Lemstraðir Lengjubikarmeistarar: Mikil meiðsli hjá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2019 12:00 Rúnar er á leið inn í sitt annað tímabil eftir að hann tók aftur við KR. vísir/bára KR setti punktinn aftan við gott undirbúningstímabil með sigri á ÍA, 2-1, í úrslitaleik Lengjubikars karla í gær. Pablo Punyed kom KR-ingum yfir á 23. mínútu en Bjarki Steinn Bjarkason jafnaði fyrir Skagamenn tveimur mínútum síðar. Björgvin Stefánsson skoraði svo sigurmark KR á 55. mínútu. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikarinn. KR-ingarnir Tobias Thomsen og Pálmi Rafn Pálmason fóru meiddir af velli í gær. Það eru ekki einu meiðslin sem herja á leikmannahóp KR. „Tobias fékk tak aftan í lærið. Ég veit ekki hvort þetta var tognun eða bara stífleiki. Það kemur í ljós í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. „Pálmi fékk högg á hálsinn og hnakkann og var skynsamur og fór út af. Hann var líka stífur í kálfanum,“ bætti Rúnar við.Skúli að jafna sig á höfuðmeiðslum Skúli Jón Friðgeirsson fékk heilahristing eftir samstuð við Arnór Svein Aðalsteinsson á æfingu KR á dögunum. „Skúli hefur ekki æft í 9-10 daga. Við förum varlega með hann og fylgjum öllum stöðlum varðandi höfuðhögg,“ sagði Rúnar og bætti við að Arnór Sveinn hefði einnig orðið fyrir hnjaski og væri slæmur í rifbeinunum. Kristinn Jónsson er að jafna sig eftir hnémeiðsli og er nýbyrjaður að taka þátt í æfingum, þó ekki leikjum á æfingum. Rúnar segir að það sé vika þar til Kristinn geti farið á fullt. Þá meiddist Kennie Chopart í æfingaleik gegn Breiðabliki á dögunum. Hann var ekki með í leiknum gegn ÍA. „Hann fékk tak í bakið gegn Blikum. Hann er með undirliggjandi brjósklosmeiðsli. Hann er rétt byrjaður að hjóla,“ sagði Rúnar. Hann vonast til að Kennie geti byrjað að æfa eftir rúma viku.Skiptir ekki máli hvað öðrum finnstEftir leikinn í gær gagnrýndi Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, spilamennsku KR. Hann sagði KR-inga hafa verið hrædda við sína menn og spilað stórkarlalegan fótbolta. „Ég hef enga skoðun á þessu. Hann hefur fullan rétt á sinni skoðun. Menn sjá leikinn á mismunandi hátt,“ sagði Rúnar um ummæli kollega síns hjá ÍA. „Við fengum góðan leik á móti góðu Skagaliði. Hvernig við unnum skiptir ekki máli og hvað öðrum finnst skiptir mig ekki máli,“ sagði Rúnar. KR sækir Stjörnuna heim í 1. umferð Pepsi Max deildarinnar 27. apríl. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgvin tryggði KR Lengjubikarinn KR er Lengjubikarmeistari karla 2019. 7. apríl 2019 21:43 Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Þjálfari ÍA var ekki hrifinn af spilamennsku KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. 7. apríl 2019 22:07 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
KR setti punktinn aftan við gott undirbúningstímabil með sigri á ÍA, 2-1, í úrslitaleik Lengjubikars karla í gær. Pablo Punyed kom KR-ingum yfir á 23. mínútu en Bjarki Steinn Bjarkason jafnaði fyrir Skagamenn tveimur mínútum síðar. Björgvin Stefánsson skoraði svo sigurmark KR á 55. mínútu. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikarinn. KR-ingarnir Tobias Thomsen og Pálmi Rafn Pálmason fóru meiddir af velli í gær. Það eru ekki einu meiðslin sem herja á leikmannahóp KR. „Tobias fékk tak aftan í lærið. Ég veit ekki hvort þetta var tognun eða bara stífleiki. Það kemur í ljós í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. „Pálmi fékk högg á hálsinn og hnakkann og var skynsamur og fór út af. Hann var líka stífur í kálfanum,“ bætti Rúnar við.Skúli að jafna sig á höfuðmeiðslum Skúli Jón Friðgeirsson fékk heilahristing eftir samstuð við Arnór Svein Aðalsteinsson á æfingu KR á dögunum. „Skúli hefur ekki æft í 9-10 daga. Við förum varlega með hann og fylgjum öllum stöðlum varðandi höfuðhögg,“ sagði Rúnar og bætti við að Arnór Sveinn hefði einnig orðið fyrir hnjaski og væri slæmur í rifbeinunum. Kristinn Jónsson er að jafna sig eftir hnémeiðsli og er nýbyrjaður að taka þátt í æfingum, þó ekki leikjum á æfingum. Rúnar segir að það sé vika þar til Kristinn geti farið á fullt. Þá meiddist Kennie Chopart í æfingaleik gegn Breiðabliki á dögunum. Hann var ekki með í leiknum gegn ÍA. „Hann fékk tak í bakið gegn Blikum. Hann er með undirliggjandi brjósklosmeiðsli. Hann er rétt byrjaður að hjóla,“ sagði Rúnar. Hann vonast til að Kennie geti byrjað að æfa eftir rúma viku.Skiptir ekki máli hvað öðrum finnstEftir leikinn í gær gagnrýndi Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, spilamennsku KR. Hann sagði KR-inga hafa verið hrædda við sína menn og spilað stórkarlalegan fótbolta. „Ég hef enga skoðun á þessu. Hann hefur fullan rétt á sinni skoðun. Menn sjá leikinn á mismunandi hátt,“ sagði Rúnar um ummæli kollega síns hjá ÍA. „Við fengum góðan leik á móti góðu Skagaliði. Hvernig við unnum skiptir ekki máli og hvað öðrum finnst skiptir mig ekki máli,“ sagði Rúnar. KR sækir Stjörnuna heim í 1. umferð Pepsi Max deildarinnar 27. apríl.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgvin tryggði KR Lengjubikarinn KR er Lengjubikarmeistari karla 2019. 7. apríl 2019 21:43 Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Þjálfari ÍA var ekki hrifinn af spilamennsku KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. 7. apríl 2019 22:07 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Þjálfari ÍA var ekki hrifinn af spilamennsku KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. 7. apríl 2019 22:07