Neytendastofa leggur blátt bann við duldum Audi-auglýsingum Emmsjé Gauta og Heklu Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 16:02 Gauti bílinn til einkaafnota gegn því að auglýsa hann á samfélagsmiðlum. Vísir/Eyþór Neytendastofa hefur áminnt bílaumboðið Heklu og tónlistarmanninn Emmsjé Gauta vegna færslna sem tónlistarmaðurinn hefur birt á samfélagsmiðlum um Audi Q5-jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum. Hekla sagði í svari sínu til neytendastofu að Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, hafi ekki fengið peningagreiðslu fyrir heldur var gerður rekstrarleigusamningur við Gauta um afnot af bíl til einkanota. Þá var gerður samstarfssamningur milli aðilanna sem felur í sér myndbirtingar hans af bílnum með tilteknum myllumerkjum auk þess sem Gauta ber að koma fram á viðburðum tengdum Heklu. Neytendastofa segir að ekki hafi fengist nánari skýringar á fjölda viðburða eða frekari skýringar hvað í því felst. Neytendastofa lítur svo á að um endurgjald sé að ræða, verðmætin felist þannig í afnotum af bíl gegn því að koma vöru Heklu á framfæri við fylgjendur á samfélagsmiðli. Hekla tók fram í svari sínu að notast hafi verið við myllumerkið audi_island í góðri trú um að með því væri verið að auðgreina samstarf og fylgja leiðbeiningum Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar.Neytendastofa óskaði eftir svörum frá Gauta en ekkert svar barst. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu. View this post on InstagramMassíft á @audi_island #audiq5 A post shared by Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) on Sep 11, 2018 at 11:57am PDT Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Sjá meira
Neytendastofa hefur áminnt bílaumboðið Heklu og tónlistarmanninn Emmsjé Gauta vegna færslna sem tónlistarmaðurinn hefur birt á samfélagsmiðlum um Audi Q5-jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum. Hekla sagði í svari sínu til neytendastofu að Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, hafi ekki fengið peningagreiðslu fyrir heldur var gerður rekstrarleigusamningur við Gauta um afnot af bíl til einkanota. Þá var gerður samstarfssamningur milli aðilanna sem felur í sér myndbirtingar hans af bílnum með tilteknum myllumerkjum auk þess sem Gauta ber að koma fram á viðburðum tengdum Heklu. Neytendastofa segir að ekki hafi fengist nánari skýringar á fjölda viðburða eða frekari skýringar hvað í því felst. Neytendastofa lítur svo á að um endurgjald sé að ræða, verðmætin felist þannig í afnotum af bíl gegn því að koma vöru Heklu á framfæri við fylgjendur á samfélagsmiðli. Hekla tók fram í svari sínu að notast hafi verið við myllumerkið audi_island í góðri trú um að með því væri verið að auðgreina samstarf og fylgja leiðbeiningum Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar.Neytendastofa óskaði eftir svörum frá Gauta en ekkert svar barst. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu. View this post on InstagramMassíft á @audi_island #audiq5 A post shared by Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) on Sep 11, 2018 at 11:57am PDT
Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Sjá meira