Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2019 21:52 Spænski Evrópuþingmaðurinn Ana Miranda Paz og þýsku þingkonurnar Sevim Dagdelen og Heike Hänsel. Getty Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. Verði það gert setji það hættulegt fordæmi gagnvart öllum íbúum innan Evrópusambandsins. Hópur þingmanna á þýska og spænska þinginu og á Evrópuþinginu hafði fyrirhugað að heimsækja Julian Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum á fimmtudag í síðustu viku, daginn sem hann var handtekinn. Þrjár þingkonur mótmæltu fyrir utan fangelsið þar sem honum er haldið og fordæmdu ákvörðun stjórnvalda í Ekvador um að svipta Assange ríkisfangi og heimila breskri lögreglu inngöngu í sendiráðið til að handtaka hann með framsalsbeiðni frá Bandaríkjastjórn upp á vasann. „Þetta skapar mjög hættulegt fordæmi, sem í raun stofnar blaðamennsku, fjölmiðlafrelsi og málfrelsi í hættu,“ segir Heike Hänsel, varaformaður þingflokks Vinstriflokksins á þýska þinginu Þingkonurnar segja meðferðina á Assange brot á alþjóðalögum þar sem embættis- og ráðamenn allt upp í Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi hótað honum dauðadómi. Þingkonurnar skora á stjórnvöld í Þýskalandi og Spáni að veita Assange hæli og Evrópusambandið og Evrópuráðið að veita honum vernd. Bandaríkjastjórn saki hann ekki bara um samsæri heldur gagnnjósnir sem þýði að Assange eigi yfir höfði sér langan fangelsisdóm eða dauðarefsingu. „Þetta skapar fordæmi sem sýðir að allir íbúar Evrópusambandsins geta verið í hættu. Þess vegna hvetjum við bresku ríkisstjórnina til að framselja ekki Julian Assange til Bandaríkjanna,“ segir Sevim Dagdelen, varaformaður Viinstriflokksins á þýska þinginu. Bandaríkin Bretland WikiLeaks Þýskaland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira
Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. Verði það gert setji það hættulegt fordæmi gagnvart öllum íbúum innan Evrópusambandsins. Hópur þingmanna á þýska og spænska þinginu og á Evrópuþinginu hafði fyrirhugað að heimsækja Julian Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum á fimmtudag í síðustu viku, daginn sem hann var handtekinn. Þrjár þingkonur mótmæltu fyrir utan fangelsið þar sem honum er haldið og fordæmdu ákvörðun stjórnvalda í Ekvador um að svipta Assange ríkisfangi og heimila breskri lögreglu inngöngu í sendiráðið til að handtaka hann með framsalsbeiðni frá Bandaríkjastjórn upp á vasann. „Þetta skapar mjög hættulegt fordæmi, sem í raun stofnar blaðamennsku, fjölmiðlafrelsi og málfrelsi í hættu,“ segir Heike Hänsel, varaformaður þingflokks Vinstriflokksins á þýska þinginu Þingkonurnar segja meðferðina á Assange brot á alþjóðalögum þar sem embættis- og ráðamenn allt upp í Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi hótað honum dauðadómi. Þingkonurnar skora á stjórnvöld í Þýskalandi og Spáni að veita Assange hæli og Evrópusambandið og Evrópuráðið að veita honum vernd. Bandaríkjastjórn saki hann ekki bara um samsæri heldur gagnnjósnir sem þýði að Assange eigi yfir höfði sér langan fangelsisdóm eða dauðarefsingu. „Þetta skapar fordæmi sem sýðir að allir íbúar Evrópusambandsins geta verið í hættu. Þess vegna hvetjum við bresku ríkisstjórnina til að framselja ekki Julian Assange til Bandaríkjanna,“ segir Sevim Dagdelen, varaformaður Viinstriflokksins á þýska þinginu.
Bandaríkin Bretland WikiLeaks Þýskaland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira
Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45
Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22
Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27