Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2019 13:46 Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. Vísir/getty „Velkominn til leiks, Sybbni-Jói. Ég vona bara að þú sért gæddur þeim gáfum, sem lengi hefur verið efast um, sem þurfa til að heyja árangursríka baráttu í forvalinu.“ Svona hljóma upphafsorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tísti sem hann birti í dag skömmu eftir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna.Sjá nánar: Býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi „Þetta verður andstyggilegt – þú munt þurfa að kljást við fólk sem í raun og sanni hefur sjúkar og vitstola hugmyndir. En ef þú hefur þetta af og ferð með sigur af hólmi þá sé ég þig við rásmarkið.“Welcome to the race Sleepy Joe. I only hope you have the intelligence, long in doubt, to wage a successful primary campaign. It will be nasty - you will be dealing with people who truly have some very sick & demented ideas. But if you make it, I will see you at the Starting Gate! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 25, 2019 Biden tilkynnti um framboð sitt í myndbandi sem hann birti í morgun. Þar færði hann rök fyrir því að sjálf grunngildi Bandaríkjanna væru í húfi. Trump hefði teflt í tvísýnu stöðu Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. Allt sem áður hefði einkennt Bandaríkin væri í húfi í forsetakosningunum árið 2020. „Ég trúi því að þegar fram líða stundir og við lítum um öxl verður forsetatíð Donalds Trump og allt sem hann stendur fyrir álitið viðurstyggilegt augnablik í sögunni en ef við gefum Trump átta ár í Hvíta húsinu þá mun honum takast að gjörbreyta karakter þjóðarinnar til framtíðar; breyta því hver við erum. Ég get ekki setið hjá og leyft því að gerast,“ sagði Biden í myndbandinu. Þegar hafa 19 demókratar tilkynnt um framboð sitt. Biden, Kamala Harris og Bernie Sanders eru talin afar sigurstrangleg en samkvæmt könnunum trónar Biden á toppnum.I believe it will be Crazy Bernie Sanders vs. Sleepy Joe Biden as the two finalists to run against maybe the best Economy in the history of our Country (and MANY other great things)! I look forward to facing whoever it may be. May God Rest Their Soul! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2019 Í síðustu viku viðurkenndi Trump að Biden væri líklegur til að etja kappi við sig um forsetastólinn. „Ég held að það verði annað hvort klikkaði Bernie Sanders eða Sybbni-Jói sem munu berjast um útefningu flokksins til að keppa við mögulega besta efnahagsástand í sögu lansdins (og marga aðra frábæra hluti!). Ég hlakka til að mæta hverjum þeim sem verður fyrir valinu. Megi Guð geyma þá“. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
„Velkominn til leiks, Sybbni-Jói. Ég vona bara að þú sért gæddur þeim gáfum, sem lengi hefur verið efast um, sem þurfa til að heyja árangursríka baráttu í forvalinu.“ Svona hljóma upphafsorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tísti sem hann birti í dag skömmu eftir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna.Sjá nánar: Býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi „Þetta verður andstyggilegt – þú munt þurfa að kljást við fólk sem í raun og sanni hefur sjúkar og vitstola hugmyndir. En ef þú hefur þetta af og ferð með sigur af hólmi þá sé ég þig við rásmarkið.“Welcome to the race Sleepy Joe. I only hope you have the intelligence, long in doubt, to wage a successful primary campaign. It will be nasty - you will be dealing with people who truly have some very sick & demented ideas. But if you make it, I will see you at the Starting Gate! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 25, 2019 Biden tilkynnti um framboð sitt í myndbandi sem hann birti í morgun. Þar færði hann rök fyrir því að sjálf grunngildi Bandaríkjanna væru í húfi. Trump hefði teflt í tvísýnu stöðu Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. Allt sem áður hefði einkennt Bandaríkin væri í húfi í forsetakosningunum árið 2020. „Ég trúi því að þegar fram líða stundir og við lítum um öxl verður forsetatíð Donalds Trump og allt sem hann stendur fyrir álitið viðurstyggilegt augnablik í sögunni en ef við gefum Trump átta ár í Hvíta húsinu þá mun honum takast að gjörbreyta karakter þjóðarinnar til framtíðar; breyta því hver við erum. Ég get ekki setið hjá og leyft því að gerast,“ sagði Biden í myndbandinu. Þegar hafa 19 demókratar tilkynnt um framboð sitt. Biden, Kamala Harris og Bernie Sanders eru talin afar sigurstrangleg en samkvæmt könnunum trónar Biden á toppnum.I believe it will be Crazy Bernie Sanders vs. Sleepy Joe Biden as the two finalists to run against maybe the best Economy in the history of our Country (and MANY other great things)! I look forward to facing whoever it may be. May God Rest Their Soul! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2019 Í síðustu viku viðurkenndi Trump að Biden væri líklegur til að etja kappi við sig um forsetastólinn. „Ég held að það verði annað hvort klikkaði Bernie Sanders eða Sybbni-Jói sem munu berjast um útefningu flokksins til að keppa við mögulega besta efnahagsástand í sögu lansdins (og marga aðra frábæra hluti!). Ég hlakka til að mæta hverjum þeim sem verður fyrir valinu. Megi Guð geyma þá“.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42
Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00