Svívirða María Bjarnadóttir skrifar 5. apríl 2019 07:00 Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar.“ Þessi grein í kosningalögum lætur lítið yfir sér en hefur verið áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum; stýrt örlögum ríkisstjórna og valdið fjöldamótmælum. Það sem er svívirðilegt í huga eins er yfirsjón í huga annars. Inntak gildismats er ekki alltaf einhlítt, sérstaklega í svona lýðræðissamfélögum sem þróast. Afstaða til vændis er dæmi um þetta. Mörgum finnst það svívirðilegt brot, öðrum ekki. Lögin virðast hallast að hinu síðara. Refsinæmi vændiskaupa felur til dæmis ekki í sér flekkun mannorðs í skilningi laga um lögmenn. Það er því ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að lögmaður geti keypt vændi af manneskju, hlotið fyrir það dóm (sem yrði auðvitað aldrei birtur á vefnum því það eru svo viðkvæmar upplýsingar) og væri svo kallaður til sem réttargæslumaður eða skipaður verjandi fyrir viðkomandi síðar. Svipað á við um lögreglufólk. Almennt gerum við kröfu um að lögreglumenn sem gegna lykilhlutverki við að framfylgja refsilögum séu ekki að fremja refsiverða háttsemi, jafnvel þó það sé frívakt. En þegar íslenskur lögreglumaður varð uppvís að því að kaupa vændi nýlega var vægasta úrræði beitt við úrlausn málsins. Samkvæmt fréttum lét hann svo af störfum að eigin ósk, en var ekki sagt upp. Ég þekki auðvitað ekki til atvika málsins, en ég er alveg viss um að það kaupir enginn vændi óvart. Það eru mistök annars eðlis en að rekast í takka og kveikja óvart á kjarnorkuofninum eins og Hómer Simpson lenti í á vinnutíma. Hann var reyndar ekki rekinn heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar.“ Þessi grein í kosningalögum lætur lítið yfir sér en hefur verið áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum; stýrt örlögum ríkisstjórna og valdið fjöldamótmælum. Það sem er svívirðilegt í huga eins er yfirsjón í huga annars. Inntak gildismats er ekki alltaf einhlítt, sérstaklega í svona lýðræðissamfélögum sem þróast. Afstaða til vændis er dæmi um þetta. Mörgum finnst það svívirðilegt brot, öðrum ekki. Lögin virðast hallast að hinu síðara. Refsinæmi vændiskaupa felur til dæmis ekki í sér flekkun mannorðs í skilningi laga um lögmenn. Það er því ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að lögmaður geti keypt vændi af manneskju, hlotið fyrir það dóm (sem yrði auðvitað aldrei birtur á vefnum því það eru svo viðkvæmar upplýsingar) og væri svo kallaður til sem réttargæslumaður eða skipaður verjandi fyrir viðkomandi síðar. Svipað á við um lögreglufólk. Almennt gerum við kröfu um að lögreglumenn sem gegna lykilhlutverki við að framfylgja refsilögum séu ekki að fremja refsiverða háttsemi, jafnvel þó það sé frívakt. En þegar íslenskur lögreglumaður varð uppvís að því að kaupa vændi nýlega var vægasta úrræði beitt við úrlausn málsins. Samkvæmt fréttum lét hann svo af störfum að eigin ósk, en var ekki sagt upp. Ég þekki auðvitað ekki til atvika málsins, en ég er alveg viss um að það kaupir enginn vændi óvart. Það eru mistök annars eðlis en að rekast í takka og kveikja óvart á kjarnorkuofninum eins og Hómer Simpson lenti í á vinnutíma. Hann var reyndar ekki rekinn heldur.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar