Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2019 14:47 Trump segir ekki koma til greina að opinbera skattaskýrslur sínar. AP/Susan Walsh Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna sex ár. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar þingsins hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu gagnanna. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem fjalla um að formenn tiltekinna nefnda fulltrúa- og öldungadeildarinnar geti í raun sóst eftir og fengið skattaupplýsingar allra Bandaríkjamanna. Skatturinn hefur frest til 10. apríl til að bregðast við beiðni nefndarinnar. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Hann hefur haldið því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Þar að auki hefur hann, samkvæmt Washington Post, sagt ráðgjöfum sínum að ekki komi til greina að opinbera skattskýrslur hans. Hann muni fara með málið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna ef hann geti og er hann sagður vonast til þess að geta dregið úr opinberun þeirra þar til forsetakosningarnar 2020 eru búnar.Hafa undirbúið slaginn Síðan Demókratar tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í fyrra hafa þeir verið að undirbúa það að koma höndum yfir skattskýrslur Trump. Það hefur lengi þótt víst að málið muni enda fyrir dómstólum og því hafa Demókratar stigið varlega til jarðar og lagt grunninn að málflutningi þeirra í þeim málaferlum.Sjá einnig: Undirbúa slag um skattskýrslur TrumpElijah Cummings, formaður annarrar eftirlitsnefndar Fulltrúadeildarinnar, sagði í gær að hann ætti von á gögnum frá endurskoðendafyrirtæki sem hefur verið í viðskiptum við Trump. Um er að ræða gögn sem ná yfir tíu ár og sagði Cummings að fyrirtækið hefði beðið um að hann legði fram „vinalega stefnu“ og þá myndi fyrirtækið afhenda gögnin.Hann lagði fram formlega beiðni um gögnin í síðasta mánuði og byggði sú beiðni á vitnisburði Michael Cohen, lögmanni Trump til margra ára. Cohen sagði Trump hafa ítrekað beitt reiknihaldsbrögðum til að draga úr auði sínum svo hann kæmist upp með að greiða lægri skatta en hann ætti í raun að greiða. Repúblikanar og Hvíta húsið hafa fordæmt aðgerðir Demókrata og segja þeim eingöngu ætlað að verða forsetanum til skammar og að um linnulausar árásir sé að ræða. Þeir segja Demókrata vera að misnota þingnefndir og völd þeirra. Demókratar segjast þó tilbúnir í slag um gögnin og þingmenn hafa sagt að Bandaríkjamenn hafa rétt á því að vita hvort að forsetar þeirra séu spilltir. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna sex ár. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar þingsins hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu gagnanna. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem fjalla um að formenn tiltekinna nefnda fulltrúa- og öldungadeildarinnar geti í raun sóst eftir og fengið skattaupplýsingar allra Bandaríkjamanna. Skatturinn hefur frest til 10. apríl til að bregðast við beiðni nefndarinnar. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Hann hefur haldið því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Þar að auki hefur hann, samkvæmt Washington Post, sagt ráðgjöfum sínum að ekki komi til greina að opinbera skattskýrslur hans. Hann muni fara með málið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna ef hann geti og er hann sagður vonast til þess að geta dregið úr opinberun þeirra þar til forsetakosningarnar 2020 eru búnar.Hafa undirbúið slaginn Síðan Demókratar tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í fyrra hafa þeir verið að undirbúa það að koma höndum yfir skattskýrslur Trump. Það hefur lengi þótt víst að málið muni enda fyrir dómstólum og því hafa Demókratar stigið varlega til jarðar og lagt grunninn að málflutningi þeirra í þeim málaferlum.Sjá einnig: Undirbúa slag um skattskýrslur TrumpElijah Cummings, formaður annarrar eftirlitsnefndar Fulltrúadeildarinnar, sagði í gær að hann ætti von á gögnum frá endurskoðendafyrirtæki sem hefur verið í viðskiptum við Trump. Um er að ræða gögn sem ná yfir tíu ár og sagði Cummings að fyrirtækið hefði beðið um að hann legði fram „vinalega stefnu“ og þá myndi fyrirtækið afhenda gögnin.Hann lagði fram formlega beiðni um gögnin í síðasta mánuði og byggði sú beiðni á vitnisburði Michael Cohen, lögmanni Trump til margra ára. Cohen sagði Trump hafa ítrekað beitt reiknihaldsbrögðum til að draga úr auði sínum svo hann kæmist upp með að greiða lægri skatta en hann ætti í raun að greiða. Repúblikanar og Hvíta húsið hafa fordæmt aðgerðir Demókrata og segja þeim eingöngu ætlað að verða forsetanum til skammar og að um linnulausar árásir sé að ræða. Þeir segja Demókrata vera að misnota þingnefndir og völd þeirra. Demókratar segjast þó tilbúnir í slag um gögnin og þingmenn hafa sagt að Bandaríkjamenn hafa rétt á því að vita hvort að forsetar þeirra séu spilltir.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira