Ragir við að fylgja Trump í annan slag um heilbrigðiskerfið Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2019 12:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Cory Morse Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill leiða Repúblikanaflokkinn í annan slag um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó lítinn áhuga á að fylgja forsetanum í aðra lotu bardaga þar sem fyrsta lotan er sögð hafa spilað stóra rullu í því að flokkurinn missti meirihluta sinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Repúblikanar hafa heitið því í mörg ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög ,sem kallast einnig Affordable Care Act (ACA) og byggja nýtt og betra heilbrigðiskerfi. Án árangurs þó. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins, varði miklu púðri í að reyna að fá nýtt heilbrigðisfrumvarp í gegnum báðar deildir þingsins árið 2017. Repúblikanar stjórnuðu þá báðum deildum en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að koma frumvarpinu í gegn.Nú stjórna Demókratar fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico skilja þingmenn Repúblikanaflokksins ekki af hverju Trump vill aftur í þennan tiltekna slag. Fáir þeirra hafa þó vilja segja eitthvað opinberlega.Trump hefur heitið því að Repúblikanaflokkurinn verði flokkur heilbrigðismála og hreyfingar séu að eiga sér stað innan dómskerfisins og stjórnsýslunnar.The Republican Party will become the Party of Great HealthCare! ObamaCare is a disaster, far too expensive and deductibility ridiculously high - virtually unusable! Moving forward in Courts and Legislatively! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2019AP fréttaveitan segir þó engin merki um að ríkisstjórn Trump, stofnanir eða þingmenn séu að vinna að þróun nýs heilbrigðisfrumvarps. Fyrr í þessari viku lýsti ríkisstjórn Trump því yfir við alríkisdómstól að fella ætti ACA-lögin niður eins og þau leggja sig. Verði það gert gætu milljónir manna misst heilbrigðistryggingar sínar á einu bretti.Sú ákvörðun kom þingmönnum Repúblikanaflokksins verulega á óvart og óttast þeir að ef lögin verði felld niður sitji þeir uppi með ábyrgðina gagnvart kjósendum og næsta ár er kosningaár. McConnell sagði í viðtali í vikunni að Trump mætti taka forystuna í þessu máli og sagðist hlakka til að sjá að hvaða samkomulagi hann kæmist við Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann ætlaði frekar að beita sér gegn heilbrigðisfrumvarpi sem Demókratar opinberuðu í vikunni.Því frumvarpi er ætlað að fylla upp í skörð á ACA og myndi það gera fjölmörgum heimilum kleift að njóta aðstoðar við að greiða heilbrigðistryggingar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Vona að peningar bjargi heilbrigðisfrumvarpinu Allt í allt hafa þrír þingmenn sagt að þeir styðji ekki frumvarpið og tveir hafa sagt að þeir muni alls ekki greiða atkvæði með því. 25. september 2017 11:15 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill leiða Repúblikanaflokkinn í annan slag um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó lítinn áhuga á að fylgja forsetanum í aðra lotu bardaga þar sem fyrsta lotan er sögð hafa spilað stóra rullu í því að flokkurinn missti meirihluta sinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Repúblikanar hafa heitið því í mörg ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög ,sem kallast einnig Affordable Care Act (ACA) og byggja nýtt og betra heilbrigðiskerfi. Án árangurs þó. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins, varði miklu púðri í að reyna að fá nýtt heilbrigðisfrumvarp í gegnum báðar deildir þingsins árið 2017. Repúblikanar stjórnuðu þá báðum deildum en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að koma frumvarpinu í gegn.Nú stjórna Demókratar fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico skilja þingmenn Repúblikanaflokksins ekki af hverju Trump vill aftur í þennan tiltekna slag. Fáir þeirra hafa þó vilja segja eitthvað opinberlega.Trump hefur heitið því að Repúblikanaflokkurinn verði flokkur heilbrigðismála og hreyfingar séu að eiga sér stað innan dómskerfisins og stjórnsýslunnar.The Republican Party will become the Party of Great HealthCare! ObamaCare is a disaster, far too expensive and deductibility ridiculously high - virtually unusable! Moving forward in Courts and Legislatively! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2019AP fréttaveitan segir þó engin merki um að ríkisstjórn Trump, stofnanir eða þingmenn séu að vinna að þróun nýs heilbrigðisfrumvarps. Fyrr í þessari viku lýsti ríkisstjórn Trump því yfir við alríkisdómstól að fella ætti ACA-lögin niður eins og þau leggja sig. Verði það gert gætu milljónir manna misst heilbrigðistryggingar sínar á einu bretti.Sú ákvörðun kom þingmönnum Repúblikanaflokksins verulega á óvart og óttast þeir að ef lögin verði felld niður sitji þeir uppi með ábyrgðina gagnvart kjósendum og næsta ár er kosningaár. McConnell sagði í viðtali í vikunni að Trump mætti taka forystuna í þessu máli og sagðist hlakka til að sjá að hvaða samkomulagi hann kæmist við Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann ætlaði frekar að beita sér gegn heilbrigðisfrumvarpi sem Demókratar opinberuðu í vikunni.Því frumvarpi er ætlað að fylla upp í skörð á ACA og myndi það gera fjölmörgum heimilum kleift að njóta aðstoðar við að greiða heilbrigðistryggingar, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Vona að peningar bjargi heilbrigðisfrumvarpinu Allt í allt hafa þrír þingmenn sagt að þeir styðji ekki frumvarpið og tveir hafa sagt að þeir muni alls ekki greiða atkvæði með því. 25. september 2017 11:15 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45
McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Vona að peningar bjargi heilbrigðisfrumvarpinu Allt í allt hafa þrír þingmenn sagt að þeir styðji ekki frumvarpið og tveir hafa sagt að þeir muni alls ekki greiða atkvæði með því. 25. september 2017 11:15
Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent