Næstu skref verði að taka mið af því að styrkja sjálfstæði dómstóla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2019 14:03 Ingibjörg Þorsteinsdótitr er héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. vísir/vilhelm Stjórnvöld verða að spyrja sig hvort sú ákvörðun sem tekin verður í tengslum við Landsréttarmálið verði til þess fallin að styrkja sjálfstæði Landsréttar og auka trú fólks á dómstólum landsins. Þetta segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. Hún var einn af framsögumönnum á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm MDE sem féll í Strassborg í síðustu viku um að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þá segir hún jafnframt brýnt að sú ákvörðun sem tekin verður þurfi að taka mið af því að auka skilvirkni Landsréttar sem allra fyrst. Ingibjörg segir að uppi sé stjórnskipuleg krísa því það sé ekkert í stjórnskipunarlögunum sem segi okkur hvað við getum gert í þeirri stöðu sem er komin upp. „Hvað geta stjórnvöld gert sem mun ekki rekast á við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins?“ Aðrir framsögumenn á málþinginu vöktu athygli á því óréttlæti sem þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir ólöglega við Landsrétt stæðu frammi fyrir. Staðan sé óþolandi og ólíðandi Ingibjörg tekur undir það sjónarmið en bætti einnig við að innan raða dómarafélags Íslands væri fólk sem hefði orðið fyrir verulegum miska vegna þess að gengið hafi verið fram hjá þeim með framferði dómsmálaráðherrans fyrrverandi. Þetta væri Hæstiréttur búinn að fallast á og einum verið greiddar miskabætur. Hún segir að málið hafi gert sér erfitt fyrir að gæta hagsmuna sinna félagsmanna sem sé fyrst og fremst að tryggja sjálfstæði dómstóla andspænis pólitíkinni og að tala máli sinna félagsmanna. „Þetta er staða sem er óþolandi og ólíðandi,“ segir Ingibjörg sem bætir við að allir ættu að geta verið sammála um að þetta mætti aldrei gerast aftur. Hún veltir því auk þess fyrir sér hvernig málið hljóti að hafa haft áhrif á áhuga fólks til að sækja um starf dómara. Það hljóti að velta fyrir sér hvort það muni lenda fyrir barðinu á þessari þeytivindu sem Landsréttarmálið hefur verið. Ingibjörg segir að þetta sé nú þegar búið að vera afar langt ferli sem hafi skapað deilur, óróa og dómsmál og varpað algjörum skugga á allt það jákvæða sem tilkoma þessa nýja dómstigs átti að hafa í för með sér fyrir borgara þessa lands. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Stjórnvöld verða að spyrja sig hvort sú ákvörðun sem tekin verður í tengslum við Landsréttarmálið verði til þess fallin að styrkja sjálfstæði Landsréttar og auka trú fólks á dómstólum landsins. Þetta segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. Hún var einn af framsögumönnum á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm MDE sem féll í Strassborg í síðustu viku um að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þá segir hún jafnframt brýnt að sú ákvörðun sem tekin verður þurfi að taka mið af því að auka skilvirkni Landsréttar sem allra fyrst. Ingibjörg segir að uppi sé stjórnskipuleg krísa því það sé ekkert í stjórnskipunarlögunum sem segi okkur hvað við getum gert í þeirri stöðu sem er komin upp. „Hvað geta stjórnvöld gert sem mun ekki rekast á við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins?“ Aðrir framsögumenn á málþinginu vöktu athygli á því óréttlæti sem þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir ólöglega við Landsrétt stæðu frammi fyrir. Staðan sé óþolandi og ólíðandi Ingibjörg tekur undir það sjónarmið en bætti einnig við að innan raða dómarafélags Íslands væri fólk sem hefði orðið fyrir verulegum miska vegna þess að gengið hafi verið fram hjá þeim með framferði dómsmálaráðherrans fyrrverandi. Þetta væri Hæstiréttur búinn að fallast á og einum verið greiddar miskabætur. Hún segir að málið hafi gert sér erfitt fyrir að gæta hagsmuna sinna félagsmanna sem sé fyrst og fremst að tryggja sjálfstæði dómstóla andspænis pólitíkinni og að tala máli sinna félagsmanna. „Þetta er staða sem er óþolandi og ólíðandi,“ segir Ingibjörg sem bætir við að allir ættu að geta verið sammála um að þetta mætti aldrei gerast aftur. Hún veltir því auk þess fyrir sér hvernig málið hljóti að hafa haft áhrif á áhuga fólks til að sækja um starf dómara. Það hljóti að velta fyrir sér hvort það muni lenda fyrir barðinu á þessari þeytivindu sem Landsréttarmálið hefur verið. Ingibjörg segir að þetta sé nú þegar búið að vera afar langt ferli sem hafi skapað deilur, óróa og dómsmál og varpað algjörum skugga á allt það jákvæða sem tilkoma þessa nýja dómstigs átti að hafa í för með sér fyrir borgara þessa lands.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35