Gobert setti troðslumet í sigri á Phoenix Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. mars 2019 07:45 Gobert kann að troða boltanum vísir/getty Rudy Gobert setti troðslumet í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Utah Jazz vann þægilegan 125-92 sigur á Phoenix Suns í nótt. Utah leiddi leikinn nær allan tímann og var tuttugu stigum yfir í hálfleik. Gobert tróð sendingu frá Donovan Mitchell ofan í körfuna í öðrum leikhluta og það var troðsla númer 270 hjá honum á tímabilinu. Síðan NBA deildin fór að taka saman tölfræði um troðslur árið 1997 hefur enginn náð fleiri troðslum á einu tímabili, Dwight Howard náði best 269 tímabilið 2007-08. Gobert kláraði leikinn með 275 troðslur. Devin Booker fór á kostum fyrir lið Phoenix í leiknum og setti 59 stig. Booker er aðeins 22 ára og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögunni til þess að fara yfir 50 stig í NBA deildinni áður en hann verður 23 ára gamall. Hinir þrír eru LeBron James, Rick Barry og Kyrie Irving. Stórleikur Booker skilaði þó engu fyrir Phoenix. Season-high 27 PTS with 10 REB for @rudygobert27 in the @utahjazz victory! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/BLZcFiSd9b — NBA (@NBA) March 26, 2019 Portland Trail Blazers hafði betur gegn Brooklyn Nets í tvíframlengdum leik en sigurinn reyndist þeim dýr, þeir misstu einn af byrjunarliðsmönnum sínum í alvarleg meiðsli. Það var mikil spenna í Portland og allt í járnum. Jusuf Nurkic var nýbúinn að koma Portland tveimur stigum yfir þegar liðið var á seinni framlenginguna þegar fóturinn á honum beygðist illa og það þurfti að bera hann út af á sjúkrabörum. Portland endaði á því að vinna leikinn 148-144 og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, en það gæti reynst þeim mjög erfitt að missa Nurkic, sem er búinn að eiga eitt sitt besta tímabil á ferlinum. Nurkic var stigahæstur leikmanna Portland í leiknum með 32 stig og 16 fráköst.@Dame_Lillard goes off for 31 PTS, 12 AST against BKN as the @trailblazers secure an #NBAPlayoffs berth! #RipCitypic.twitter.com/0LYwGhtTRt — NBA (@NBA) March 26, 2019 Í Memphis hafa heimamenn í Grizzlies gert heimavöll sinn að algjöru vígi síðustu vikur og unnið fimm heimaleiki í marsmánuði, alla þeirra á móti liðum sem eru í úrslitakeppnissætum. Síðasti heimasigurinn kom í nótt gegn sterku liði Oklahoma City Thunder, 115-103. „Þeir áttu þetta skilið. Frammistaða þeirra var betri, þeir yfirspiluðu okkur, settu leikinn betur upp, gerðu allt betur heldur en við,“ sagði Billy Donovan, þjálfari Thunder eftir leikinn. Bruno Caboclo átti sinn besta leik á tímabilinu til þessa með 24 stig og Tyler Dorsey bætti 21 stigi við fyrir heimamenn.A career-high 24 PTS with 11 REB from @Bruno_Caboclo guides the @memgrizz victory! #GrindCitypic.twitter.com/503qHYZyTs — NBA (@NBA) March 26, 2019Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Philadelphia 76ers 119-98 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 115-103 Utah Jazz - Phoenix Suns 125-98 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 148-144 NBA Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Rudy Gobert setti troðslumet í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Utah Jazz vann þægilegan 125-92 sigur á Phoenix Suns í nótt. Utah leiddi leikinn nær allan tímann og var tuttugu stigum yfir í hálfleik. Gobert tróð sendingu frá Donovan Mitchell ofan í körfuna í öðrum leikhluta og það var troðsla númer 270 hjá honum á tímabilinu. Síðan NBA deildin fór að taka saman tölfræði um troðslur árið 1997 hefur enginn náð fleiri troðslum á einu tímabili, Dwight Howard náði best 269 tímabilið 2007-08. Gobert kláraði leikinn með 275 troðslur. Devin Booker fór á kostum fyrir lið Phoenix í leiknum og setti 59 stig. Booker er aðeins 22 ára og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögunni til þess að fara yfir 50 stig í NBA deildinni áður en hann verður 23 ára gamall. Hinir þrír eru LeBron James, Rick Barry og Kyrie Irving. Stórleikur Booker skilaði þó engu fyrir Phoenix. Season-high 27 PTS with 10 REB for @rudygobert27 in the @utahjazz victory! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/BLZcFiSd9b — NBA (@NBA) March 26, 2019 Portland Trail Blazers hafði betur gegn Brooklyn Nets í tvíframlengdum leik en sigurinn reyndist þeim dýr, þeir misstu einn af byrjunarliðsmönnum sínum í alvarleg meiðsli. Það var mikil spenna í Portland og allt í járnum. Jusuf Nurkic var nýbúinn að koma Portland tveimur stigum yfir þegar liðið var á seinni framlenginguna þegar fóturinn á honum beygðist illa og það þurfti að bera hann út af á sjúkrabörum. Portland endaði á því að vinna leikinn 148-144 og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, en það gæti reynst þeim mjög erfitt að missa Nurkic, sem er búinn að eiga eitt sitt besta tímabil á ferlinum. Nurkic var stigahæstur leikmanna Portland í leiknum með 32 stig og 16 fráköst.@Dame_Lillard goes off for 31 PTS, 12 AST against BKN as the @trailblazers secure an #NBAPlayoffs berth! #RipCitypic.twitter.com/0LYwGhtTRt — NBA (@NBA) March 26, 2019 Í Memphis hafa heimamenn í Grizzlies gert heimavöll sinn að algjöru vígi síðustu vikur og unnið fimm heimaleiki í marsmánuði, alla þeirra á móti liðum sem eru í úrslitakeppnissætum. Síðasti heimasigurinn kom í nótt gegn sterku liði Oklahoma City Thunder, 115-103. „Þeir áttu þetta skilið. Frammistaða þeirra var betri, þeir yfirspiluðu okkur, settu leikinn betur upp, gerðu allt betur heldur en við,“ sagði Billy Donovan, þjálfari Thunder eftir leikinn. Bruno Caboclo átti sinn besta leik á tímabilinu til þessa með 24 stig og Tyler Dorsey bætti 21 stigi við fyrir heimamenn.A career-high 24 PTS with 11 REB from @Bruno_Caboclo guides the @memgrizz victory! #GrindCitypic.twitter.com/503qHYZyTs — NBA (@NBA) March 26, 2019Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Philadelphia 76ers 119-98 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 115-103 Utah Jazz - Phoenix Suns 125-98 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 148-144
NBA Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira