85 prósent þingkvenna upplifa andlegt kynbundið ofbeldi á þjóðþingum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. mars 2019 20:00 Anna Lísa Björnsdóttir er samskipta- og viðburðastjóri VG FBL/Stefán 85 prósent þingkvenna upplifa kynbundið andlegt ofbeldi á þjóðþingum. Þetta kemur fram í rannsókn Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins sem kynnt verður á opnum fundi stjórnmálaflokkanna í fyrramálið. Í kjölfar #metoo byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Alþingi tekið höndum saman í annað sinn og efna nú til opins morgunverðarfundar á Grand Hótel í fyrramálið. „Það er góð samvinna þvert á flokka sem skiptir miklu máli því þetta er mikilvægara mál en svo að það eigi að fara í flokkspólitískar grafir með þetta,“ sagði Anna Lísa Björnsdóttir, samskipta- og viðburðastjóri VG. Sérstakur gestur fundarins verður Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins sem kynnir skýrslu um niðurstöður viðamikillar rannsóknar Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins á kynjamismunun og kynbundnu ofbeldi og áreiti gegn konum í þjóðþingum Evrópu. „Niðurstöðurnar voru sláandi. 85 prósent þingkvenna hafa lent í því að verða fyrir andlegu ofbeldi eða áreiti á þjóðþingum í Evrópu og þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða, tala um og ræða,“ sagði Anna Lísa.Þá eru þingkonur undir 40 ára aldri líklegri til að verða fyrir áreiti og kvenkyns starfsmenn þinga verða frekar fyrir kynferðislegu ofbeldi en þingkonur. Í pallborði á morgun verða þingkonur allra þingflokka. Fundurinn er opinn öllum og fer fram klukkan hálf níu í fyrramálið á Grand Hótel.Morgunverðarfundurinn fer fram á Grand Hótel á morgunFacebook/Grand Hótel MeToo Stj.mál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
85 prósent þingkvenna upplifa kynbundið andlegt ofbeldi á þjóðþingum. Þetta kemur fram í rannsókn Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins sem kynnt verður á opnum fundi stjórnmálaflokkanna í fyrramálið. Í kjölfar #metoo byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Alþingi tekið höndum saman í annað sinn og efna nú til opins morgunverðarfundar á Grand Hótel í fyrramálið. „Það er góð samvinna þvert á flokka sem skiptir miklu máli því þetta er mikilvægara mál en svo að það eigi að fara í flokkspólitískar grafir með þetta,“ sagði Anna Lísa Björnsdóttir, samskipta- og viðburðastjóri VG. Sérstakur gestur fundarins verður Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins sem kynnir skýrslu um niðurstöður viðamikillar rannsóknar Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins á kynjamismunun og kynbundnu ofbeldi og áreiti gegn konum í þjóðþingum Evrópu. „Niðurstöðurnar voru sláandi. 85 prósent þingkvenna hafa lent í því að verða fyrir andlegu ofbeldi eða áreiti á þjóðþingum í Evrópu og þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða, tala um og ræða,“ sagði Anna Lísa.Þá eru þingkonur undir 40 ára aldri líklegri til að verða fyrir áreiti og kvenkyns starfsmenn þinga verða frekar fyrir kynferðislegu ofbeldi en þingkonur. Í pallborði á morgun verða þingkonur allra þingflokka. Fundurinn er opinn öllum og fer fram klukkan hálf níu í fyrramálið á Grand Hótel.Morgunverðarfundurinn fer fram á Grand Hótel á morgunFacebook/Grand Hótel
MeToo Stj.mál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira