Segja að Kolbeinn fái bara borgað fyrir mörkin sem hann skorar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 11:30 Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki með íslenska landsliðinu á EM 2016. Getty/Craig Mercer Kolbeinn Sigþórsson samdi við sænska félagið AIK um síðustu helgi og kemst vonandi aftur inn á knattspyrnuvöllinn sem fyrst. Tyrkneska félagið Galatasaray fékk Kolbein til sín en hann náði aldrei að spila fyrir félagið vegna meiðsla sem héldu honum frá fótboltavellinum í næstum því þrjú ár. Það breytir því ekki að tyrkneskir fjölmiðlar fylgjast enn með íslenska landsliðsframherjanum og fréttasíðan CNN í Tyrklandi, cnnturk.com, segir meðal annars frá samningi Kolbeins í Svíþjóð.Kolbeinn Sigthorsson 3 yıl sonra ortaya çıktı https://t.co/ZJONpEzxeNpic.twitter.com/uojBUiz6U3 — CNN TÜRK Spor (@CNNTURKSpor) April 2, 2019Íslendingavaktin vakti athygli á þessum áhuga á málum Kolbeins í Tyrklandi. Í fréttinni hjá CNNTurk kemur líka fram að Kolbeinn muni bara fá borgað fyrir mörkin sem hann skorar fyrir AIK. Samkvæmt heimildum CNN í Tyrklandi þá ætlar AIK að borga Kolbeini fimm þúsund evrur fyrir hvert mark sem hann skorar. Fimm þúsund evrur eru 680 þúsund íslenskar krónur. Kolbeinn mun síðan einnig frá árangurstengdar bónusgreiðslur eftir gengi liðsins í sænsku deildinni. Kolbeinn hefur skorað mörk nánast hvar sem hann hefur komið, fyrir utan kannski í franska boltanum, en vandamálið fyrir hann hefur verið að halda sér heilum. Kolbeinn er heldur ekki alveg á flæðiskeri staddur þrátt fyrir að vera ekki með „föst“ laun hjá AIK því samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá fékk hann á bilinu 1,7 til 2 milljónir evra vegna starfslokasamnings við Nantes. Það eru 230 til 270 milljónir íslenskra króna. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson samdi við sænska félagið AIK um síðustu helgi og kemst vonandi aftur inn á knattspyrnuvöllinn sem fyrst. Tyrkneska félagið Galatasaray fékk Kolbein til sín en hann náði aldrei að spila fyrir félagið vegna meiðsla sem héldu honum frá fótboltavellinum í næstum því þrjú ár. Það breytir því ekki að tyrkneskir fjölmiðlar fylgjast enn með íslenska landsliðsframherjanum og fréttasíðan CNN í Tyrklandi, cnnturk.com, segir meðal annars frá samningi Kolbeins í Svíþjóð.Kolbeinn Sigthorsson 3 yıl sonra ortaya çıktı https://t.co/ZJONpEzxeNpic.twitter.com/uojBUiz6U3 — CNN TÜRK Spor (@CNNTURKSpor) April 2, 2019Íslendingavaktin vakti athygli á þessum áhuga á málum Kolbeins í Tyrklandi. Í fréttinni hjá CNNTurk kemur líka fram að Kolbeinn muni bara fá borgað fyrir mörkin sem hann skorar fyrir AIK. Samkvæmt heimildum CNN í Tyrklandi þá ætlar AIK að borga Kolbeini fimm þúsund evrur fyrir hvert mark sem hann skorar. Fimm þúsund evrur eru 680 þúsund íslenskar krónur. Kolbeinn mun síðan einnig frá árangurstengdar bónusgreiðslur eftir gengi liðsins í sænsku deildinni. Kolbeinn hefur skorað mörk nánast hvar sem hann hefur komið, fyrir utan kannski í franska boltanum, en vandamálið fyrir hann hefur verið að halda sér heilum. Kolbeinn er heldur ekki alveg á flæðiskeri staddur þrátt fyrir að vera ekki með „föst“ laun hjá AIK því samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá fékk hann á bilinu 1,7 til 2 milljónir evra vegna starfslokasamnings við Nantes. Það eru 230 til 270 milljónir íslenskra króna.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira