Um kapítalísk skrímsli Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 27. mars 2019 13:17 Sólveig Anna Jónsdóttir: „Þau sem reyna að halda því fram að vinnuaflið sé svo ógeðslega undirsett auðvaldinu að vitfirringsháttur kapítalista leiði óumflýjanlega til frekari kúgunnar gera ekkert nema að opinbera andlýðræðislega afstöðu gagnvart samfélaginu; sum eiga alltaf að sætta sig við að fá aldrei nóg á meðan önnur komast upp með hvað sem er. Það er óásættanleg afstaða.”Það er nú það. Mig langar að segja ykkur litla sögu af góðri vinkonu minni. Hún ólst upp úti á landi, gekk hinn hefðbundna menntaveg. Fékk reyndar þá góðu forgjöf, að foreldrar hennar ráku lítið fjölskyldufyrirtæki – þannig að hún lærði snemma að ekkert fæst fyrir ekki neitt og til þess að ná árangri þarf að leggja á sig ómælda vinnu og ýmsar fórnir. Hún lærði sem sagt hvernig verðmætin verða til. Hún vann því alla tíð með skóla og auðvitað öll sumur. Eftir stúdentspróf tók hún námslán og hélt til útlanda, þar sem hún stundaði háskólanám í fjögur ár og drýgði tekjurnar með allskonar íhlaupavinnu, m.a. á hótelum og veitingastöðum. Eftir að háskólanámi lauk fyrir rúmum 20 árum flutti vinkona mín heim til Íslands og ákvað í samvinnu við skólafélaga sinn að stofna lítið ferðaþjónustufyrirtæki. Hún tók bankalán fyrir lágmarksstofnkostnaði með veði í nýkeyptri fyrstu íbúð og fyrirtækið var fyrstu árin rekið við eldhússborðið heima hjá henni. Hún sinnti í upphafi öllum þeim verkefnum sem til féllu, hvort sem það voru samskipti við erlenda söluaðila, ferðir á næturnar út á flugvöll að taka á móti hópum eða að svara í síma allan sólarhringinn. Ekki voru innistæður fyrir digrum launagreiðslum fyrstu 5 árin eða svo, þannig að hún vann aukalega við kennslu á kvöldin og ýmiskonar tilfallandi verkefni á sínu sérsviði. Ekki þarf að taka það fram að sumarfrí eins og margir þekkja þau komu aldrei til greina. Árin liðu og með ómældri vinnu óx fyrirtækið og dafnaði. Það réð til sín einn starfsmann, sem er enn starfandi hjá fyrirtækinu og síðan bættust þeir við einn af öðrum. Í dag starfa þar u.þ.b. 10 starfsmenn í fullu starfi, sem flestir hafa starfað hjá fyrirtækinu í meira en 10 ár. Hún hefur verið heppin með starfsfólkið sitt og það hefur á ýmsan hátt tekið þátt í bæði niðursveiflum og uppsveiflum. Fyrir það er hún þakklát. Á þessum árum hefur ýmislegt gengið á og afkoma fyrirtækisins sveiflast mjög eftir þeim ytri aðstæðum sem hafa áhrif á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Stundum hefur fyrirtækið hagnast ágætlega en önnur ár hafa verið mögur og stundum verið mjög erfitt að láta enda ná saman. Laun eigandanna hafa tekið mark af því og vinkona mín hefur alltaf lagt áherslu á að greiða starfsmönnum sín laun á réttum tíma, hvað sem á hefur dunið og á undan sjálfri sér. Í dag er fyrirtækið orðið rótgróið en er eftir sem áður útsett fyrir sömu sveiflum og alla tíð og raunveruleikinn og samkeppnisstaðan sú að tiltölulega litlar breytingar á launakostnaði eða gengi íslensku krónunnar geta skilið á milli feigs og ófeigs. Laun vinkonu minnar eru ágæt í dag, nokkuð vel yfir meðallaunum, en ef heildarlaunakostnaði væri deilt niður á öll árin 20 og allar vinnustundirnar, þá yrðu eflaust margir hissa. Sumarfrí koma eftir sem áður ekki til greina.Lítil fyrirtæki byggð upp af venjulegu, duglegu fólki Þessi dæmisaga gæti átt við nokkur þúsund lítil ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, en um 86% þeirra teljast til lítilla fyrirtækja – þ.e. þau eru með 10 starfsmenn eða færri. Eigendur þeirra eru venjulegt fólk sem með mikilli vinnu og ótal fórnum, bæði fjárhagslegum og öðrum, hefur byggt upp fyrirtæki sem skapa störf um allt land og verðmæti fyrir samfélagið. Ef engra manna og kvenna nyti við, sem tilbúin væru til að stökkva út í djúpu laugina, taka áhættu, vinna myrkranna á milli og bera ábyrgð allan sólarhringinn – hvar værum við stödd þá? Hvaðan koma tekjur hins opinbera, til að reka samfélagið? Ég fyrir hönd þessa fólks fordæmi það því algjörlega að það sé kallað „auðvald“ og „kapítalistar“, sem hugsa ekki um neitt annað en að skara eld að eigin köku og sé algjörlega sama um starfsfólk sitt. Kallað glæpamenn ef fyrirtæki þess leyfa sér að skila hagnaði og aumingjar og fjárglæframenn, ef miður gengur. Þessi orðræða er úr tengslum við allan íslenskan raunveruleika og dæmir sig að lokum sjálf. Það eru allir sammála um það að bæta þurfi hag þeirra sem verst standa í samfélaginu, en svona uppstillingar á svörtu og hvítu og staðlausar ásakanir eru ekki að gera neinum gagn, síst af öllu umbjóðendum þeirra sem þannig tala. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir: „Þau sem reyna að halda því fram að vinnuaflið sé svo ógeðslega undirsett auðvaldinu að vitfirringsháttur kapítalista leiði óumflýjanlega til frekari kúgunnar gera ekkert nema að opinbera andlýðræðislega afstöðu gagnvart samfélaginu; sum eiga alltaf að sætta sig við að fá aldrei nóg á meðan önnur komast upp með hvað sem er. Það er óásættanleg afstaða.”Það er nú það. Mig langar að segja ykkur litla sögu af góðri vinkonu minni. Hún ólst upp úti á landi, gekk hinn hefðbundna menntaveg. Fékk reyndar þá góðu forgjöf, að foreldrar hennar ráku lítið fjölskyldufyrirtæki – þannig að hún lærði snemma að ekkert fæst fyrir ekki neitt og til þess að ná árangri þarf að leggja á sig ómælda vinnu og ýmsar fórnir. Hún lærði sem sagt hvernig verðmætin verða til. Hún vann því alla tíð með skóla og auðvitað öll sumur. Eftir stúdentspróf tók hún námslán og hélt til útlanda, þar sem hún stundaði háskólanám í fjögur ár og drýgði tekjurnar með allskonar íhlaupavinnu, m.a. á hótelum og veitingastöðum. Eftir að háskólanámi lauk fyrir rúmum 20 árum flutti vinkona mín heim til Íslands og ákvað í samvinnu við skólafélaga sinn að stofna lítið ferðaþjónustufyrirtæki. Hún tók bankalán fyrir lágmarksstofnkostnaði með veði í nýkeyptri fyrstu íbúð og fyrirtækið var fyrstu árin rekið við eldhússborðið heima hjá henni. Hún sinnti í upphafi öllum þeim verkefnum sem til féllu, hvort sem það voru samskipti við erlenda söluaðila, ferðir á næturnar út á flugvöll að taka á móti hópum eða að svara í síma allan sólarhringinn. Ekki voru innistæður fyrir digrum launagreiðslum fyrstu 5 árin eða svo, þannig að hún vann aukalega við kennslu á kvöldin og ýmiskonar tilfallandi verkefni á sínu sérsviði. Ekki þarf að taka það fram að sumarfrí eins og margir þekkja þau komu aldrei til greina. Árin liðu og með ómældri vinnu óx fyrirtækið og dafnaði. Það réð til sín einn starfsmann, sem er enn starfandi hjá fyrirtækinu og síðan bættust þeir við einn af öðrum. Í dag starfa þar u.þ.b. 10 starfsmenn í fullu starfi, sem flestir hafa starfað hjá fyrirtækinu í meira en 10 ár. Hún hefur verið heppin með starfsfólkið sitt og það hefur á ýmsan hátt tekið þátt í bæði niðursveiflum og uppsveiflum. Fyrir það er hún þakklát. Á þessum árum hefur ýmislegt gengið á og afkoma fyrirtækisins sveiflast mjög eftir þeim ytri aðstæðum sem hafa áhrif á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Stundum hefur fyrirtækið hagnast ágætlega en önnur ár hafa verið mögur og stundum verið mjög erfitt að láta enda ná saman. Laun eigandanna hafa tekið mark af því og vinkona mín hefur alltaf lagt áherslu á að greiða starfsmönnum sín laun á réttum tíma, hvað sem á hefur dunið og á undan sjálfri sér. Í dag er fyrirtækið orðið rótgróið en er eftir sem áður útsett fyrir sömu sveiflum og alla tíð og raunveruleikinn og samkeppnisstaðan sú að tiltölulega litlar breytingar á launakostnaði eða gengi íslensku krónunnar geta skilið á milli feigs og ófeigs. Laun vinkonu minnar eru ágæt í dag, nokkuð vel yfir meðallaunum, en ef heildarlaunakostnaði væri deilt niður á öll árin 20 og allar vinnustundirnar, þá yrðu eflaust margir hissa. Sumarfrí koma eftir sem áður ekki til greina.Lítil fyrirtæki byggð upp af venjulegu, duglegu fólki Þessi dæmisaga gæti átt við nokkur þúsund lítil ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, en um 86% þeirra teljast til lítilla fyrirtækja – þ.e. þau eru með 10 starfsmenn eða færri. Eigendur þeirra eru venjulegt fólk sem með mikilli vinnu og ótal fórnum, bæði fjárhagslegum og öðrum, hefur byggt upp fyrirtæki sem skapa störf um allt land og verðmæti fyrir samfélagið. Ef engra manna og kvenna nyti við, sem tilbúin væru til að stökkva út í djúpu laugina, taka áhættu, vinna myrkranna á milli og bera ábyrgð allan sólarhringinn – hvar værum við stödd þá? Hvaðan koma tekjur hins opinbera, til að reka samfélagið? Ég fyrir hönd þessa fólks fordæmi það því algjörlega að það sé kallað „auðvald“ og „kapítalistar“, sem hugsa ekki um neitt annað en að skara eld að eigin köku og sé algjörlega sama um starfsfólk sitt. Kallað glæpamenn ef fyrirtæki þess leyfa sér að skila hagnaði og aumingjar og fjárglæframenn, ef miður gengur. Þessi orðræða er úr tengslum við allan íslenskan raunveruleika og dæmir sig að lokum sjálf. Það eru allir sammála um það að bæta þurfi hag þeirra sem verst standa í samfélaginu, en svona uppstillingar á svörtu og hvítu og staðlausar ásakanir eru ekki að gera neinum gagn, síst af öllu umbjóðendum þeirra sem þannig tala. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar