Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2019 17:15 Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, segist hafa fjárfest fyrir um fjóra milljarða króna í félaginu frá stofnun. Hann segir ljóst að hann muni fá lítið sem ekkert af því til baka. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Skúli sendi fjölmiðlum skömmu fyrir klukkan 17 í dag. Í greininni fer hann yfir aðdraganda falls WOW og hvað hafi orðið til þess að félagið fór í þrot. Í greininni segist hann hafa verið sannfærður um að WOW air væri á réttri leið svo hann hafi lánað WOW air 600 milljónir króna í janúar 2018. „Jafnframt fjárfesti ég aftur fyrir um 750 milljónir króna í skuldabréfaútboðinu í september 2018 ásamt öðrum fjárfestum. Til að geta tekið þátt í skuldabréfaútboðinu fór ég í persónulega ábyrgð og veðsetti bæði húsið mitt og jörð í Hvalfirði. Ég mun að öllum líkindum þurfa að selja hvort tveggja til að standa undir mínum persónulegu skuldbindingum og ábyrgðum vegna WOW air. Ég hef því lagt allt undir í þessari vegferð,“ segir Skúli í greininni. Hann segir að velgengni félagsins á árunum 2015 og 2016 hafi átt þátt í að stjórnendur WOW air hafi farið fram úr sér. Eftir á að hyggja hefði verið sniðugt að fara aðra leið.Ýmsar ástæður Skúli segir að ákvörðunin um að fljúga til fjarlægari staða og að taka í notkun stóru Airbus-þotanna hafi verið átt sinn þátt í hvernig fór. Sömuleiðis hafi félagið fjarlægst lággjaldastefnuna sem hafi aukið flækjustig og undirliggjandi kostnað. Félagið hefði átt að halda í það að vera hreinræktað lággjaldaflugfélag. Sömuleiðis hefði félagið átt að sækja fjármagn byggt á góðum árangri félagsins 2015 og 2016 til að styrkja eiginfjárgrunn félagsins.Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelm„Síðast en ekki síst hefur ytra umhverfi flugfélaga verið mjög erfitt undanfarið ár og sjaldan hafa fleiri flugfélög farið í þrot eins og undanfarna mánuði. Þar vegur hækkandi olíuverð þungt en það fór í hæstu hæðir skömmu eftir skuldabréfaútboðið okkar sem hafði veruleg neikvæð áhrif á allar okkar áætlanir. Jafnframt hafði gjaldþrot Primera Air skömmu eftir að við kláruðum skuldabréfaútboðið okkar verulega neikvæð áhrif,“ segir Skúli.Mun þurfa að lifa með ákvörðunum sínum Skúli segir það óhemju erfitt og sorglegt að horfa á eftir WOW air. „Ég elskaði þetta félag, fólkið okkar og það sem við stóðum fyrir og vorum að byggja upp. […] Það liggur fyrir að beinar og óbeinar tekjur ríkissjóðs af starfsemi WOW air nemur hundruðum milljarða undanfarin ár. Við vorum á góðri leið með að klára viðsnúning félagsins og að koma okkur aftur í sama búning og við vorum í á árunum 2015 og 2016 en því miður gafst ekki tími til að klára fjármögnun félagsins. Við reyndum allt sem við mögulega gátum til að forða félaginu frá gjaldþroti en það tókst því miður ekki. Ég mun þurfa að lifa með þeim ákvörðunum sem ég tók alla tíð en það sem mér þykir verst er að hafa brugðist öllu því fólki sem stóð með mér og barðist fram í rauðan dauðann við að bjarga félaginu. Þetta var og er einstakur hópur sem var heiður og forréttindi að fá að vinna með. Þrátt fyrir hvernig fór mun ég ávallt vera stoltur af því sem við gerðum. Ég vona innilega að allt það sem við lögðum í félagið og sú mikla reynsla og þekking sem hefur orðið fari ekki forgörðum. Ég vona líka að þrátt fyrir hvernig fór að þetta ævintýri okkar letji ekki aðra frumkvöðla frá því að láta drauma sína rætast,“ segir Skúli í greininni. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fall WOW air Það er eðlilegt og viðbúið að það verði fjallað mikið um WOW air næstu misserin, mikinn vöxt og fall félagsins og aðdragandann að því. 3. apríl 2019 16:58 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, segist hafa fjárfest fyrir um fjóra milljarða króna í félaginu frá stofnun. Hann segir ljóst að hann muni fá lítið sem ekkert af því til baka. