Lára berst við matarfíkn: Sprautaði sápu yfir matarafganga svo hún myndi ekki borða upp úr ruslinu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2019 10:30 Lára Kristín opnar sig um matarfíkn. Fótboltakonan Lára Kristín Pedersen hefur verið að kljást við matarfíkn á háu stigi og á tímabili henti hún matarafgöngum að kvöldi og sprautaði yfir þá sápu svo hún myndi ekki borða matinn upp úr tunnunni morguninn eftir. Lára er í dag í sálfræðinámi og er á mála hjá Pepsi-deildar liðinu Þór/KA. Vala Matt heimsótti Láru og heyrði hennar ótrúlegu sögu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég held að við séum enn þá þar að tengja matarfíkn við þá sem eru í ofþyngd og ég gerði það svo sem líka,“ segir Lára Kristín sem notaði alltaf þá afsökun að hún væri ekki matarfíkill þar sem hún væri í kjörþyngd. „Svo þegar maður fer að læra meira um matarfíkn og fer að taka eftir hegðun manns í kringum mat þá sá maður að þetta var ekki eðlilegt og sjúkdómur en ekki eitthvað annað,“ segir Lára sem hefur líkt sínum sjúkdómi við alkóhólisma. „Ég held að það geri fólki auðveldara með að skilja þessa fíkn því við erum kannski komin lengra með það að skilja að alkóhólistinn verður að fara á sína fundi og halda sig frá alkahóli. Hann getur ekki leyft sér á föstudögum af því að það er partý. Sama á við um þetta. Þú verður að halda þig frá þessum matvælum sem valda fíkn.“ Lára Kristín lýsir fíkninni svona:Vala Matt ræddi við Láru.„Maður fer að ljúga sig út úr aðstæðum til að geta verið einn að borða. Maður fer að stela mat frá hinum og þessum og þú vilt bara vera í kringum matinn þinn. Þú vilt ekki vera í kringum þá sem þú elskar og þú vilt bara mat. Maður byrjar kannski daginn á því að ætla að mæta á æfingu og gera það sem manni langar að fá út úr deginum en fíknin tekur yfir og er sterkari en viljinn að taka þátt í lífinu. Þá byrjar maður daginn á því að panta sér pítsu og ég pantaði mér alltaf sparitilboð A. Það er stór pítsa, brauðstangir og gos. Ég átti létt með að klára það á innan við klukkutíma. Þá fer doðinn að hellast yfir mann og maður verður að leggja sig eða slaka á.“ Hún segir að á innan við nokkrum klukkustundum er aftur kominn sama löngunin. „Þá fer maður kannski á 2-3 staði hérna í grenndinni og keypti allt sem maður fann. Ef það var einhver afgangur þá var ég farin að tryggja ákveðnar leiðir til að ég myndi ekki fá mér aftur. Því daginn eftir ætlaði ég mér sko að snúa við blaðinu. Þá var maður farin að henda þessu út í ruslatunnu en það var ekki nóg, því maður var farin að sækja þetta þangað. Ég var farin að sprauta sápu yfir matinn svo ég myndi ekki fara í það daginn eftir,“ segir Lára en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Fótboltakonan Lára Kristín Pedersen hefur verið að kljást við matarfíkn á háu stigi og á tímabili henti hún matarafgöngum að kvöldi og sprautaði yfir þá sápu svo hún myndi ekki borða matinn upp úr tunnunni morguninn eftir. Lára er í dag í sálfræðinámi og er á mála hjá Pepsi-deildar liðinu Þór/KA. Vala Matt heimsótti Láru og heyrði hennar ótrúlegu sögu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég held að við séum enn þá þar að tengja matarfíkn við þá sem eru í ofþyngd og ég gerði það svo sem líka,“ segir Lára Kristín sem notaði alltaf þá afsökun að hún væri ekki matarfíkill þar sem hún væri í kjörþyngd. „Svo þegar maður fer að læra meira um matarfíkn og fer að taka eftir hegðun manns í kringum mat þá sá maður að þetta var ekki eðlilegt og sjúkdómur en ekki eitthvað annað,“ segir Lára sem hefur líkt sínum sjúkdómi við alkóhólisma. „Ég held að það geri fólki auðveldara með að skilja þessa fíkn því við erum kannski komin lengra með það að skilja að alkóhólistinn verður að fara á sína fundi og halda sig frá alkahóli. Hann getur ekki leyft sér á föstudögum af því að það er partý. Sama á við um þetta. Þú verður að halda þig frá þessum matvælum sem valda fíkn.“ Lára Kristín lýsir fíkninni svona:Vala Matt ræddi við Láru.„Maður fer að ljúga sig út úr aðstæðum til að geta verið einn að borða. Maður fer að stela mat frá hinum og þessum og þú vilt bara vera í kringum matinn þinn. Þú vilt ekki vera í kringum þá sem þú elskar og þú vilt bara mat. Maður byrjar kannski daginn á því að ætla að mæta á æfingu og gera það sem manni langar að fá út úr deginum en fíknin tekur yfir og er sterkari en viljinn að taka þátt í lífinu. Þá byrjar maður daginn á því að panta sér pítsu og ég pantaði mér alltaf sparitilboð A. Það er stór pítsa, brauðstangir og gos. Ég átti létt með að klára það á innan við klukkutíma. Þá fer doðinn að hellast yfir mann og maður verður að leggja sig eða slaka á.“ Hún segir að á innan við nokkrum klukkustundum er aftur kominn sama löngunin. „Þá fer maður kannski á 2-3 staði hérna í grenndinni og keypti allt sem maður fann. Ef það var einhver afgangur þá var ég farin að tryggja ákveðnar leiðir til að ég myndi ekki fá mér aftur. Því daginn eftir ætlaði ég mér sko að snúa við blaðinu. Þá var maður farin að henda þessu út í ruslatunnu en það var ekki nóg, því maður var farin að sækja þetta þangað. Ég var farin að sprauta sápu yfir matinn svo ég myndi ekki fara í það daginn eftir,“ segir Lára en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira