Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2019 13:04 Alfreð Finnbogason. Getty/ Michael Regan Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson tilkynntu í dag hópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra og Frakklandi á útivelli 22. og 25. mars næstkomandi. Framherjinn Alfreð Finnbogason er í hópnum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og hefur misst af mörgum leikjum með Augsburg að undanförnu. Jón Daði Böðvarsson er ekki valinn að þessu sinni. Arnór Sigurðsson heldur sæti sínu í liðinu og það gerir Guðlaugur Victor Pálsson. Erik Hamrén kemur ekki mikið á óvart í vali sínu að þessu sinni en aðalbreytingin frá síðasta keppnisleik er að nú glíma mun færri fastamenn við meiðsli. Í síðasta keppnisleik Ísland undir stjórn Hamrén voru margir leikmenn meiddir þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason misstu líka af þeim leik vegna meiðsla. Emil Hallfreðsson missti af þeim leik og er enn meiddur. Eftir slakt gengi í Þjóðadeildinni síðasta haust er mikilvægt að íslenska liðið sýni betri leik nú og byrji undankeppni vel. Erik Hamrén er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik sem þjálfari íslenska liðsins en liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum Þjóðadeildinni. Íslenska liðið hefur nú spilað fimmtán leiki í röð án þess að vinna þar af voru tveir vináttuleikir í Katar í janúar sem enduðu báðir með jafntefli á móti Svíþjóð og Eistlandi.Hópurinn fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020. Our squad for the games against Andorra and France in the @UEFAEURO qualifiers.#fyririslandpic.twitter.com/5MB9KyvupE — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2019Landsliðshópur Íslands fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi:Markverðir Hannes Þór Halldórsson, Qarabag Ögmundur Kristinsson, Larissa Rúnar Alex Rúnarsson, DijonVarnarmenn Ragnar Sigurðsson, Rostov Kári Árnason, Genclerbirligi Sverrir Ingi Ingason, PAOK Ari Freyr Skúlason, Lokeren Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva Birkir Már Sævarsson, Val Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar Hjörtur Hermannsson, BröndbyMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Birkir Bjarnason, Aston Villa Arnór Ingvi Traustason, Malmö Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Rúrik Gíslason, Sandhausen Guðlaugur Victor Pálsson, DarmstadtSóknarmenn Gylfi Þór Sigurðsson, Everton Alfreð Finnbogason, Augsburg Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson tilkynntu í dag hópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra og Frakklandi á útivelli 22. og 25. mars næstkomandi. Framherjinn Alfreð Finnbogason er í hópnum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og hefur misst af mörgum leikjum með Augsburg að undanförnu. Jón Daði Böðvarsson er ekki valinn að þessu sinni. Arnór Sigurðsson heldur sæti sínu í liðinu og það gerir Guðlaugur Victor Pálsson. Erik Hamrén kemur ekki mikið á óvart í vali sínu að þessu sinni en aðalbreytingin frá síðasta keppnisleik er að nú glíma mun færri fastamenn við meiðsli. Í síðasta keppnisleik Ísland undir stjórn Hamrén voru margir leikmenn meiddir þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason misstu líka af þeim leik vegna meiðsla. Emil Hallfreðsson missti af þeim leik og er enn meiddur. Eftir slakt gengi í Þjóðadeildinni síðasta haust er mikilvægt að íslenska liðið sýni betri leik nú og byrji undankeppni vel. Erik Hamrén er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik sem þjálfari íslenska liðsins en liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum Þjóðadeildinni. Íslenska liðið hefur nú spilað fimmtán leiki í röð án þess að vinna þar af voru tveir vináttuleikir í Katar í janúar sem enduðu báðir með jafntefli á móti Svíþjóð og Eistlandi.Hópurinn fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020. Our squad for the games against Andorra and France in the @UEFAEURO qualifiers.#fyririslandpic.twitter.com/5MB9KyvupE — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2019Landsliðshópur Íslands fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi:Markverðir Hannes Þór Halldórsson, Qarabag Ögmundur Kristinsson, Larissa Rúnar Alex Rúnarsson, DijonVarnarmenn Ragnar Sigurðsson, Rostov Kári Árnason, Genclerbirligi Sverrir Ingi Ingason, PAOK Ari Freyr Skúlason, Lokeren Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva Birkir Már Sævarsson, Val Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar Hjörtur Hermannsson, BröndbyMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Birkir Bjarnason, Aston Villa Arnór Ingvi Traustason, Malmö Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Rúrik Gíslason, Sandhausen Guðlaugur Victor Pálsson, DarmstadtSóknarmenn Gylfi Þór Sigurðsson, Everton Alfreð Finnbogason, Augsburg Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira