Macron heitir því að endurreisa Notre-Dame á fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2019 20:28 Í sjónvarpsávarpi hvatti Macron þjóð sína til dáða í að endurreisa fallið þjóðartáknið Notre-Dame. Vísir/EPA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í dag að endurreisa Notre-Dame-dómkirkjuna í París á fimm árum. Franska þjóðin muni taka höndum saman um viðgerðirnar. Kirkjan sögufræga stórskemmdist í miklum eldsvoða í gær. Í sjónvarpsávarpi sagði Macron að nú væri ekki tíminn fyrir pólitík. Það væri upp á frönsku þjóðina komið að gera sér tækifæri úr hörmungunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við munum endurreisa Notre-Dame enn fegurri en áður og ég vil að því verði lokið á fimm árum, við getum gert það,“ sagði forsetinn. Kirkjuspíra Notre-Dame hrundi í eldsvoðanum og þakið gereyðilagðist. Hundruð slökkviliðsmanna tókst hins vegar að bjarga tveimur turnum kirkjunnar og fjölmörgum ómetanlegum listaverkum var forðað úr henni. Milljarðamæringar, fyrirtæki og sveitarstjórnir hafa þegar lofað því að styrkja endurbygginguna fjárhagslega. Notre-Dame hefur verið helsta kennileiti Parísarborgar í hundruð ára en hlutar hennar voru byggðir á 12. öld. Rannsókn stendur nú yfir á upptökum eldsins. Hún beinist meðal annars að umfangsmiklum endurbótum á kirkjunni sem stóðu yfir. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. 16. apríl 2019 17:13 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í dag að endurreisa Notre-Dame-dómkirkjuna í París á fimm árum. Franska þjóðin muni taka höndum saman um viðgerðirnar. Kirkjan sögufræga stórskemmdist í miklum eldsvoða í gær. Í sjónvarpsávarpi sagði Macron að nú væri ekki tíminn fyrir pólitík. Það væri upp á frönsku þjóðina komið að gera sér tækifæri úr hörmungunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við munum endurreisa Notre-Dame enn fegurri en áður og ég vil að því verði lokið á fimm árum, við getum gert það,“ sagði forsetinn. Kirkjuspíra Notre-Dame hrundi í eldsvoðanum og þakið gereyðilagðist. Hundruð slökkviliðsmanna tókst hins vegar að bjarga tveimur turnum kirkjunnar og fjölmörgum ómetanlegum listaverkum var forðað úr henni. Milljarðamæringar, fyrirtæki og sveitarstjórnir hafa þegar lofað því að styrkja endurbygginguna fjárhagslega. Notre-Dame hefur verið helsta kennileiti Parísarborgar í hundruð ára en hlutar hennar voru byggðir á 12. öld. Rannsókn stendur nú yfir á upptökum eldsins. Hún beinist meðal annars að umfangsmiklum endurbótum á kirkjunni sem stóðu yfir.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. 16. apríl 2019 17:13 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45
Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18
Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. 16. apríl 2019 17:13
Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38