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Skúli sendi fjölmiðlum skömmu fyrir klukkan 17 í dag. Í greininni fer hann yfir aðdraganda falls WOW og hvað hafi orðið til þess að félagið fór í þrot. Í greininni segist hann hafa verið sannfærður um að WOW air væri á réttri leið svo hann hafi lánað WOW air 600 milljónir króna í janúar 2018. „Jafnframt fjárfesti ég aftur fyrir um 750 milljónir króna í skuldabréfaútboðinu í september 2018 ásamt öðrum fjárfestum. Til að geta tekið þátt í skuldabréfaútboðinu fór ég í persónulega ábyrgð og veðsetti bæði húsið mitt og jörð í Hvalfirði. Ég mun að öllum líkindum þurfa að selja hvort tveggja til að standa undir mínum persónulegu skuldbindingum og ábyrgðum vegna WOW air. Ég hef því lagt allt undir í þessari vegferð,“ segir Skúli í greininni. Hann segir að velgengni félagsins á árunum 2015 og 2016 hafi átt þátt í að stjórnendur WOW air hafi farið fram úr sér. Eftir á að hyggja hefði verið sniðugt að fara aðra leið.Ýmsar ástæður Skúli segir að ákvörðunin um að fljúga til fjarlægari staða og að taka í notkun stóru Airbus-þotanna hafi verið átt sinn þátt í hvernig fór. Sömuleiðis hafi félagið fjarlægst lággjaldastefnuna sem hafi aukið flækjustig og undirliggjandi kostnað. Félagið hefði átt að halda í það að vera hreinræktað lággjaldaflugfélag. Sömuleiðis hefði félagið átt að sækja fjármagn byggt á góðum árangri félagsins 2015 og 2016 til að styrkja eiginfjárgrunn félagsins.Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelm„Síðast en ekki síst hefur ytra umhverfi flugfélaga verið mjög erfitt undanfarið ár og sjaldan hafa fleiri flugfélög farið í þrot eins og undanfarna mánuði. Þar vegur hækkandi olíuverð þungt en það fór í hæstu hæðir skömmu eftir skuldabréfaútboðið okkar sem hafði veruleg neikvæð áhrif á allar okkar áætlanir. Jafnframt hafði gjaldþrot Primera Air skömmu eftir að við kláruðum skuldabréfaútboðið okkar verulega neikvæð áhrif,“ segir Skúli.Mun þurfa að lifa með ákvörðunum sínum Skúli segir það óhemju erfitt og sorglegt að horfa á eftir WOW air. „Ég elskaði þetta félag, fólkið okkar og það sem við stóðum fyrir og vorum að byggja upp. […] Það liggur fyrir að beinar og óbeinar tekjur ríkissjóðs af starfsemi WOW air nemur hundruðum milljarða undanfarin ár. Við vorum á góðri leið með að klára viðsnúning félagsins og að koma okkur aftur í sama búning og við vorum í á árunum 2015 og 2016 en því miður gafst ekki tími til að klára fjármögnun félagsins. Við reyndum allt sem við mögulega gátum til að forða félaginu frá gjaldþroti en það tókst því miður ekki. Ég mun þurfa að lifa með þeim ákvörðunum sem ég tók alla tíð en það sem mér þykir verst er að hafa brugðist öllu því fólki sem stóð með mér og barðist fram í rauðan dauðann við að bjarga félaginu. Þetta var og er einstakur hópur sem var heiður og forréttindi að fá að vinna með. Þrátt fyrir hvernig fór mun ég ávallt vera stoltur af því sem við gerðum. Ég vona innilega að allt það sem við lögðum í félagið og sú mikla reynsla og þekking sem hefur orðið fari ekki forgörðum. Ég vona líka að þrátt fyrir hvernig fór að þetta ævintýri okkar letji ekki aðra frumkvöðla frá því að láta drauma sína rætast,“ segir Skúli í greininni.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fall WOW air Það er eðlilegt og viðbúið að það verði fjallað mikið um WOW air næstu misserin, mikinn vöxt og fall félagsins og aðdragandann að því. 3. apríl 2019 16:58 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fall WOW air Það er eðlilegt og viðbúið að það verði fjallað mikið um WOW air næstu misserin, mikinn vöxt og fall félagsins og aðdragandann að því. 3. apríl 2019 16:58