Skrautleg ummæli í kosningabaráttu BJP Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2019 07:30 Amit Shah kallaði ólöglega innflytjendur termíta í ræðu í Vestur-Bengal. Nordicphotos/AFP Kjörsókn fyrstu tvo daga stærstu kosninga mannkynssögunnar virðist með ágætum. Þetta kom fram á Reuters í gær en Indverjar kjósa nú nýtt þing. Kosningarnar standa yfir í 39 daga. Narendra Modi forsætisráðherra, BJP-flokkur hans og samstarfsflokkar freista þess að halda meirihluta sínum á þingi og benda kannanir til þess að það takist. Kosningabaráttan er því afar hörð og þrír frambjóðendur BJP vöktu athygli fyrir ummæli sín á baráttufundum í gær. Amit Shah, forseti flokksins, sagði á fundi í Vestur-Bengal að ólöglegir innflytjendur væru „eins og termítar við Bengalflóa“. Hann lofaði því þess vegna að ríkisstjórn BJP myndi tína innflytjendurna upp af jörðinni og kasta þeim, hverjum á fætur öðrum, í Bengalflóann. Þar átti hann við innflytjendur frá grannríkinu Bangladess. Flestir íbúa Bangladess eru múslimar en BJP hefur verið kenndur við hindúa-þjóðernishyggju. Shah sagði aukinheldur að BJP myndi veita hindúum, búddistum, jaínistum og síkum frá Bangladess og Pakistan ríkisborgararétt. Sanjay Jha, einn talsmanna Congress-flokksins, andstæðinga BJP, sagði í svari við ræðu Shah að hann væri að reyna að sundra þjóðinni eftir trúarlínum. „Pólitískt viðskiptamódel BJP gengur út á að kynda undir átök í samfélaginu. Halda því á suðupunkti.“ Maneka Gandhi, ráðherra jafnréttismála og BJP-liði, sagði svo á fundi með múslimum í Sultanpur að þeir þyrftu að kjósa hana. Annars myndi hún ef til vill hafa minni áhuga á að hlusta á þá. „Ég hef nú þegar unnið þessar kosningar en þið þarfnist mín. Þetta er ykkar tækifæri til að byggja upp samband,“ sagði ráðherrann, sem er tengdadóttir Indiru Gandhi, fyrsta kvenforsætisráðherrans. Þá sagði Sakshi Maharaj, þingmaður BJP-flokksins og frambjóðandi í Unnao, að kjósendur þyrftu að greiða honum aktvæði sitt ellegar myndi karma þeirra verða slæmt. Karma er hugtak í trúarbrögðum af indverskum uppruna sem gengur út á að allar gjörðir valdi afleiðingum, góðum eða slæmum. „Þegar meinlætamaður ber að dyrum og biður um ölmusu, grátbiður ykkur og þið verðið ekki við bón hans gæti hann gengið á brott með mögulegt gott karma og skilið slæmt karma eftir fyrir ykkur,“ sagði hann á fundi með kjósendum. Maharaj hefur reyndar áður látið umdeild ummæli falla. Í síðasta mánuði spáði hann því, samkvæmt NDTV, að það yrðu engar þingkosningar árið 2024 eins og gert er ráð fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Kjörsókn fyrstu tvo daga stærstu kosninga mannkynssögunnar virðist með ágætum. Þetta kom fram á Reuters í gær en Indverjar kjósa nú nýtt þing. Kosningarnar standa yfir í 39 daga. Narendra Modi forsætisráðherra, BJP-flokkur hans og samstarfsflokkar freista þess að halda meirihluta sínum á þingi og benda kannanir til þess að það takist. Kosningabaráttan er því afar hörð og þrír frambjóðendur BJP vöktu athygli fyrir ummæli sín á baráttufundum í gær. Amit Shah, forseti flokksins, sagði á fundi í Vestur-Bengal að ólöglegir innflytjendur væru „eins og termítar við Bengalflóa“. Hann lofaði því þess vegna að ríkisstjórn BJP myndi tína innflytjendurna upp af jörðinni og kasta þeim, hverjum á fætur öðrum, í Bengalflóann. Þar átti hann við innflytjendur frá grannríkinu Bangladess. Flestir íbúa Bangladess eru múslimar en BJP hefur verið kenndur við hindúa-þjóðernishyggju. Shah sagði aukinheldur að BJP myndi veita hindúum, búddistum, jaínistum og síkum frá Bangladess og Pakistan ríkisborgararétt. Sanjay Jha, einn talsmanna Congress-flokksins, andstæðinga BJP, sagði í svari við ræðu Shah að hann væri að reyna að sundra þjóðinni eftir trúarlínum. „Pólitískt viðskiptamódel BJP gengur út á að kynda undir átök í samfélaginu. Halda því á suðupunkti.“ Maneka Gandhi, ráðherra jafnréttismála og BJP-liði, sagði svo á fundi með múslimum í Sultanpur að þeir þyrftu að kjósa hana. Annars myndi hún ef til vill hafa minni áhuga á að hlusta á þá. „Ég hef nú þegar unnið þessar kosningar en þið þarfnist mín. Þetta er ykkar tækifæri til að byggja upp samband,“ sagði ráðherrann, sem er tengdadóttir Indiru Gandhi, fyrsta kvenforsætisráðherrans. Þá sagði Sakshi Maharaj, þingmaður BJP-flokksins og frambjóðandi í Unnao, að kjósendur þyrftu að greiða honum aktvæði sitt ellegar myndi karma þeirra verða slæmt. Karma er hugtak í trúarbrögðum af indverskum uppruna sem gengur út á að allar gjörðir valdi afleiðingum, góðum eða slæmum. „Þegar meinlætamaður ber að dyrum og biður um ölmusu, grátbiður ykkur og þið verðið ekki við bón hans gæti hann gengið á brott með mögulegt gott karma og skilið slæmt karma eftir fyrir ykkur,“ sagði hann á fundi með kjósendum. Maharaj hefur reyndar áður látið umdeild ummæli falla. Í síðasta mánuði spáði hann því, samkvæmt NDTV, að það yrðu engar þingkosningar árið 2024 eins og gert er ráð fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent