Varð fyrir vonbrigðum með ákvörðun SÁÁ að loka göngudeildinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. mars 2019 17:31 Göngudeildin er til húsa í þessu húsi á Akureyri. Vísir/Tryggvi Páll Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að lokun göngudeildar SÁÁ Akureyri hafi komið sér á óvart og valdið henni vonbrigðum. Hún segir þó að samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ gangi vel, vonir standi til þess að hægt sé að ljúka samningagerð „mjög fljótlega“ svo opna megi göngudeildina á nýGöngudeildinni var lokað frá og með 1. mars síðastliðnum en í samtali við Vísi sagði Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ,að fjárskortur væri ástæða lokunarinnar.SÁÁ hafi ekki fengið í hendurnar 150 milljón króna framlag sem Alþingi samþykkti undir lok síðasta árs til reksturs göngudeildarinnar.Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelmÍ aðdraganda lokunarinnar höfðu forsvarsmenn SÁÁ fundað með Sjúkratryggingum Íslands en þær viðræður hafa ekki skilað sér í opnun göngudeildarinnar. Svandís var spurð um málið af Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Vildi hann fá upplýsingar um hver staða málsins væri í dag og hvort von væri á því að SÁÁ fengi fjármagnið sem um ræðir.Vonar að málið klárist á morgun Sagðist Svandís að í ljósi þess að göngudeildin hafi verið rekin fyrir sjálfsaflafé SÁÁ frá upphafi hafi það komið á óvart að göngudeildinni hafi verið lokað þegar von væri á fjárframlagi frá ríkinu til rekstursins í fyrsta skipti. „Þá kom á óvart að mönnum skyldi verða svo brátt sem ljóst er að loka starfseminni. Það kom mér á óvart og olli mér vonbrigðum,“ sagði Svandís. Í máli hennar kom einnig fram að hún hafi átt von á fá spurningu um göngudeildina á þingi í dag, því hafi hún í morgun spurt sérstaklega um málið og fengið þær upplýsingar að „samningaviðræður gangi vel og að Sjúkratryggingar Íslands reikni með því að ljúka samningagerð mjög fljótlega.“ Á morgun væri fundur um málið og vonaðist ráðherra til þess að það verði fundurinn sem lokar málinu. Akureyri Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Óljós kostnaður á göngudeild SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút. 1. mars 2019 06:00 Vilja fá skýr svör um af hverju samningar hafa ekki náðst Bæjarfulltrúar á Akureyri vilja fá skýringar frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands af hverju ekki hafi tekist að semja um áframhaldandi rekstur göngudeildar SÁÁ Akureyri þrátt fyrir að fjármagn til þess liggi fyrir. 1. mars 2019 20:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að lokun göngudeildar SÁÁ Akureyri hafi komið sér á óvart og valdið henni vonbrigðum. Hún segir þó að samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ gangi vel, vonir standi til þess að hægt sé að ljúka samningagerð „mjög fljótlega“ svo opna megi göngudeildina á nýGöngudeildinni var lokað frá og með 1. mars síðastliðnum en í samtali við Vísi sagði Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ,að fjárskortur væri ástæða lokunarinnar.SÁÁ hafi ekki fengið í hendurnar 150 milljón króna framlag sem Alþingi samþykkti undir lok síðasta árs til reksturs göngudeildarinnar.Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelmÍ aðdraganda lokunarinnar höfðu forsvarsmenn SÁÁ fundað með Sjúkratryggingum Íslands en þær viðræður hafa ekki skilað sér í opnun göngudeildarinnar. Svandís var spurð um málið af Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Vildi hann fá upplýsingar um hver staða málsins væri í dag og hvort von væri á því að SÁÁ fengi fjármagnið sem um ræðir.Vonar að málið klárist á morgun Sagðist Svandís að í ljósi þess að göngudeildin hafi verið rekin fyrir sjálfsaflafé SÁÁ frá upphafi hafi það komið á óvart að göngudeildinni hafi verið lokað þegar von væri á fjárframlagi frá ríkinu til rekstursins í fyrsta skipti. „Þá kom á óvart að mönnum skyldi verða svo brátt sem ljóst er að loka starfseminni. Það kom mér á óvart og olli mér vonbrigðum,“ sagði Svandís. Í máli hennar kom einnig fram að hún hafi átt von á fá spurningu um göngudeildina á þingi í dag, því hafi hún í morgun spurt sérstaklega um málið og fengið þær upplýsingar að „samningaviðræður gangi vel og að Sjúkratryggingar Íslands reikni með því að ljúka samningagerð mjög fljótlega.“ Á morgun væri fundur um málið og vonaðist ráðherra til þess að það verði fundurinn sem lokar málinu.
Akureyri Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Óljós kostnaður á göngudeild SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút. 1. mars 2019 06:00 Vilja fá skýr svör um af hverju samningar hafa ekki náðst Bæjarfulltrúar á Akureyri vilja fá skýringar frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands af hverju ekki hafi tekist að semja um áframhaldandi rekstur göngudeildar SÁÁ Akureyri þrátt fyrir að fjármagn til þess liggi fyrir. 1. mars 2019 20:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59
Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20
Óljós kostnaður á göngudeild SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút. 1. mars 2019 06:00
Vilja fá skýr svör um af hverju samningar hafa ekki náðst Bæjarfulltrúar á Akureyri vilja fá skýringar frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands af hverju ekki hafi tekist að semja um áframhaldandi rekstur göngudeildar SÁÁ Akureyri þrátt fyrir að fjármagn til þess liggi fyrir. 1. mars 2019 20:30