Gráttu mig ei, Argentína Þorvaldur Gylfason skrifar 18. apríl 2019 08:15 Buenos Aires – Sem ég gekk inn í tangóklúbbinn hér í Buenos Aires fyrir allmörgum árum, þá blasti þar við mér í móttökunni risavaxið gljáandi olíumálverk með þverhandarþykkum gullramma. Á myndinni voru tveir gleiðbrosandi miðaldra menn. Annan þekkti ég strax, Carlos Menem forseta Argentínu 1989-1999. Hann var auðþekktur af helztu höfuðprýði sinni, miklum börtum sem minntu einna helzt á myndir af séra Matthíasi Jochumssyni. Hinn reyndist vera eigandinn sem stóð sjálfur í miðasölunni og seldi mér aðgöngumiða á 50 pesóa. Ég átti ekkert smærra en 100 pesóa sem jafngiltu þá 100 Bandaríkjadölum. Hann gaf mér 50 til baka. Tangósýningin var svellandi fín.Sækjast sér um líkir Morguninn eftir fór ég út að kaupa mér dagblað og bað manninn í blaðsöluturninum afsökunar á að ég skyldi ekki eiga neitt smærra en þennan 50 pesóa seðil sem ég hafði fengið til baka kvöldið áður. Hann skilaði mér seðlinum aftur og sagði: Þetta eru 50 ástralar, þessir seðlar voru teknir úr umferð fyrir löngu. Ekki veit ég hvernig fór fyrir eiganda klúbbsins sem hafði afhent mér úreltan seðil, en Carlos Menem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi 2015 fyrir fjárdrátt. Efnahagsráðherrann og dómsmálaráðherrann í stjórn hans fengu þrjú ár hvor fyrir aðild að sama broti. Áður hafði forsetinn fv. þurft að greiða sekt fyrir mútuþægni. Það var hann sem hafði löngu fyrr náðað og leyst úr haldi herforingjana sem höfðu myrt þúsundir óbreyttra borgara og ráðizt á Falklandseyjar. Þannig er Argentína. Stundum er stórlöxunum sleppt. Stundum þurfa þeir að sæta ábyrgð.Perón og Evita Argentína var ríkasta land heims árin fyrir aldamótin 1900 og hélzt í hópi ríkustu landa fram til 1930 þegar Kreppan mikla setti strik í reikninginn með því að taka fyrir kjötútflutning frá Argentínu. Herinn ruddist til valda. Eftir það tók að halla undan fæti. Juan Perón var forseti Argentínu og einræðisherra 1946-1955. Hann bar kápuna á báðum öxlum. Hann var fv. herforingi og hermálaráðherra, greiddi götu þýzkra stríðsglæpamanna í Argentínu eftir heimsstyrjöldina og talaði jafnframt máli verkalýðsins gegn voldugum bændum og landeigendum. Hann hrökklaðist undan andstæðingum sínum í útlegð fyrst til Venesúelu og síðan til Spánar og kom síðan heim aftur til að setjast í forsetastólinn 1973-1974, þá undir merkjum lýðræðis. Honum var aldrei stungið inn. Perón er þjóðsaga og það er einnig Eva, önnur eiginkona hans, sem ólst upp í sárri fátækt og talaði sig inn í hjörtu aðdáenda sinna. Hún varð heimsfræg af söngleik Andrews Loyd Webber og Tims Rice, Evita, sem fluttur var í íslenzkri þýðingu Jónasar Friðriks Guðnasonar í Íslensku óperunni 1997. Egill Ólafsson og Andrea Gylfadóttir fluttu hlutverk forsetahjónanna.Einræði, lýðræði, spilling Eftir valdatíma Peróns og herforingjanna héldu einræði og lýðræði áfram að dansa tangó í Argentínu í allmörg ár enn. Lýðræði komst á 1983 og hefur sú skipan staðið síðan þá þótt ekki dygði það til að kveða niður spillinguna. Eduardo Duhalde forseti Argentínu 2002-2003 sagði í viðtali við Financial Times strax eftir embættistöku sína: „Stjórnmálaforusta landsins er sjitt (hans orð, ekki mitt; stafsetningin er skv. Orðabók Menningarsjóðs), og ég tel sjálfan mig með.“ Alþingi sýndi af sér hliðstæða hreinskilni þegar það ályktaði einum rómi 2010 að „taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega“. Hjónin Néstor Kirchner og Cristine Kirchner úr flokki Perónista voru forsetar Argentínu 2003-2015, hann 2003-2007 og hún 2007-2015. Þau auðguðust ótæpilega þessi ár. Hann dó 2010. Hún fékk síðan dóm fyrir spillingu en gengur laus þar eð hún nýtur friðhelgi sem þingmaður. Friðhelgin hlífir henni við handtöku en ekki saksókn. Mauricio Macri var kjörinn forseti Argentínu 2015. Nafn hans fannst í Panama-skjölunum árið eftir. Dómstóll í Buenos Aires hreinsaði hann af grun um fjárböðun 2017, en hann er ekki sloppinn því rannsókn málsins heldur áfram. Þannig er Argentína. Og þannig er Suður-Ameríka. Alberto Fujimori forseti Perú 1990-2000 situr inni. Lula da Silva forseti Brasilíu 2003-2010 situr einnig inni, en stuðningsmenn hans segja hann vera pólitískan fanga. Augusto Pinochet forseti Síle 1974-1990 var tjargaður, fiðraður og fangelsaður þótt hann slyppi of vel að margra dómi. Brot þessara manna eru ýmist efnahagsbrot eða mannréttindabrot nema hvort tveggja sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Buenos Aires – Sem ég gekk inn í tangóklúbbinn hér í Buenos Aires fyrir allmörgum árum, þá blasti þar við mér í móttökunni risavaxið gljáandi olíumálverk með þverhandarþykkum gullramma. Á myndinni voru tveir gleiðbrosandi miðaldra menn. Annan þekkti ég strax, Carlos Menem forseta Argentínu 1989-1999. Hann var auðþekktur af helztu höfuðprýði sinni, miklum börtum sem minntu einna helzt á myndir af séra Matthíasi Jochumssyni. Hinn reyndist vera eigandinn sem stóð sjálfur í miðasölunni og seldi mér aðgöngumiða á 50 pesóa. Ég átti ekkert smærra en 100 pesóa sem jafngiltu þá 100 Bandaríkjadölum. Hann gaf mér 50 til baka. Tangósýningin var svellandi fín.Sækjast sér um líkir Morguninn eftir fór ég út að kaupa mér dagblað og bað manninn í blaðsöluturninum afsökunar á að ég skyldi ekki eiga neitt smærra en þennan 50 pesóa seðil sem ég hafði fengið til baka kvöldið áður. Hann skilaði mér seðlinum aftur og sagði: Þetta eru 50 ástralar, þessir seðlar voru teknir úr umferð fyrir löngu. Ekki veit ég hvernig fór fyrir eiganda klúbbsins sem hafði afhent mér úreltan seðil, en Carlos Menem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi 2015 fyrir fjárdrátt. Efnahagsráðherrann og dómsmálaráðherrann í stjórn hans fengu þrjú ár hvor fyrir aðild að sama broti. Áður hafði forsetinn fv. þurft að greiða sekt fyrir mútuþægni. Það var hann sem hafði löngu fyrr náðað og leyst úr haldi herforingjana sem höfðu myrt þúsundir óbreyttra borgara og ráðizt á Falklandseyjar. Þannig er Argentína. Stundum er stórlöxunum sleppt. Stundum þurfa þeir að sæta ábyrgð.Perón og Evita Argentína var ríkasta land heims árin fyrir aldamótin 1900 og hélzt í hópi ríkustu landa fram til 1930 þegar Kreppan mikla setti strik í reikninginn með því að taka fyrir kjötútflutning frá Argentínu. Herinn ruddist til valda. Eftir það tók að halla undan fæti. Juan Perón var forseti Argentínu og einræðisherra 1946-1955. Hann bar kápuna á báðum öxlum. Hann var fv. herforingi og hermálaráðherra, greiddi götu þýzkra stríðsglæpamanna í Argentínu eftir heimsstyrjöldina og talaði jafnframt máli verkalýðsins gegn voldugum bændum og landeigendum. Hann hrökklaðist undan andstæðingum sínum í útlegð fyrst til Venesúelu og síðan til Spánar og kom síðan heim aftur til að setjast í forsetastólinn 1973-1974, þá undir merkjum lýðræðis. Honum var aldrei stungið inn. Perón er þjóðsaga og það er einnig Eva, önnur eiginkona hans, sem ólst upp í sárri fátækt og talaði sig inn í hjörtu aðdáenda sinna. Hún varð heimsfræg af söngleik Andrews Loyd Webber og Tims Rice, Evita, sem fluttur var í íslenzkri þýðingu Jónasar Friðriks Guðnasonar í Íslensku óperunni 1997. Egill Ólafsson og Andrea Gylfadóttir fluttu hlutverk forsetahjónanna.Einræði, lýðræði, spilling Eftir valdatíma Peróns og herforingjanna héldu einræði og lýðræði áfram að dansa tangó í Argentínu í allmörg ár enn. Lýðræði komst á 1983 og hefur sú skipan staðið síðan þá þótt ekki dygði það til að kveða niður spillinguna. Eduardo Duhalde forseti Argentínu 2002-2003 sagði í viðtali við Financial Times strax eftir embættistöku sína: „Stjórnmálaforusta landsins er sjitt (hans orð, ekki mitt; stafsetningin er skv. Orðabók Menningarsjóðs), og ég tel sjálfan mig með.“ Alþingi sýndi af sér hliðstæða hreinskilni þegar það ályktaði einum rómi 2010 að „taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega“. Hjónin Néstor Kirchner og Cristine Kirchner úr flokki Perónista voru forsetar Argentínu 2003-2015, hann 2003-2007 og hún 2007-2015. Þau auðguðust ótæpilega þessi ár. Hann dó 2010. Hún fékk síðan dóm fyrir spillingu en gengur laus þar eð hún nýtur friðhelgi sem þingmaður. Friðhelgin hlífir henni við handtöku en ekki saksókn. Mauricio Macri var kjörinn forseti Argentínu 2015. Nafn hans fannst í Panama-skjölunum árið eftir. Dómstóll í Buenos Aires hreinsaði hann af grun um fjárböðun 2017, en hann er ekki sloppinn því rannsókn málsins heldur áfram. Þannig er Argentína. Og þannig er Suður-Ameríka. Alberto Fujimori forseti Perú 1990-2000 situr inni. Lula da Silva forseti Brasilíu 2003-2010 situr einnig inni, en stuðningsmenn hans segja hann vera pólitískan fanga. Augusto Pinochet forseti Síle 1974-1990 var tjargaður, fiðraður og fangelsaður þótt hann slyppi of vel að margra dómi. Brot þessara manna eru ýmist efnahagsbrot eða mannréttindabrot nema hvort tveggja sé.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun