Forstjóri Isavia segir horft til viðskiptahagsmuna í samskiptum við flugfélög Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2019 20:00 Forstjóri Isavia segir mikilvægt að fyrirtækið miði allar aðgerðir sínar við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi séu þegar flugfélög greiði ekki reikninga á réttum tíma. Stjórnendur WOW Air halda áfram tilraunum til að auka hlutafé félagsins en þótt tvær flugvélar þess hafi verið kyrrsettar af eigendum er flogið samkvæmt áætlun. Upplýsingafulltrúi WOW staðfesti við Vísi í dag að tvær flugvélar félagsins hafi verið kyrrsettar af eigendum þeirra í vikunni. Önnur á Montréal þar sem hún var í áætlanaflugi og hin á Miami þar sem hún var í leiguverkefnum. Hins vegar séu leigusamningar enn í gildi og eigandi flugvélanna sýni skilning á þeirri endurskipulagningu sem nú fari fram á rekstri WOW. Ááætlunarflug til Montréal sé nú sinnt með öðrum flugvélum í flotanum en áhöfn í leiguflugi milli Miami og Kúbu hafi verið kölluð heim. Isavia hefur hvorki staðfest né neitað því að þess sé krafist að ein af flugvélum WOW sé ætíð staðsett á Keflavíkurflugvelli vegna skulda félagsins og hefur Isavia ekki veitt neinar upplýsingar um skuldastöðu flugfélagsins við Isavia. Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia ræddi samskipti flugfélaga við fyrirtækið hins vegar almennt á ársfundi Isavia á fimmtudag í síðustu viku. „Þegar flugfélög greiða ekki reikninga á réttum tíma þá er mikilvægt að miða aðgerðir við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi eru. Þá er einnig afar mikilvægt fyrir hlutafélag í opinberri eigu, eins og Isavia, að taka ákvarðanir eins og upplýstur einkafjárfestir,” sagði Björn Óli í ræðu á aðalfundinum hinn 21. mars. Í gegnum tíðina hafi Isavia og forverar þess staðið með ýmsum hætti við bakið á sínum viðskiptavinum. „Við sem þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustu munum halda áfram að byggja upp og viðhalda traustu viðskiptasambandi við okkar viðskiptavini, og aftur með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,” sagði Björn Óli. Þegar Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin árið 2017 vegna vangoldinna gjalda var flugfélagið formlega komið í greiðsluþrot. Það á ekki við um WOW sem samdi við hluta kröfuhafa sinna í gær um að breyta skuldum í hlutafé og vinnur nú að öflun aukins hlutjár upp á um fimm milljarða króna. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Forstjóri Isavia segir mikilvægt að fyrirtækið miði allar aðgerðir sínar við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi séu þegar flugfélög greiði ekki reikninga á réttum tíma. Stjórnendur WOW Air halda áfram tilraunum til að auka hlutafé félagsins en þótt tvær flugvélar þess hafi verið kyrrsettar af eigendum er flogið samkvæmt áætlun. Upplýsingafulltrúi WOW staðfesti við Vísi í dag að tvær flugvélar félagsins hafi verið kyrrsettar af eigendum þeirra í vikunni. Önnur á Montréal þar sem hún var í áætlanaflugi og hin á Miami þar sem hún var í leiguverkefnum. Hins vegar séu leigusamningar enn í gildi og eigandi flugvélanna sýni skilning á þeirri endurskipulagningu sem nú fari fram á rekstri WOW. Ááætlunarflug til Montréal sé nú sinnt með öðrum flugvélum í flotanum en áhöfn í leiguflugi milli Miami og Kúbu hafi verið kölluð heim. Isavia hefur hvorki staðfest né neitað því að þess sé krafist að ein af flugvélum WOW sé ætíð staðsett á Keflavíkurflugvelli vegna skulda félagsins og hefur Isavia ekki veitt neinar upplýsingar um skuldastöðu flugfélagsins við Isavia. Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia ræddi samskipti flugfélaga við fyrirtækið hins vegar almennt á ársfundi Isavia á fimmtudag í síðustu viku. „Þegar flugfélög greiða ekki reikninga á réttum tíma þá er mikilvægt að miða aðgerðir við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi eru. Þá er einnig afar mikilvægt fyrir hlutafélag í opinberri eigu, eins og Isavia, að taka ákvarðanir eins og upplýstur einkafjárfestir,” sagði Björn Óli í ræðu á aðalfundinum hinn 21. mars. Í gegnum tíðina hafi Isavia og forverar þess staðið með ýmsum hætti við bakið á sínum viðskiptavinum. „Við sem þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustu munum halda áfram að byggja upp og viðhalda traustu viðskiptasambandi við okkar viðskiptavini, og aftur með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,” sagði Björn Óli. Þegar Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin árið 2017 vegna vangoldinna gjalda var flugfélagið formlega komið í greiðsluþrot. Það á ekki við um WOW sem samdi við hluta kröfuhafa sinna í gær um að breyta skuldum í hlutafé og vinnur nú að öflun aukins hlutjár upp á um fimm milljarða króna.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira