Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2019 10:51 Frá vettvangi í Mehamn. TV2/Christoffer Robin Jensen Krufning á líki Gísla Þórs Þórarinssonar, sem skotinn var til bana í Mehamn í Noregi í apríl, leiðir í ljós að hann var skotinn í lærið. Við það missti hann svo mikið blóð að hann lést. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Finnmörk í Noregi sem fer með rannsókn málsins. Þar segir einnig að íslenska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um það að krufningu sé lokið og hægt sé nú að flytja lík Gísla Þórs til Íslands. Alls hafa fimmtíu vitni nú verið yfirheyrð við rannsókn málsins en hinir grunuðu í málinu hafa ekki verið yfirheyrðir aftur. Lögreglan í Noregi bíður þess að enn að fá niðurstöðu úr greiningu á vopninu, rafrænum upplýsingum og öðru sem tengist rannsókninni. Enginn af þeim sem tengist málinu var skráður fyrir skotvopni og lögreglunni var ekki kunnugt um að Gunnar Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem grunaður er um að hafa skotið hann til bana, hefði aðgang að skotvopni. Rannsókn lögreglu bendir til þess að hann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli var skotinn til bana. Gunnar situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald nokkrum dögum eftir að bróðir hans lést. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum þegar núverandi varðhald rennur út. Gunnar hefur neitað sök í málinu. Hann segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að skaða bróður sinn.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. 3. maí 2019 08:56 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Krufning á líki Gísla Þórs Þórarinssonar, sem skotinn var til bana í Mehamn í Noregi í apríl, leiðir í ljós að hann var skotinn í lærið. Við það missti hann svo mikið blóð að hann lést. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Finnmörk í Noregi sem fer með rannsókn málsins. Þar segir einnig að íslenska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um það að krufningu sé lokið og hægt sé nú að flytja lík Gísla Þórs til Íslands. Alls hafa fimmtíu vitni nú verið yfirheyrð við rannsókn málsins en hinir grunuðu í málinu hafa ekki verið yfirheyrðir aftur. Lögreglan í Noregi bíður þess að enn að fá niðurstöðu úr greiningu á vopninu, rafrænum upplýsingum og öðru sem tengist rannsókninni. Enginn af þeim sem tengist málinu var skráður fyrir skotvopni og lögreglunni var ekki kunnugt um að Gunnar Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem grunaður er um að hafa skotið hann til bana, hefði aðgang að skotvopni. Rannsókn lögreglu bendir til þess að hann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli var skotinn til bana. Gunnar situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald nokkrum dögum eftir að bróðir hans lést. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum þegar núverandi varðhald rennur út. Gunnar hefur neitað sök í málinu. Hann segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að skaða bróður sinn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. 3. maí 2019 08:56 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31
Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. 3. maí 2019 08:56
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38