Sjónvarpsstöðin Skjár 1 snýr aftur eftir helgi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2019 21:16 Skjár 1 hóf fyrst göngu sína í október árið 1998. Á 20 ára afmæli stöðvarinnar var ákveðið að blása lífi í hana að nýju eftir margra ára hlé. Skjár 1 Sjónvarpsstöðin Skjár 1 sem upphaflega hóf göngu sína árið 1998 snýr aftur á þriðjudaginn eftir helgi eftir margra ára hlé. Sjónvarpsstöðin, sem er þekkt fyrir þætti eins og Silfur Egils, Með hausverk um helgar og Djúpu laugina, verður þó með talsvert breyttu sniði því aðaláherslan verður lögð á kvikmyndir. Hólmgeir Baldursson sem fer fyrir Skjá 1 segir að ekki megi rugla saman Skjá 1 og Skjá Einum sem varð að Sjónvarpi símans árið 2016. Hann segist alltaf hafa átt vörumerkið Skjár 1.Hvað kom til að þú ákvaðst að blása lífi aftur í þessa stöð?„Já, það er í raun og veru bara tæknin, hún er að gera mér það kleift að gera þetta án þess að þurfa að eiga við loftsnetsdreifingu eða fara með þetta í gegnum símafyrirtækin. Hún er klárleg að gera mér það kleift að koma þessu til alls landsins í gegnum öpp,“ segir Hólmgeir.Fólk man eflaust eftir stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem var sýndur á Skjá 1.Hugmyndin sé að bjóða upp á tvær kvikmyndir á hverju kvöldi. „Þær eru sýndar í línulegri dagskrá af því að ég er þess fullviss að línulegt sjónvarp sé engan veginn horfið en hliðrænt áhorf er að riðja sér svolítið til rúms og þá getur fólk bara horft þegar því hentar. Þá erum við með fídus á þessu dreifi kerfi sem ég kýs að kalla „skjáflakk“ og þessi fídus gerir notendum kleift að fara allt að 7 daga aftur í tímann þannig að ef fólk missti af einhverju getur það horft þegar því hentar hvenær sólarhrings sem er.“ Hólmgeir segir að streymisveitan sé í stöðugri þróun og að fjöldi erlendra sjónvarpsstöðva sé aðgengilegur á streymisveitunni núna. „Planið er semsagt að stórauka stöðvafjöldann og með haustinu fullyrði ég að það verða komnar yfir 70-80 stöðvar þarna inn,“ segir Hólmgeir. „Skjár 1 í gamla daga var að innleiða ýmsar nýjungar í sjónvarpi og Skjár 1 árið 2019 ætlar að gera það líka helst með þessari tækni sem gerir streymisveitunni kleift að ná til allra,“ segir Hólmgeir að lokum. Á heimasíðu Skjás 1 kemur fram: Skjár 1 fór fyrst í „loftið“ þann 16. október 1998 og varð ein vinsælasta sjónvarpsstöð landsins. Nú á 20 ára afmæli stöðvarinnar snýr hún aftur á nýjum grunni með eigið dreifikerfi á AppleTV4, Android TV, IOS & Google öppum. Í boði verða úrvals kvikmyndir og Skjáflakk sem veitir áskrifendum aðgengi að dagskrá Skjás 1 sjö daga aftur í tímann.“ Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Sjónvarpsstöðin Skjár 1 sem upphaflega hóf göngu sína árið 1998 snýr aftur á þriðjudaginn eftir helgi eftir margra ára hlé. Sjónvarpsstöðin, sem er þekkt fyrir þætti eins og Silfur Egils, Með hausverk um helgar og Djúpu laugina, verður þó með talsvert breyttu sniði því aðaláherslan verður lögð á kvikmyndir. Hólmgeir Baldursson sem fer fyrir Skjá 1 segir að ekki megi rugla saman Skjá 1 og Skjá Einum sem varð að Sjónvarpi símans árið 2016. Hann segist alltaf hafa átt vörumerkið Skjár 1.Hvað kom til að þú ákvaðst að blása lífi aftur í þessa stöð?„Já, það er í raun og veru bara tæknin, hún er að gera mér það kleift að gera þetta án þess að þurfa að eiga við loftsnetsdreifingu eða fara með þetta í gegnum símafyrirtækin. Hún er klárleg að gera mér það kleift að koma þessu til alls landsins í gegnum öpp,“ segir Hólmgeir.Fólk man eflaust eftir stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem var sýndur á Skjá 1.Hugmyndin sé að bjóða upp á tvær kvikmyndir á hverju kvöldi. „Þær eru sýndar í línulegri dagskrá af því að ég er þess fullviss að línulegt sjónvarp sé engan veginn horfið en hliðrænt áhorf er að riðja sér svolítið til rúms og þá getur fólk bara horft þegar því hentar. Þá erum við með fídus á þessu dreifi kerfi sem ég kýs að kalla „skjáflakk“ og þessi fídus gerir notendum kleift að fara allt að 7 daga aftur í tímann þannig að ef fólk missti af einhverju getur það horft þegar því hentar hvenær sólarhrings sem er.“ Hólmgeir segir að streymisveitan sé í stöðugri þróun og að fjöldi erlendra sjónvarpsstöðva sé aðgengilegur á streymisveitunni núna. „Planið er semsagt að stórauka stöðvafjöldann og með haustinu fullyrði ég að það verða komnar yfir 70-80 stöðvar þarna inn,“ segir Hólmgeir. „Skjár 1 í gamla daga var að innleiða ýmsar nýjungar í sjónvarpi og Skjár 1 árið 2019 ætlar að gera það líka helst með þessari tækni sem gerir streymisveitunni kleift að ná til allra,“ segir Hólmgeir að lokum. Á heimasíðu Skjás 1 kemur fram: Skjár 1 fór fyrst í „loftið“ þann 16. október 1998 og varð ein vinsælasta sjónvarpsstöð landsins. Nú á 20 ára afmæli stöðvarinnar snýr hún aftur á nýjum grunni með eigið dreifikerfi á AppleTV4, Android TV, IOS & Google öppum. Í boði verða úrvals kvikmyndir og Skjáflakk sem veitir áskrifendum aðgengi að dagskrá Skjás 1 sjö daga aftur í tímann.“
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira