Eins ítölsk endurkoma og þær gerast í sigri á lærisveinum Helga Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 13:00 Fabio Quagliarella mætti aftur eftir níu ár og skoraði tvö. vísir/getty Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, og lærisveinar hans í landsliði Lichtenstein máttu þola skell gegn Ítalíu í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi, 6-0. Ítalska liðið komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum en þá var komið að þætti Fabio Quagliarella sem skoraði næstu tvö mörk úr vítaspyrnum á 34. og 45. mínútu. Quagliarella varð með fyrra markinu elsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið í sögunni en hann var 36 ára og 54 daga gamall í gær. Hann bætti met Christian Panucci um tæpt ár og kom sér þannig í metabækurnar. Það var bara í síðasta leik Ítalíu á móti Finnlandi sem að Moise Kean, leikmaður Juventus, varð næst yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið frá upphafi og sá yngsti í 60 ár.36 & 54 - Fabio #Quagliarella (36 years and 54 days) is the oldest goalscorer in the history of Italian National team. Limitless. #ItalyLiechtenstein#Italiepic.twitter.com/IbJgOlqMpK — OptaPaolo (@OptaPaolo) March 26, 2019 Mörkin voru í raun stórmerkileg því Quagliarella hafði fyrir þessa landsleiki tvo gegn Finnlandi og Lichtenstein ekki spilað landsleik í níu ár en hann kom síðast við sögu í lok nóvember 2010 í vináttuleik á móti Rúmeníu og lagði upp mark Ítalíu í 1-1 jafntefli. Á síðustu níu árum hefur hann tvisvar sinnum verið kallaður inn í landsliðshópinn en ekkert fengið að spila. Endurkoman var því í raun eins ítölsk og þær gerast en ítalskir framherjar eru þekktir fyrir því að toppa mun seinna en aðrir. Til marks um það má benda á að Quagliarella, sem er svo það sé endurtekið, 36 ára gamall, markahæstur í ítölsku A-deildinni með 21 í 27 leikjum en hann spilar fyrir Sampdoria sem er um miðja deild. Quagliarella skoraði 19 mörk í 35 leikjum á síðustu leiktíð og tólf mörk í 37 leikjum tímabilið á undan því þannig að hann verður bara betri með aldrinum eins og gott ítalskt rauðvín. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, og lærisveinar hans í landsliði Lichtenstein máttu þola skell gegn Ítalíu í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi, 6-0. Ítalska liðið komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum en þá var komið að þætti Fabio Quagliarella sem skoraði næstu tvö mörk úr vítaspyrnum á 34. og 45. mínútu. Quagliarella varð með fyrra markinu elsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið í sögunni en hann var 36 ára og 54 daga gamall í gær. Hann bætti met Christian Panucci um tæpt ár og kom sér þannig í metabækurnar. Það var bara í síðasta leik Ítalíu á móti Finnlandi sem að Moise Kean, leikmaður Juventus, varð næst yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið frá upphafi og sá yngsti í 60 ár.36 & 54 - Fabio #Quagliarella (36 years and 54 days) is the oldest goalscorer in the history of Italian National team. Limitless. #ItalyLiechtenstein#Italiepic.twitter.com/IbJgOlqMpK — OptaPaolo (@OptaPaolo) March 26, 2019 Mörkin voru í raun stórmerkileg því Quagliarella hafði fyrir þessa landsleiki tvo gegn Finnlandi og Lichtenstein ekki spilað landsleik í níu ár en hann kom síðast við sögu í lok nóvember 2010 í vináttuleik á móti Rúmeníu og lagði upp mark Ítalíu í 1-1 jafntefli. Á síðustu níu árum hefur hann tvisvar sinnum verið kallaður inn í landsliðshópinn en ekkert fengið að spila. Endurkoman var því í raun eins ítölsk og þær gerast en ítalskir framherjar eru þekktir fyrir því að toppa mun seinna en aðrir. Til marks um það má benda á að Quagliarella, sem er svo það sé endurtekið, 36 ára gamall, markahæstur í ítölsku A-deildinni með 21 í 27 leikjum en hann spilar fyrir Sampdoria sem er um miðja deild. Quagliarella skoraði 19 mörk í 35 leikjum á síðustu leiktíð og tólf mörk í 37 leikjum tímabilið á undan því þannig að hann verður bara betri með aldrinum eins og gott ítalskt rauðvín.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira