Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 22:28 Það var stutt í hláturinn á breska þinginu í kvöld. AP/Jessica Taylor Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur þingmanna um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum í dag að hún hyggðist hætta sem forsætisráðherra yrði útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerði hún til þess að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann og til þess að auka líkurnar á að hann yrði samþykktur á þingi. Þingmenn fengu tækifæri til þess að greiða atkvæði um tillögurnar átta í kvöld. Tillögurnar voru margvíslegar, þar á meðal var tillaga um að Bretland gengi út úr ESB þann 12. apríl án samnings, tillaga um að útgöngusamningur May færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og tillaga um að Brexit yrði frestað ótímabundið. Tillaga um að samið yrði um tollabandalag við ESB var næst því að verða samþykkt, 264 greiddu atkvæði með henni, 272 gegn tillögunni. Þá var tillögunni um að Brexit-samningurinn yrði lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað með 295 atkvæðum gegn 268. Búist er við því að þingið muni aftur greiða atkvæði um svipaðar tillögur á mánudaginn en Brexitmálaráðherra Bretlands segir að niðurstaðan sýni að enginn kostur sé betri í stöðunni en samningurinn sem May vill að þingið samþykki. Útspil hennar um að stíga til hliðar sem forsætisráðherra hefur haft þau áhrif að 25 þingmenn Íhaldsflokksins sem höfðu efasemdir um samninginn hafa sagst ætla að styðja hann. Það flækir þó málin að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, sem ver minnihlutaríkisstjórn May falli, ætlar ekki að greiða atkvæði með samningnum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur þingmanna um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum í dag að hún hyggðist hætta sem forsætisráðherra yrði útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerði hún til þess að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann og til þess að auka líkurnar á að hann yrði samþykktur á þingi. Þingmenn fengu tækifæri til þess að greiða atkvæði um tillögurnar átta í kvöld. Tillögurnar voru margvíslegar, þar á meðal var tillaga um að Bretland gengi út úr ESB þann 12. apríl án samnings, tillaga um að útgöngusamningur May færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og tillaga um að Brexit yrði frestað ótímabundið. Tillaga um að samið yrði um tollabandalag við ESB var næst því að verða samþykkt, 264 greiddu atkvæði með henni, 272 gegn tillögunni. Þá var tillögunni um að Brexit-samningurinn yrði lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað með 295 atkvæðum gegn 268. Búist er við því að þingið muni aftur greiða atkvæði um svipaðar tillögur á mánudaginn en Brexitmálaráðherra Bretlands segir að niðurstaðan sýni að enginn kostur sé betri í stöðunni en samningurinn sem May vill að þingið samþykki. Útspil hennar um að stíga til hliðar sem forsætisráðherra hefur haft þau áhrif að 25 þingmenn Íhaldsflokksins sem höfðu efasemdir um samninginn hafa sagst ætla að styðja hann. Það flækir þó málin að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, sem ver minnihlutaríkisstjórn May falli, ætlar ekki að greiða atkvæði með samningnum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15
May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00
Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45