Segir viðbrögð Bonucci jafn slæm og kynþáttafordómana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2019 16:45 Kean fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem höfðu beitt hann kynþáttaníði. vísir/getty Lillian Thuram, fyrrverandi leikmaður Juventus, segir að viðbrögð Leonardos Bonucci við kynþáttafordómunum sem Moise Kean varð fyrir vera jafn slæm og fordómarnir sjálfir. Kean varð fyrir kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum Cagliari í leik gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni á þriðjudaginn var. Eftir að Kean skoraði annað mark Juventus fagnaði hann fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem höfðu gert honum lífið leitt. Eftir leikinn gagnrýndi Bonucci Kean og sagði að hann ætti jafna sök á því sem gerðist. Ummælin féllu í grýttan jarðveg og fjölmargir úr fótboltaheiminum fordæmdu þau, m.a. Raheem Sterling og Mario Balotelli. Thuram hefur nú bæst í þann hóp. „Samherji Keans sagði að hann hefði kallað apahljóðin yfir sig,“ sagði Thuram sem lék með Juventus á árunum 2001-06. „Viðbrögð Bonuccis eru álíka slæm og apahljóðin. Bonucci er ekki heimskur. Ummæli hans eru hins vegar skammarleg. Við verðum að standa saman í baráttunni við kynþáttafordóma.“ Thuram, sem varð bæði heims- og Evrópumeistari með Frökkum, hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í baráttunni við rasisma. Hann segir að fótboltayfirvöld þurfi að gera meira. „Stöðvaði dómarinn leikinn? Hefur eitthvað verið gert? Hræsnin er svo mikil. Þetta hefur gengið svona í áraraðir. Allir segja að næsti leikur verði stöðvaður en svo er ekkert gert,“ sagði Thuram. „Það lítur út fyrir að fótboltayfirvöldum sé sama um þetta. Ef þetta truflaði þau í alvöru hefði leikurinn verið stöðvaður.“Thuram átti farsælan fótboltaferil og hefur látið til sín taka í baráttunni við kynþáttafordóma.vísir/getty Ítalski boltinn Tengdar fréttir Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30 Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00 Balotelli hefði lamið Bonucci Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari. 4. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Lillian Thuram, fyrrverandi leikmaður Juventus, segir að viðbrögð Leonardos Bonucci við kynþáttafordómunum sem Moise Kean varð fyrir vera jafn slæm og fordómarnir sjálfir. Kean varð fyrir kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum Cagliari í leik gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni á þriðjudaginn var. Eftir að Kean skoraði annað mark Juventus fagnaði hann fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem höfðu gert honum lífið leitt. Eftir leikinn gagnrýndi Bonucci Kean og sagði að hann ætti jafna sök á því sem gerðist. Ummælin féllu í grýttan jarðveg og fjölmargir úr fótboltaheiminum fordæmdu þau, m.a. Raheem Sterling og Mario Balotelli. Thuram hefur nú bæst í þann hóp. „Samherji Keans sagði að hann hefði kallað apahljóðin yfir sig,“ sagði Thuram sem lék með Juventus á árunum 2001-06. „Viðbrögð Bonuccis eru álíka slæm og apahljóðin. Bonucci er ekki heimskur. Ummæli hans eru hins vegar skammarleg. Við verðum að standa saman í baráttunni við kynþáttafordóma.“ Thuram, sem varð bæði heims- og Evrópumeistari með Frökkum, hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í baráttunni við rasisma. Hann segir að fótboltayfirvöld þurfi að gera meira. „Stöðvaði dómarinn leikinn? Hefur eitthvað verið gert? Hræsnin er svo mikil. Þetta hefur gengið svona í áraraðir. Allir segja að næsti leikur verði stöðvaður en svo er ekkert gert,“ sagði Thuram. „Það lítur út fyrir að fótboltayfirvöldum sé sama um þetta. Ef þetta truflaði þau í alvöru hefði leikurinn verið stöðvaður.“Thuram átti farsælan fótboltaferil og hefur látið til sín taka í baráttunni við kynþáttafordóma.vísir/getty
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30 Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00 Balotelli hefði lamið Bonucci Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari. 4. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30
Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00
Balotelli hefði lamið Bonucci Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari. 4. apríl 2019 08:30
Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00