Reyna að ná meirihluta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. mars 2019 06:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Breska þingið greiðir í dag atkvæði um tillögur um hvað skuli gera í Brexit-málinu, annað en að samþykkja samninginn sem Theresa May forsætisráðherra hafði náð við Evrópusambandið. Þingmenn hrifsuðu til sín völdin yfir Brexit á mánudag eftir að útgöngu var frestað. Ríkisstjórnin hefur frest til 12. apríl til þess að stinga upp á nýrri nálgun við ESB ef ekki er hægt að ná samningi May í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um tillögur hefst klukkan 19 í kvöld en það er undir þingforsetanum John Bercow komið um hvaða tillögur verða greidd atkvæði. Samkvæmt BBC er líklegt að gengið verði til atkvæðagreiðslu um til að mynda aðild að EFTA, fríverslunarsamning sem svipar til þess sem ESB og Kanada gerðu og aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Þrír ráðherrar í stjórn May sögðu af sér á mánudaginn vegna þess að þeir voru ósáttir við gang mála. Einn þeirra, Alistair Burt, sagði við BBC að það væri afar brýnt að tryggja að útgangan yrði ekki samningslaus. Fleiri ráðherrar eru sagðir hafa komið því á framfæri við May að þeir myndu segja af sér ef hún beitti sér ekki af hörku gegn samningslausri útgöngu. The Guardian hafði eftir heimildarmönnum að ósáttir þingmenn Íhaldsflokksins hefðu verið spurðir um það á fundi á sunnudag hvort þeir gætu stutt samninginn ef May segir af sér. Svör liggja ekki fyrir. Ef þingmenn ná meirihluta um einhverja tillögu í dag þarf ríkisstjórnin annaðhvort að fylgja henni eða hundsa hana. Ef hún er hundsuð, eða ef enginn meirihluti næst, þykir líklegt að atkvæðagreiðsla fari fram í þriðja sinn um samning May. Ef það tekst ekki er staðan enn erfiðari. Þá þyrfti að ganga út án samnings, fresta útgöngu enn frekar eða jafnvel hætta alfarið við Brexit. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Breska þingið greiðir í dag atkvæði um tillögur um hvað skuli gera í Brexit-málinu, annað en að samþykkja samninginn sem Theresa May forsætisráðherra hafði náð við Evrópusambandið. Þingmenn hrifsuðu til sín völdin yfir Brexit á mánudag eftir að útgöngu var frestað. Ríkisstjórnin hefur frest til 12. apríl til þess að stinga upp á nýrri nálgun við ESB ef ekki er hægt að ná samningi May í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um tillögur hefst klukkan 19 í kvöld en það er undir þingforsetanum John Bercow komið um hvaða tillögur verða greidd atkvæði. Samkvæmt BBC er líklegt að gengið verði til atkvæðagreiðslu um til að mynda aðild að EFTA, fríverslunarsamning sem svipar til þess sem ESB og Kanada gerðu og aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Þrír ráðherrar í stjórn May sögðu af sér á mánudaginn vegna þess að þeir voru ósáttir við gang mála. Einn þeirra, Alistair Burt, sagði við BBC að það væri afar brýnt að tryggja að útgangan yrði ekki samningslaus. Fleiri ráðherrar eru sagðir hafa komið því á framfæri við May að þeir myndu segja af sér ef hún beitti sér ekki af hörku gegn samningslausri útgöngu. The Guardian hafði eftir heimildarmönnum að ósáttir þingmenn Íhaldsflokksins hefðu verið spurðir um það á fundi á sunnudag hvort þeir gætu stutt samninginn ef May segir af sér. Svör liggja ekki fyrir. Ef þingmenn ná meirihluta um einhverja tillögu í dag þarf ríkisstjórnin annaðhvort að fylgja henni eða hundsa hana. Ef hún er hundsuð, eða ef enginn meirihluti næst, þykir líklegt að atkvæðagreiðsla fari fram í þriðja sinn um samning May. Ef það tekst ekki er staðan enn erfiðari. Þá þyrfti að ganga út án samnings, fresta útgöngu enn frekar eða jafnvel hætta alfarið við Brexit.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15
Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04
May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12