Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2019 14:00 Alexandria Ocasio-Cortez og Michael Cohen í nefndarsal í gær. AP/Pablo Martinez Monsivais Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump til tíu ára, kallaði forsetann rasista, svikahrapp og bendlaði hann við lögbrot, eftir að hann tók við embætti, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Það var meðal nokkurra merkilegra hluta í vitnisburði Cohen en þingmenn Demókrataflokksins notuðu þó tækifærið einnig til að færast nær einu mikilvægu markmiði þeirra. Það er að fá afrit af skattskýrslum forsetans og mögulega opinbera þær. Saksóknarar og aðrir sérfræðingar hafa lýst því yfir við fjölmiðla ytra að vitnisburður Cohen sýni fram á að Trump hafi mögulega framið fjár- og skattsvik. Cohen var spurður út í skattskýrslur Trump og þá yfirlýsingar forsetans að hann gæti ekki opinberað þær þar sem þær væru í endurskoðun hjá Skattstofu Bandaríkjanna. Cohen sagðist telja að það væri ekki rétt. „Hann hefur sagt við mig að hann vilji ekki að fjölmargar hugveitur (Think tank) þar sem skattsérfræðingar vinni fari í gegnum skattskýrslur hans því þá myndi hann enda í alvöru endurskoðun. Að endingu myndi það hafa afleiðingar fyrir hann, sektir og slíkt,“ sagði Cohen.Spurður að því hvort hann vissi til þess að Trump hefði ýkt auð sinni í samskiptum við tryggingarfyrirtæki til að lækka iðgjöld sín, sagði Cohen svo vera. Cohen lýst þar að auki hvernig Trump beitti reiknibrellum til að greiða minni skatta. Þegar þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez spurði Cohen hvort skattskýrslur forsetans myndu varpa ljósi á málið sagði hann telja svo. Reyni Demókratar að koma höndum yfir skattskýrslur Trump er fastlega gert ráð fyrir því að Hvíta húsið myndi höfða mál til að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn fái aðgang að skattskýrslum Trump. Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa því stigið varlega til jarðar í þeim málum og voru nokkur slík skref tekin í gær. Demókratar hafa á undanförnum mánuðum verið að byggja upp málflutning sinn í komandi málaferlum um skattskýrslur Trump. Það ferli mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum í annarri þingnefnd sem er yfir skattmálum Bandaríkjanna.Þingmenn segja þá þingnefnd eiga eftir að kafa dýpra í nokkur ummæli Cohen í gær. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump til tíu ára, kallaði forsetann rasista, svikahrapp og bendlaði hann við lögbrot, eftir að hann tók við embætti, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Það var meðal nokkurra merkilegra hluta í vitnisburði Cohen en þingmenn Demókrataflokksins notuðu þó tækifærið einnig til að færast nær einu mikilvægu markmiði þeirra. Það er að fá afrit af skattskýrslum forsetans og mögulega opinbera þær. Saksóknarar og aðrir sérfræðingar hafa lýst því yfir við fjölmiðla ytra að vitnisburður Cohen sýni fram á að Trump hafi mögulega framið fjár- og skattsvik. Cohen var spurður út í skattskýrslur Trump og þá yfirlýsingar forsetans að hann gæti ekki opinberað þær þar sem þær væru í endurskoðun hjá Skattstofu Bandaríkjanna. Cohen sagðist telja að það væri ekki rétt. „Hann hefur sagt við mig að hann vilji ekki að fjölmargar hugveitur (Think tank) þar sem skattsérfræðingar vinni fari í gegnum skattskýrslur hans því þá myndi hann enda í alvöru endurskoðun. Að endingu myndi það hafa afleiðingar fyrir hann, sektir og slíkt,“ sagði Cohen.Spurður að því hvort hann vissi til þess að Trump hefði ýkt auð sinni í samskiptum við tryggingarfyrirtæki til að lækka iðgjöld sín, sagði Cohen svo vera. Cohen lýst þar að auki hvernig Trump beitti reiknibrellum til að greiða minni skatta. Þegar þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez spurði Cohen hvort skattskýrslur forsetans myndu varpa ljósi á málið sagði hann telja svo. Reyni Demókratar að koma höndum yfir skattskýrslur Trump er fastlega gert ráð fyrir því að Hvíta húsið myndi höfða mál til að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn fái aðgang að skattskýrslum Trump. Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa því stigið varlega til jarðar í þeim málum og voru nokkur slík skref tekin í gær. Demókratar hafa á undanförnum mánuðum verið að byggja upp málflutning sinn í komandi málaferlum um skattskýrslur Trump. Það ferli mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum í annarri þingnefnd sem er yfir skattmálum Bandaríkjanna.Þingmenn segja þá þingnefnd eiga eftir að kafa dýpra í nokkur ummæli Cohen í gær.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30
Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30