Suður-Afríkumenn velja sér nýtt þing Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. maí 2019 07:15 Frá kjörstað í Suður-Afríku í gær. Ekki er búist við því að niðurstöður úr kosningunum liggi fyrir fyrr en um helgina. Nordicphotos/AFP Þingkosningar fóru fram í Suður-Afríku í gær. Niðurstöður lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Það munu þær líklegast ekki gera fyrr en um helgina, að því er Reuters hafði eftir suðurafrískum embættismönnum í gær. Kosningarnar koma í kjölfar afsagnar Jacobs Zuma forseta. Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar á síðasta ári vegna þrýstings innan flokks síns, Afríska þjóðarráðsins (ANC). Hann hafði verið ákærður fyrir spillingu og átti von á vantrausti á þingi. Cyril Ramaphosa tók við af Zuma, jafnt sem forseti og leiðtogi ANC. Hann leiddi flokkinn í kosningum gærdagsins og miðað við skoðanakannanir verður að teljast líklegt að hann hafi unnið stórsigur. Könnun IRR frá því í lok apríl sýndi ANC með 49,5 prósenta stuðning og könnun Ipsos frá því viku fyrr sýndi ANC með 56,9 prósent. Stuðningurinn hafði verið álíka mikill mánuðina á undan. Til samanburðar hafði Lýðræðisbandalagið (DA), undir forystu Mmusi Maimane, 21,3 prósent í könnun IRR og 15,2 hjá Ipsos. Hagfrelsishreyfingin (EFF), undir forystu Julius Malema, hafði 14,9 hjá IRR, 9,5 hjá Ipsos. Þessar niðurstöður yrðu þær lökustu í sögu Afríska þjóðarráðsins allt frá því að flokkurinn bauð fyrst fram með Nelson Mandela í fararbroddi árið 1994. Þá fékk þjóðarráðið 62,65 prósent en í síðustu kosningum, undir forystu Zuma, fékk flokkurinn 62,15 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Þingkosningar fóru fram í Suður-Afríku í gær. Niðurstöður lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Það munu þær líklegast ekki gera fyrr en um helgina, að því er Reuters hafði eftir suðurafrískum embættismönnum í gær. Kosningarnar koma í kjölfar afsagnar Jacobs Zuma forseta. Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar á síðasta ári vegna þrýstings innan flokks síns, Afríska þjóðarráðsins (ANC). Hann hafði verið ákærður fyrir spillingu og átti von á vantrausti á þingi. Cyril Ramaphosa tók við af Zuma, jafnt sem forseti og leiðtogi ANC. Hann leiddi flokkinn í kosningum gærdagsins og miðað við skoðanakannanir verður að teljast líklegt að hann hafi unnið stórsigur. Könnun IRR frá því í lok apríl sýndi ANC með 49,5 prósenta stuðning og könnun Ipsos frá því viku fyrr sýndi ANC með 56,9 prósent. Stuðningurinn hafði verið álíka mikill mánuðina á undan. Til samanburðar hafði Lýðræðisbandalagið (DA), undir forystu Mmusi Maimane, 21,3 prósent í könnun IRR og 15,2 hjá Ipsos. Hagfrelsishreyfingin (EFF), undir forystu Julius Malema, hafði 14,9 hjá IRR, 9,5 hjá Ipsos. Þessar niðurstöður yrðu þær lökustu í sögu Afríska þjóðarráðsins allt frá því að flokkurinn bauð fyrst fram með Nelson Mandela í fararbroddi árið 1994. Þá fékk þjóðarráðið 62,65 prósent en í síðustu kosningum, undir forystu Zuma, fékk flokkurinn 62,15 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira