Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 21:39 Jeff Bezos og geimfarið Blue Moon. AP/Patrick Semansky Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. Til stendur að fyrirtækið Blue Origin muni skjóta mönnum út í geim seinna á þessu ári og nú í kvöld tilkynnti Bezos nýtt geimfar sem nota á til að flytja menn til tungslins. Far þetta kallast Blue Moon og Bezos opinberaði það á kynningarfundi í Washington DC. Þar kynnti Bezos einnig róbóta sem mun fylgja geimfarinu til tunglsins.Samkvæmt Techcrunch fór Bezos lítið út í smáatriði á kynningunni og útlistaði hann frekar langtíma markmiðum sínum og fyrirtækisins.Bezos ræddi þá þörf mannkynsins að leita til stjarnanna vegna mannmergðar og velti hann upp þeirri spurningu hvar í ósköpunum billjón manna ættu að búa, sem er hugleiðing sem hann hefur haft uppi áður og snýst um að mannkynið þurfi að leggja stjörnurnar undir sig. Hann sagði þó að það væri ekki hægt í dag vegna þess mikla kostnaðar sem felst í því að skjóta farmi út í geim. Því félli það á hans kynslóð að byggja þau innviði sem þurfi til að gera geimferðir ódýrari og öruggari. Bezos sagði Blue Moon geta borið allt að sex og hálft tonn af farmi til tunglsins og þannig væri hægt að leggja grunninn að fleiri mönnuðum ferðum þangað. Þróun Blue Moon hefur staðið yfir í þrjú ár.Tunglið verði skotpallur út í sólkerfið Svo virðist sem að ríkisstjórn Donald Trump, forseta, búi yfir miklum metnaði fyrir geimförum. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa frá árinu 2017 ætlað að lenda mönnum aftur á tunglinu. Fyrr á þessu ári kallaði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Nú í sumar verða liðin 50 ár frá því að menn lentu fyrst á tunglinu og var það gert síðast árið 1972.Sjá einnig: Pence vill menn á tunglið innan fimm áraVaraforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja svo hægt væri að ná þessu markmiði. Í fyrstu stendur til að byggja geimstöð á braut um tunglið og svo seinna meir að lenda þar og þá sérstaklega á suðurpóli tunglsins. Rannsóknir sýna að ís megi finna á báðum pólum tunglsins og þá sérstaklega á suðurpólnum. Ísinn er í gígum þar sem sólin nær ekki að skína en þann ís má nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför. Ísinn væri einnig hægt að nota til að halda við byggð manna.Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Það er þó ljóst að um gífurlega umfangsmikið og kostnaðarsamt verkefni er að ræða. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa áætlað hve mikið það gæti kostað en á fundi þingnefndar sem heldur utan um málefni geimvísinda í Bandaríkjunum, sagði einn af hæst settu starfsmönnum NASA að verið væri að endurskoða niðurstöðuna og því væri ekki hægt að gefa hana upp að svo stöddu.Hér má sjá myndband sem NASA birti fyrr á árinu um mannaðar ferðir til tungslins. Það var birt áður en Pence lýsti því yfir að hann vildi flýta þeirri áætlun. Amazon Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. Til stendur að fyrirtækið Blue Origin muni skjóta mönnum út í geim seinna á þessu ári og nú í kvöld tilkynnti Bezos nýtt geimfar sem nota á til að flytja menn til tungslins. Far þetta kallast Blue Moon og Bezos opinberaði það á kynningarfundi í Washington DC. Þar kynnti Bezos einnig róbóta sem mun fylgja geimfarinu til tunglsins.Samkvæmt Techcrunch fór Bezos lítið út í smáatriði á kynningunni og útlistaði hann frekar langtíma markmiðum sínum og fyrirtækisins.Bezos ræddi þá þörf mannkynsins að leita til stjarnanna vegna mannmergðar og velti hann upp þeirri spurningu hvar í ósköpunum billjón manna ættu að búa, sem er hugleiðing sem hann hefur haft uppi áður og snýst um að mannkynið þurfi að leggja stjörnurnar undir sig. Hann sagði þó að það væri ekki hægt í dag vegna þess mikla kostnaðar sem felst í því að skjóta farmi út í geim. Því félli það á hans kynslóð að byggja þau innviði sem þurfi til að gera geimferðir ódýrari og öruggari. Bezos sagði Blue Moon geta borið allt að sex og hálft tonn af farmi til tunglsins og þannig væri hægt að leggja grunninn að fleiri mönnuðum ferðum þangað. Þróun Blue Moon hefur staðið yfir í þrjú ár.Tunglið verði skotpallur út í sólkerfið Svo virðist sem að ríkisstjórn Donald Trump, forseta, búi yfir miklum metnaði fyrir geimförum. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa frá árinu 2017 ætlað að lenda mönnum aftur á tunglinu. Fyrr á þessu ári kallaði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Nú í sumar verða liðin 50 ár frá því að menn lentu fyrst á tunglinu og var það gert síðast árið 1972.Sjá einnig: Pence vill menn á tunglið innan fimm áraVaraforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja svo hægt væri að ná þessu markmiði. Í fyrstu stendur til að byggja geimstöð á braut um tunglið og svo seinna meir að lenda þar og þá sérstaklega á suðurpóli tunglsins. Rannsóknir sýna að ís megi finna á báðum pólum tunglsins og þá sérstaklega á suðurpólnum. Ísinn er í gígum þar sem sólin nær ekki að skína en þann ís má nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför. Ísinn væri einnig hægt að nota til að halda við byggð manna.Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Það er þó ljóst að um gífurlega umfangsmikið og kostnaðarsamt verkefni er að ræða. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa áætlað hve mikið það gæti kostað en á fundi þingnefndar sem heldur utan um málefni geimvísinda í Bandaríkjunum, sagði einn af hæst settu starfsmönnum NASA að verið væri að endurskoða niðurstöðuna og því væri ekki hægt að gefa hana upp að svo stöddu.Hér má sjá myndband sem NASA birti fyrr á árinu um mannaðar ferðir til tungslins. Það var birt áður en Pence lýsti því yfir að hann vildi flýta þeirri áætlun.
Amazon Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira