Vilja að áhrif málskots verði könnuð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. mars 2019 20:00 Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Dómstólasýslan vill að áhrif málskotsins verði könnuð áður en endanleg ákvörðun verður tekin um áfrýjun. Ákveðið hefur Landsréttur taki til starfa á nýá mánudaginn. Í tilkynningu sem rétturinn sendi frá sér í morgun kemur fram að einungis ellefu dómarar muni sinna dómarastörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Umræða hefur skapast um þessa ákvörðun og hefur til að mynda Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, haft þau ummæli uppi að dómurunum fjórum beri skylda til að gegna störfum sínum áfram. Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ekki sé hægt að líta framhjá dómi Mannréttindadómstólsins. „Auðvitað ber mönnum skylda til að gegna starfi sínum og mæta til vinnu. Hitt er annað mál að það liggur núna fyrir þessi niðurstaða um að þeirra embættisverk eða dómar brjóti gegn Mannréttindasáttmálanum. Það er ekkert hægt að horfa einungis til þess að þeim beri skylda til að vinna vinnuna sína, það verður ekki litið fram hjá þessu,“ sagði Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Reykjavíkur. Landsréttur kemur saman á mánudaginnVísir/Hanna Dómstólasýslan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem óskað er eftir því aðáður en endanleg ákvörðun verði tekin um að vísa málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins, verði áhrif málskotsins könnuð. Halldóra tekur undir orð Dómstólasýslunnar. Hún segir það skýrt liggja fyrir að annmarkar hafi veriðá skipaninni og að velta megi því upp í ljósi málsmeðferðartímans og réttaróvissunnar sem hér ríkir - hvort rétt sé að skjóta málinu áfram. „Er kannski bara hreinlegast að vinda ofan af þessu og byrja aftur frá núllpunkti frekar en að bíða áfram í óvissu og rétturinn getur ekki starfað nema í einhverjum skugga af þessum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir. Mér fannst það ágætis punktur í tilkynningu Dómstólasýslunnar,“ sagði Halldóra. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Dómstólasýslan vill að áhrif málskotsins verði könnuð áður en endanleg ákvörðun verður tekin um áfrýjun. Ákveðið hefur Landsréttur taki til starfa á nýá mánudaginn. Í tilkynningu sem rétturinn sendi frá sér í morgun kemur fram að einungis ellefu dómarar muni sinna dómarastörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Umræða hefur skapast um þessa ákvörðun og hefur til að mynda Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, haft þau ummæli uppi að dómurunum fjórum beri skylda til að gegna störfum sínum áfram. Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ekki sé hægt að líta framhjá dómi Mannréttindadómstólsins. „Auðvitað ber mönnum skylda til að gegna starfi sínum og mæta til vinnu. Hitt er annað mál að það liggur núna fyrir þessi niðurstaða um að þeirra embættisverk eða dómar brjóti gegn Mannréttindasáttmálanum. Það er ekkert hægt að horfa einungis til þess að þeim beri skylda til að vinna vinnuna sína, það verður ekki litið fram hjá þessu,“ sagði Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Reykjavíkur. Landsréttur kemur saman á mánudaginnVísir/Hanna Dómstólasýslan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem óskað er eftir því aðáður en endanleg ákvörðun verði tekin um að vísa málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins, verði áhrif málskotsins könnuð. Halldóra tekur undir orð Dómstólasýslunnar. Hún segir það skýrt liggja fyrir að annmarkar hafi veriðá skipaninni og að velta megi því upp í ljósi málsmeðferðartímans og réttaróvissunnar sem hér ríkir - hvort rétt sé að skjóta málinu áfram. „Er kannski bara hreinlegast að vinda ofan af þessu og byrja aftur frá núllpunkti frekar en að bíða áfram í óvissu og rétturinn getur ekki starfað nema í einhverjum skugga af þessum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir. Mér fannst það ágætis punktur í tilkynningu Dómstólasýslunnar,“ sagði Halldóra.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira