Flugmaðurinn kominn að landamærum Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2019 11:17 Indverjar bíða eftir afhendingu flugmannsins. AP/Channi Anand Yfirvöld Pakistan hafa sleppt indverskum flugmanni úr haldi og hafa flutt hann til Indlands. Flugmaðurinn sem heitir Abhinandan Varthaman var skotinn niður yfir Kasmír-héraði. Það gerðist degi eftir loftárás sem Indverjar segja að hafi beinst gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem 40 indverskir hermenn féllu í í Kasmír þann 14. febrúar. Pakistanar ákváðu að varpa sprengjum á yfirráðasvæði Indverja í Kasmír og kom til bardaga á milli orrustuþota og var minnst ein þota skotin niður. Varthaman var fluttur til landamæra ríkjanna í morgun og afhentur Indverjum. Yfirvöld Pakistan segja honum hafa verið sleppt úr haldi til að draga úr spennu á milli ríkjanna en hún hefur verið mikil. Tvennum sögum hefur farið af því hvernig árásin fór, hve margar orrustuþotur voru skotnar niður og ýmislegt annað. Indverjar segjast hafa valdið miklum skaða og mannfalli á búðum Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Pakistanar segja sprengjur Indverja hins vegar hafa lent á óbyggðu svæði. Indverjar saka yfirvöld Pakistan um að hlífa JeM og jafnvel um að hafa komið að árásinni sjálfri. Nýjar gervihnattarmyndir virðast staðfesta frásögn Pakistana um að sprengjurnar hafi ekki valdið skaða.Indian strike near Balakot: Only visible damage on @planetlabs satellite imagery was to a patch of trees near the target area. pic.twitter.com/HEGmPMXsmhhttps://t.co/ZJjyWTiwEI via @Michael1Sheldon — Liveuamap (@Liveuamap) March 1, 2019 Gífurleg spenna er í Kasmír þar sem tugir þúsunda hermanna eru sitt hvoru megin við landamæri Pakistan og Indlands. Fjölmargir skotbardagar hafa átt sér stað. Indverjar hafa handtekið hundruð manna í átaki gegn uppreisnarmönnum í héraðinu. Nokkrum svæðum héraðsins hefur verið lokað þar sem Indverjar búast við umfangsmiklum mótmælum.Mikill fjöldi fólks hafði komið að landamærum Indlands og Pakistan til að fylgjast með afhendingu flugmannsins, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.BREAKING: People are gathering on both sides of the India–Pakistan border, ahead of the imminent release of the captured Indian pilot, whose jet was downed during a warplane dogfight on Wednesday. Live updates here: https://t.co/sZnM9zLpsO pic.twitter.com/VfcUcaWJH7— CNN (@CNN) March 1, 2019 Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Yfirvöld Pakistan hafa sleppt indverskum flugmanni úr haldi og hafa flutt hann til Indlands. Flugmaðurinn sem heitir Abhinandan Varthaman var skotinn niður yfir Kasmír-héraði. Það gerðist degi eftir loftárás sem Indverjar segja að hafi beinst gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem 40 indverskir hermenn féllu í í Kasmír þann 14. febrúar. Pakistanar ákváðu að varpa sprengjum á yfirráðasvæði Indverja í Kasmír og kom til bardaga á milli orrustuþota og var minnst ein þota skotin niður. Varthaman var fluttur til landamæra ríkjanna í morgun og afhentur Indverjum. Yfirvöld Pakistan segja honum hafa verið sleppt úr haldi til að draga úr spennu á milli ríkjanna en hún hefur verið mikil. Tvennum sögum hefur farið af því hvernig árásin fór, hve margar orrustuþotur voru skotnar niður og ýmislegt annað. Indverjar segjast hafa valdið miklum skaða og mannfalli á búðum Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Pakistanar segja sprengjur Indverja hins vegar hafa lent á óbyggðu svæði. Indverjar saka yfirvöld Pakistan um að hlífa JeM og jafnvel um að hafa komið að árásinni sjálfri. Nýjar gervihnattarmyndir virðast staðfesta frásögn Pakistana um að sprengjurnar hafi ekki valdið skaða.Indian strike near Balakot: Only visible damage on @planetlabs satellite imagery was to a patch of trees near the target area. pic.twitter.com/HEGmPMXsmhhttps://t.co/ZJjyWTiwEI via @Michael1Sheldon — Liveuamap (@Liveuamap) March 1, 2019 Gífurleg spenna er í Kasmír þar sem tugir þúsunda hermanna eru sitt hvoru megin við landamæri Pakistan og Indlands. Fjölmargir skotbardagar hafa átt sér stað. Indverjar hafa handtekið hundruð manna í átaki gegn uppreisnarmönnum í héraðinu. Nokkrum svæðum héraðsins hefur verið lokað þar sem Indverjar búast við umfangsmiklum mótmælum.Mikill fjöldi fólks hafði komið að landamærum Indlands og Pakistan til að fylgjast með afhendingu flugmannsins, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.BREAKING: People are gathering on both sides of the India–Pakistan border, ahead of the imminent release of the captured Indian pilot, whose jet was downed during a warplane dogfight on Wednesday. Live updates here: https://t.co/sZnM9zLpsO pic.twitter.com/VfcUcaWJH7— CNN (@CNN) March 1, 2019
Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15
Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40