstjóri í Xinjiang vísaði ásökunum um að starfræktar væru fangabúðir í héraðinu á bug í mars á þessu ári og sagði stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla.
Bandaríkin Kína Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira