Eiður Smári: Þurfum að hætta þessari neikvæðni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2019 10:49 Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari U21 í dag. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var í útvarpsviðtali í Harmageddon á X977 í morgun þar sem að hann fór yfir stöðu landsliðsins sem hefur ekki unnið leik í rúmt ár. Strákarnir okkar unnu ekki leik á árinu 2018 og byrjuðu 2019 á því að spila tvo vináttuleiki í Katar án þess að vinna en næsta verkefni eru tveir leikir í undankeppni EM 2020 á móti Andorra og Frakklandi ytra síðar í mánuðinum. „Við höfum verið í lægð. Það er ekki hægt að neita því. Við megum ekki gleyma því að áður en Erik Hamrén tók við landsliðinu höfðum við ekki unnið sjö til átta landsleiki í röð. Hamrén tekur við á sennilega erfiðasta tímapunkti sem hægt er að taka við íslenska landsliðinu,“ segir Eiður Smári. Erik Hamrén tók við liðinu af Heimi Hallgrímssyni en Svíinn tapaði 6-0 í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á móti Sviss og fór í gegnum alla keppnina án þess að ná í stig. Liðið leit ekki vel út í Þjóðadeildinni en var þar að glíma við mikil meiðsli. „Það er hægt að draga mikinn lærdóm af því sem hefur verið að gerast undanfarið. Nú byrjar bara ný keppni og við þurfum að hætta að vera neikvæð og væla yfir öllum hlutum. Leyfum þessu bara að þróast. Um leið og við vinnum tvo til þrjá leiki þá erum við allt í einu orðin frábær aftur,“ segir Eiður Smári. Hann bætir við að Ísland þurfi að breikka hópinn til að fá inn fleiri leikmenn sem setja pressu á þá sem fyrir eru en Eiður starfar í dag sem aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins. „Við þurfum að skoða hvar við vorum fyrir einu til tveimur árum og hvað gerðist til að við náðum þessum árangri,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var í útvarpsviðtali í Harmageddon á X977 í morgun þar sem að hann fór yfir stöðu landsliðsins sem hefur ekki unnið leik í rúmt ár. Strákarnir okkar unnu ekki leik á árinu 2018 og byrjuðu 2019 á því að spila tvo vináttuleiki í Katar án þess að vinna en næsta verkefni eru tveir leikir í undankeppni EM 2020 á móti Andorra og Frakklandi ytra síðar í mánuðinum. „Við höfum verið í lægð. Það er ekki hægt að neita því. Við megum ekki gleyma því að áður en Erik Hamrén tók við landsliðinu höfðum við ekki unnið sjö til átta landsleiki í röð. Hamrén tekur við á sennilega erfiðasta tímapunkti sem hægt er að taka við íslenska landsliðinu,“ segir Eiður Smári. Erik Hamrén tók við liðinu af Heimi Hallgrímssyni en Svíinn tapaði 6-0 í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á móti Sviss og fór í gegnum alla keppnina án þess að ná í stig. Liðið leit ekki vel út í Þjóðadeildinni en var þar að glíma við mikil meiðsli. „Það er hægt að draga mikinn lærdóm af því sem hefur verið að gerast undanfarið. Nú byrjar bara ný keppni og við þurfum að hætta að vera neikvæð og væla yfir öllum hlutum. Leyfum þessu bara að þróast. Um leið og við vinnum tvo til þrjá leiki þá erum við allt í einu orðin frábær aftur,“ segir Eiður Smári. Hann bætir við að Ísland þurfi að breikka hópinn til að fá inn fleiri leikmenn sem setja pressu á þá sem fyrir eru en Eiður starfar í dag sem aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins. „Við þurfum að skoða hvar við vorum fyrir einu til tveimur árum og hvað gerðist til að við náðum þessum árangri,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Sjá meira