„Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2019 13:43 Jón Gunnarsson og Svandís Svavarsdóttir. Vísir/Vilhelm „Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins um þetta mál,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Málið varðar biðlista eftir liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm hér á landi en þúsundir Íslendinga bíða eftir að komast í slíka aðgerð. Jón væntir þess að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnar sem kemur saman eftir páska. Hann ritaði grein í Morgunblaðið síðastliðið haust ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Brynjari Níelssyni, þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þar sem þau töldu að núverandi heilbrigðisráðherra væri að auka starfsemi opinberrar heilbrigðisþjónustu á sama tíma og dregið sé úr framlagi sjálfstætt starfandi sérfræðinga og heilbrigðisstofnana. Er það röng stefna að þeirra mati.Sendir erlendis í dýrari aðgerð Staðan sé þannig í dag að ef fólk er búið að bíða í þrjá mánuði eftir liðskiptaaðgerð þá eigi það kost á að fara til Svíþjóðar í slíka aðgerð sem Jón segir að sé tvöfalt dýrara en að láta það gangast undir slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum og heilbrigðisstofnunum hér á landi. Jón og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að bregðast við vandanum með því að bjóða út verkefni sem sjálfstætt starfandi fyrirtæki á heilbrigðissviði og starfsfólk þeirra getur leyst. Hann segir tvo biðlista í gangi hér á landi vegna slíkra aðgerða. Annars vegar þeir sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir sem bíða eftir að komast í greiningu til að komast á biðlista eftir aðgerð.Mikið tjón fyrir samfélagið Jón segir þetta mikið tjón fyrir samfélagið. Fólk sé frá vinnu og verður fyrir stórkostlegri lífskjaraskerðingu. „Það fer ekki alveg saman mynd og texti þegar við erum með sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem geta hjálpa til í þessu en ráðherra segir að það sé ekki hægt að versla við þá því það vanti meira fjármagn. Á sama tíma er hægt að senda sjúklinga erlendis en það er dýrara fyrir samfélagið og kemur vert niður á þeim sem minna mega sín.“ Hann segir þetta pólitíska ákvörðun, að senda sjúklinga fremur erlendis en að láta sjálfstætt starfandi framkvæma aðgerðirnar hér á landi. „Þolinmæði mín og annarra er á þrotum.“ Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins um þetta mál,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Málið varðar biðlista eftir liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm hér á landi en þúsundir Íslendinga bíða eftir að komast í slíka aðgerð. Jón væntir þess að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnar sem kemur saman eftir páska. Hann ritaði grein í Morgunblaðið síðastliðið haust ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Brynjari Níelssyni, þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þar sem þau töldu að núverandi heilbrigðisráðherra væri að auka starfsemi opinberrar heilbrigðisþjónustu á sama tíma og dregið sé úr framlagi sjálfstætt starfandi sérfræðinga og heilbrigðisstofnana. Er það röng stefna að þeirra mati.Sendir erlendis í dýrari aðgerð Staðan sé þannig í dag að ef fólk er búið að bíða í þrjá mánuði eftir liðskiptaaðgerð þá eigi það kost á að fara til Svíþjóðar í slíka aðgerð sem Jón segir að sé tvöfalt dýrara en að láta það gangast undir slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum og heilbrigðisstofnunum hér á landi. Jón og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að bregðast við vandanum með því að bjóða út verkefni sem sjálfstætt starfandi fyrirtæki á heilbrigðissviði og starfsfólk þeirra getur leyst. Hann segir tvo biðlista í gangi hér á landi vegna slíkra aðgerða. Annars vegar þeir sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir sem bíða eftir að komast í greiningu til að komast á biðlista eftir aðgerð.Mikið tjón fyrir samfélagið Jón segir þetta mikið tjón fyrir samfélagið. Fólk sé frá vinnu og verður fyrir stórkostlegri lífskjaraskerðingu. „Það fer ekki alveg saman mynd og texti þegar við erum með sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem geta hjálpa til í þessu en ráðherra segir að það sé ekki hægt að versla við þá því það vanti meira fjármagn. Á sama tíma er hægt að senda sjúklinga erlendis en það er dýrara fyrir samfélagið og kemur vert niður á þeim sem minna mega sín.“ Hann segir þetta pólitíska ákvörðun, að senda sjúklinga fremur erlendis en að láta sjálfstætt starfandi framkvæma aðgerðirnar hér á landi. „Þolinmæði mín og annarra er á þrotum.“
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira