Umtalsvert bakslag en ennþá afgangur Elvar Orri Hreinsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Það gefur augaleið að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar munu dragast talsvert saman í ár í ljósi gjaldþrots WOW air og þeirrar fækkunar ferðamanna sem útlit er fyrir á þessu ári. Við það bætist svo loðnubrestur sem þegar hefur haft víðtæk áhrif í íslenskum sjávarútvegi, sér í lagi þeim hluta geirans sem snýr að uppsjávarvinnslu. Þetta getur leitt til þess að afgangur af utanríkisviðskiptum, sem nam rúmum 80 milljörðum króna á síðastliðnu ári, verður lítill sem enginn nú í ár. Það er engu að síður magnaður vitnisburður um styrkar stoðir hagkerfisins að þrátt fyrir bakslag í tveimur þungavigtaráhrifaþáttum í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins sjáum við enn fram á mögulegan afgang af utanríkisviðskiptum í lok árs. Við búum því við mun fjölþættari undirstöður í gjaldeyrissköpun en á árum áður. Þannig byggja utanríkisviðskipti á umtalsvert heilbrigðari grunni um þessar mundir en til dæmis á árunum í aðdraganda efnahagsáfallsins, þegar viðvarandi halli á utanríkisviðskiptum hafði skapað mikinn þrýsting á veikingu krónunnar sem varð svo raunin. Þar fyrir utan er hrein eignastaða hagkerfisins jákvæð um þessar mundir sem er algjör nýlunda en sögulega hefur hún verið neikvæð um einhverja tugi prósenta af landsframleiðslu. Seðlabankinn hefur úr myndarlegum gjaldeyrisforða að spila til að afstýra gengishruni vegna tímabundins fjármagnsflótta og hefur bankinn sýnt að hann er tilbúinn til að beita inngripum við slíkar aðstæður. Þá ætti áhugi erlendra fjárfesta á Íslandi að vera nægur til að vega upp það útflæði sem verður vegna fjárfestinga lífeyrissjóðanna utan landsteinanna. Hvaða skoðun sem við kunnum að hafa á núverandi gildum krónunnar og hvort hún sé of veik eða of sterk ætti þetta í það minnsta að auka líkur á stöðugleika gjaldmiðils okkar litið fram á við og það eitt og sér er okkur öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það gefur augaleið að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar munu dragast talsvert saman í ár í ljósi gjaldþrots WOW air og þeirrar fækkunar ferðamanna sem útlit er fyrir á þessu ári. Við það bætist svo loðnubrestur sem þegar hefur haft víðtæk áhrif í íslenskum sjávarútvegi, sér í lagi þeim hluta geirans sem snýr að uppsjávarvinnslu. Þetta getur leitt til þess að afgangur af utanríkisviðskiptum, sem nam rúmum 80 milljörðum króna á síðastliðnu ári, verður lítill sem enginn nú í ár. Það er engu að síður magnaður vitnisburður um styrkar stoðir hagkerfisins að þrátt fyrir bakslag í tveimur þungavigtaráhrifaþáttum í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins sjáum við enn fram á mögulegan afgang af utanríkisviðskiptum í lok árs. Við búum því við mun fjölþættari undirstöður í gjaldeyrissköpun en á árum áður. Þannig byggja utanríkisviðskipti á umtalsvert heilbrigðari grunni um þessar mundir en til dæmis á árunum í aðdraganda efnahagsáfallsins, þegar viðvarandi halli á utanríkisviðskiptum hafði skapað mikinn þrýsting á veikingu krónunnar sem varð svo raunin. Þar fyrir utan er hrein eignastaða hagkerfisins jákvæð um þessar mundir sem er algjör nýlunda en sögulega hefur hún verið neikvæð um einhverja tugi prósenta af landsframleiðslu. Seðlabankinn hefur úr myndarlegum gjaldeyrisforða að spila til að afstýra gengishruni vegna tímabundins fjármagnsflótta og hefur bankinn sýnt að hann er tilbúinn til að beita inngripum við slíkar aðstæður. Þá ætti áhugi erlendra fjárfesta á Íslandi að vera nægur til að vega upp það útflæði sem verður vegna fjárfestinga lífeyrissjóðanna utan landsteinanna. Hvaða skoðun sem við kunnum að hafa á núverandi gildum krónunnar og hvort hún sé of veik eða of sterk ætti þetta í það minnsta að auka líkur á stöðugleika gjaldmiðils okkar litið fram á við og það eitt og sér er okkur öllum til hagsbóta.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar