Með bíósal í stofunni Benedikt Bóas skrifar 13. mars 2019 12:30 Björgvin Helgi heima í stofu þar sem honum líður best með góða ræmu fyrir framan sig. Að þessu sinni var það Indiana Jones. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Björgvin Helgi Jóhannsson vill njóta kvikmyndanna sem hann horfir á. Í stofunni heima hjá sér í Grafarholti er hann með 130 tommu skjá og græjur til að fá sem bestu mögulegu upplifun í sófanum. Hann gerði rammann sjálfur og tekur tillit til nágrannanna með nokkrum sniðugum lausnum. Einfaldasta leiðin til að skýra þetta er að bílaáhugamenn eiga stundum bíla sem meika ekki alveg sens – þetta er fyrir kvikmyndaáhugamanninn. Kvikmyndir eru mitt aðaláhugamál,“ segir Björgvin Helgi Jóhannsson en í stofunni hans er 130 tommu tjald þar sem hann horfir á kvikmyndir. Tjaldið gerði hann sjálfur en hráefnið kom frá amazon.com og spýturnar úr Húsasmiðjunni. Ramminn er svo festur á vegginn. Með þessum 130 tommum eru svo græjur til að fá upplifunina beint í æð. „Þetta er ósköp venjulegur skjávarpi. Þeir eru að verða glettilega algengir hér á landi. Það eru til mjög góðir varpar fyrir um 200 þúsund krónur. Myndin mín telur um 130 tommur á meðan 75 tommu sjónvarp kostar mun meira.Hátalararnir eru frá bandaríska framleiðandanum Klipsch. Fréttablaðið/anton brinkGræjurnar eru dýru hlutirnir í stofunni. Hátalararnir eru frá bandaríska fyrirtækinu Klipsch en magnarinn frá japanska framleiðandanum Onkyo. „Þetta er alvöru hljóð og rífur í rifbeinin. Ég bý í fjölbýlishúsi og tek tillit til nágranna minna. Ég er með teppi á gólfinu til að dempa hljóðið og svo er korkur undir bassaboxinu svo það sé ekki að valda meiri titringi en það þarf.“ Björgvin segir að ævintýramyndir og stórar kvikmyndir njóti sín vel á skjánum stóra. „Það eru ákveðnir leikstjórar sem gera kvikmyndir að sjónarspili sem er gaman að horfa á. Christopher Nolan er góður í því. Það er alltaf gaman að horfa á myndir eftir hann í þessum græjum. Stórar sjónarspilsmyndir – það er ekkert hægt að bera þetta saman. Ég hef gaman af Marvel, Star Wars og ævintýramyndum yfirhöfuð. Þær njóta sín vell hérna heima í stofu.“ Björgvin mælir hiklaust með skjávarpa og ætlar að taka þetta allt með sér en íbúð hans er á sölu. „Ég fer aldrei aftur í sjónvarp, það er bara þannig. En ef kaupandinn vill halda skjánum þá er það ekkert mál. Ég smíða þá bara annan,“ segir hann. Sonur Björgvins horfir ekki á barnaefni í varpanum. Þegar hann hefur viljað horfa á sitt barnaefni er kveikt á spjaldtölvu. „Þetta hefur ekki verið notað í þeim tilgangi enn þá. Við höfum sest niður og horft á Lion King og fleiri vandaðar og skemmtilegar teiknimyndir. Þetta hefðbundna barnaefni er horft á í spjaldtölvunni. Gallinn við varpa er meðal annars að þeir eru með ákveðinn líftíma. Peran er gefin upp fyrir sex þúsund tíma sem er auðvitað nóg en maður er meðvitaður um líftímann og hefur varpann ekki í gangi allan daginn. Svo þarf að huga að ljósmengun. Það þarf að vera svolítið dimmt til að þetta njóti sín sem best.“ Björgvin byrjaði smátt, byrjaði að varpa á hvítan vegg af stofuborðinu og vandist varpanum og því sem hann hefur upp á að bjóða. „Þá varð ekkert aftur snúið. Þetta er eins og að hafa næstum fjögur 65 tommu sjónvarpstæki á veggnum. Það er hægt að kaupa tjald sem hægt er að draga niður og þá skiptir ekki máli hvort það er hurð á bak við eða eitthvað annað. Trúlega leysir maður hlutina þannig í framtíðinni þegar guttinn verður eldri. Trúlega verður maður með sjónvarp á bak við og dregur tjaldið niður þegar hann vill fara að horfa á eitthvað annað en spjaldtölvuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Björgvin Helgi Jóhannsson vill njóta kvikmyndanna sem hann horfir á. Í stofunni heima hjá sér í Grafarholti er hann með 130 tommu skjá og græjur til að fá sem bestu mögulegu upplifun í sófanum. Hann gerði rammann sjálfur og tekur tillit til nágrannanna með nokkrum sniðugum lausnum. Einfaldasta leiðin til að skýra þetta er að bílaáhugamenn eiga stundum bíla sem meika ekki alveg sens – þetta er fyrir kvikmyndaáhugamanninn. Kvikmyndir eru mitt aðaláhugamál,“ segir Björgvin Helgi Jóhannsson en í stofunni hans er 130 tommu tjald þar sem hann horfir á kvikmyndir. Tjaldið gerði hann sjálfur en hráefnið kom frá amazon.com og spýturnar úr Húsasmiðjunni. Ramminn er svo festur á vegginn. Með þessum 130 tommum eru svo græjur til að fá upplifunina beint í æð. „Þetta er ósköp venjulegur skjávarpi. Þeir eru að verða glettilega algengir hér á landi. Það eru til mjög góðir varpar fyrir um 200 þúsund krónur. Myndin mín telur um 130 tommur á meðan 75 tommu sjónvarp kostar mun meira.Hátalararnir eru frá bandaríska framleiðandanum Klipsch. Fréttablaðið/anton brinkGræjurnar eru dýru hlutirnir í stofunni. Hátalararnir eru frá bandaríska fyrirtækinu Klipsch en magnarinn frá japanska framleiðandanum Onkyo. „Þetta er alvöru hljóð og rífur í rifbeinin. Ég bý í fjölbýlishúsi og tek tillit til nágranna minna. Ég er með teppi á gólfinu til að dempa hljóðið og svo er korkur undir bassaboxinu svo það sé ekki að valda meiri titringi en það þarf.“ Björgvin segir að ævintýramyndir og stórar kvikmyndir njóti sín vel á skjánum stóra. „Það eru ákveðnir leikstjórar sem gera kvikmyndir að sjónarspili sem er gaman að horfa á. Christopher Nolan er góður í því. Það er alltaf gaman að horfa á myndir eftir hann í þessum græjum. Stórar sjónarspilsmyndir – það er ekkert hægt að bera þetta saman. Ég hef gaman af Marvel, Star Wars og ævintýramyndum yfirhöfuð. Þær njóta sín vell hérna heima í stofu.“ Björgvin mælir hiklaust með skjávarpa og ætlar að taka þetta allt með sér en íbúð hans er á sölu. „Ég fer aldrei aftur í sjónvarp, það er bara þannig. En ef kaupandinn vill halda skjánum þá er það ekkert mál. Ég smíða þá bara annan,“ segir hann. Sonur Björgvins horfir ekki á barnaefni í varpanum. Þegar hann hefur viljað horfa á sitt barnaefni er kveikt á spjaldtölvu. „Þetta hefur ekki verið notað í þeim tilgangi enn þá. Við höfum sest niður og horft á Lion King og fleiri vandaðar og skemmtilegar teiknimyndir. Þetta hefðbundna barnaefni er horft á í spjaldtölvunni. Gallinn við varpa er meðal annars að þeir eru með ákveðinn líftíma. Peran er gefin upp fyrir sex þúsund tíma sem er auðvitað nóg en maður er meðvitaður um líftímann og hefur varpann ekki í gangi allan daginn. Svo þarf að huga að ljósmengun. Það þarf að vera svolítið dimmt til að þetta njóti sín sem best.“ Björgvin byrjaði smátt, byrjaði að varpa á hvítan vegg af stofuborðinu og vandist varpanum og því sem hann hefur upp á að bjóða. „Þá varð ekkert aftur snúið. Þetta er eins og að hafa næstum fjögur 65 tommu sjónvarpstæki á veggnum. Það er hægt að kaupa tjald sem hægt er að draga niður og þá skiptir ekki máli hvort það er hurð á bak við eða eitthvað annað. Trúlega leysir maður hlutina þannig í framtíðinni þegar guttinn verður eldri. Trúlega verður maður með sjónvarp á bak við og dregur tjaldið niður þegar hann vill fara að horfa á eitthvað annað en spjaldtölvuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira