Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2019 11:21 Greta Thunberg. Vísir/Getty Fjölskylda loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni og hótunum frá netverjum. Þetta sagði móðir hinnar sextán ára gömlu Gretu, Malena Ernman, í sænska sjónvarpsþættinum Nyhetsmorgon á TV4 í liðinni viku. Greta hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Þúsundir ungmenna um allan heim hafa farið að fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn sem mótmælt hafa á Austurvelli. Greta sagði í viðtali við fréttastofu BBC í vikunni að hún væri með Asperger sem gerði það að verkum að hún hugsaði út fyrir það sem þykir hefðbundið og ætti auðvelt með að sjá í gegnum lygar fólks. „Ef ég væri eins og allir aðrir, þá hefði ég ekki byrjað á skólaverkfallinu,“ sagði Thunberg við BBC en hún hefur verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels.Faðir Gretu, leikarinn Svante, stendur hér með henni.Vísir/EPAGreta neitar að ferðast með flugvélum því slíkur fararmáti er afar mengandi. Fjölskyldan hennar hefur farið að fordæmi hennar og gerðist einnig vegan árið 2016. Hefur fjölskyldan sett upp sólarrafhlöður á heimili sínu, ræktar eigið grænmeti og reynir að fara allar sínar ferðir á hjóli, eða á rafmagnsbíl í neyðartilfellum. Móðir Gretu, Malena Ernman, er gift leikaranum Svante Thunberg og eiga þau saman dæturnar Gretu og Beata. Malena sagði í sænska sjónvarpsþættinum að það erfiðasta við að fá alla þessa gagnrýni og hótanir væri að halda börnum sínum tveimur heilbrigðum og tryggja að allir fái nægan svefn. Malena er óperusöngkona og var meðal annars fulltrúi Svía í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2009. Á meðan Malena leikur í söngleiknum Så som i himmelen er Svante með Gretu á meðan hún breiðir út boðskapnum um aðgerðir í þágu loftslagsmála. Eurovision Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Fjölskylda loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni og hótunum frá netverjum. Þetta sagði móðir hinnar sextán ára gömlu Gretu, Malena Ernman, í sænska sjónvarpsþættinum Nyhetsmorgon á TV4 í liðinni viku. Greta hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Þúsundir ungmenna um allan heim hafa farið að fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn sem mótmælt hafa á Austurvelli. Greta sagði í viðtali við fréttastofu BBC í vikunni að hún væri með Asperger sem gerði það að verkum að hún hugsaði út fyrir það sem þykir hefðbundið og ætti auðvelt með að sjá í gegnum lygar fólks. „Ef ég væri eins og allir aðrir, þá hefði ég ekki byrjað á skólaverkfallinu,“ sagði Thunberg við BBC en hún hefur verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels.Faðir Gretu, leikarinn Svante, stendur hér með henni.Vísir/EPAGreta neitar að ferðast með flugvélum því slíkur fararmáti er afar mengandi. Fjölskyldan hennar hefur farið að fordæmi hennar og gerðist einnig vegan árið 2016. Hefur fjölskyldan sett upp sólarrafhlöður á heimili sínu, ræktar eigið grænmeti og reynir að fara allar sínar ferðir á hjóli, eða á rafmagnsbíl í neyðartilfellum. Móðir Gretu, Malena Ernman, er gift leikaranum Svante Thunberg og eiga þau saman dæturnar Gretu og Beata. Malena sagði í sænska sjónvarpsþættinum að það erfiðasta við að fá alla þessa gagnrýni og hótanir væri að halda börnum sínum tveimur heilbrigðum og tryggja að allir fái nægan svefn. Malena er óperusöngkona og var meðal annars fulltrúi Svía í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2009. Á meðan Malena leikur í söngleiknum Så som i himmelen er Svante með Gretu á meðan hún breiðir út boðskapnum um aðgerðir í þágu loftslagsmála.
Eurovision Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira