Telur hugmyndafræðilegan ágreining ekki ríkja um rekstrarform heilbrigðisþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 13:00 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Þingmaður Vinstri grænna telur ágætis sátt ríkja um það í samfélaginu að hafa blandað kerfi opinberrar og einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að hugsa þurfi sig vandlega um áður en kollsteypa eigi heilbrigðiskerfinu. Þingmaður Viðreisnar segir að efling opinberrar heilbrigðisþjónustu hafi verið á kostnað framlaga til einkarekinnar þjónustu. Ólík rekstrarform í heilbrigðisþjónustu voru til umræðu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og þingmaður Vinstri grænna sagðist ekki líta svo á að um hugmyndafræðilegan ágreining sé að ræða. „Það er ágætis sátt um það að vera með þessa blöndu af einkarekstri og opinberum rekstri í heilbrigðiskerfinu. Einkarekstur telur einhvers staðar á bilinu 25-26% af heildarkerfinu okkar og það hefur verið ágætis sátt um þetta. Ég held að það sé enginn á stjórnmálasviðinu að tala fyrir því að fara yfir í algjört opinbert kerfi eða algjört einkakerfi,“ segir Ólafur Þór.„Vopnaður friður” vegna samninga við sérfræðilækna Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, benti á að enn hafi ekki verið gengið frá samningum við sérfræðilækna. „Auðvitað verður lítil framþróun í þessari stöðu. Þetta er svona vopnaður friður getum við sagt þannig að þetta er ekkert ákjósanlegt. En það er verið að tala saman en það er lítill gangur,” segir Þórarinn. Þessi staða hafi aftur á móti sem betur fer ekki bitnað á sjúklingum að sögn Þórarins. Ítrekaði hann að aþjóðlegar kannanir hafi sýnt fram á að Ísland sé meðal fremstu í heimi hvað varðar aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu.Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags ReykjavíkurVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Hvað þetta varðar með einkareksturinn og ríkisreksturinn þá held ég að Íslendingar séu sammála um það að vilja þetta blandaða góða kerfi sem að við höfum búið við hérna áratugum saman,“ segir Þórarinn. „Ég þreytist ekki á því að segja að kerfið okkar er gott eins og það er og við skulum hugsa okkur vandlega um áður en við gerum einhverjar kollsteypur á því.“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaðst sammála um að almennt ríki vilji fyrir að hafa áfram blandað kerfi. „Það er hins vegar staðreynd að í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem að heilbrigðisráðherra hefur talað um að hann vilji styrkja þennan ríkisrekna hluta, þá hefur það verið gert ekki beinlínis með því bara að bæta þar í heldur með tilhliðrunum, það er að segja að það er verið að styrkja ríkisrekna hlutann á kostnað einkarekna hlutans,“ segir Hanna Katrín. Umræðurnar í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.Fréttablaðið/GVA Heilbrigðismál Vinstri græn Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna telur ágætis sátt ríkja um það í samfélaginu að hafa blandað kerfi opinberrar og einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að hugsa þurfi sig vandlega um áður en kollsteypa eigi heilbrigðiskerfinu. Þingmaður Viðreisnar segir að efling opinberrar heilbrigðisþjónustu hafi verið á kostnað framlaga til einkarekinnar þjónustu. Ólík rekstrarform í heilbrigðisþjónustu voru til umræðu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og þingmaður Vinstri grænna sagðist ekki líta svo á að um hugmyndafræðilegan ágreining sé að ræða. „Það er ágætis sátt um það að vera með þessa blöndu af einkarekstri og opinberum rekstri í heilbrigðiskerfinu. Einkarekstur telur einhvers staðar á bilinu 25-26% af heildarkerfinu okkar og það hefur verið ágætis sátt um þetta. Ég held að það sé enginn á stjórnmálasviðinu að tala fyrir því að fara yfir í algjört opinbert kerfi eða algjört einkakerfi,“ segir Ólafur Þór.„Vopnaður friður” vegna samninga við sérfræðilækna Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, benti á að enn hafi ekki verið gengið frá samningum við sérfræðilækna. „Auðvitað verður lítil framþróun í þessari stöðu. Þetta er svona vopnaður friður getum við sagt þannig að þetta er ekkert ákjósanlegt. En það er verið að tala saman en það er lítill gangur,” segir Þórarinn. Þessi staða hafi aftur á móti sem betur fer ekki bitnað á sjúklingum að sögn Þórarins. Ítrekaði hann að aþjóðlegar kannanir hafi sýnt fram á að Ísland sé meðal fremstu í heimi hvað varðar aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu.Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags ReykjavíkurVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Hvað þetta varðar með einkareksturinn og ríkisreksturinn þá held ég að Íslendingar séu sammála um það að vilja þetta blandaða góða kerfi sem að við höfum búið við hérna áratugum saman,“ segir Þórarinn. „Ég þreytist ekki á því að segja að kerfið okkar er gott eins og það er og við skulum hugsa okkur vandlega um áður en við gerum einhverjar kollsteypur á því.“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaðst sammála um að almennt ríki vilji fyrir að hafa áfram blandað kerfi. „Það er hins vegar staðreynd að í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem að heilbrigðisráðherra hefur talað um að hann vilji styrkja þennan ríkisrekna hluta, þá hefur það verið gert ekki beinlínis með því bara að bæta þar í heldur með tilhliðrunum, það er að segja að það er verið að styrkja ríkisrekna hlutann á kostnað einkarekna hlutans,“ segir Hanna Katrín. Umræðurnar í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.Fréttablaðið/GVA
Heilbrigðismál Vinstri græn Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira