Emil gerði stuttan samning við Udinese: Best fyrir báða aðila 1. mars 2019 16:00 Emil Hallfreðsson er kominn aftur í svarthvítt hjá Udinese. Vísir/Getty Emil Hallfreðsson gerði í gær nýjan samning við ítalska 1. deildarfélagið Udinese en hann hafði þá verið án félags í nokkurn tíma. Samningurinn gildir til loka tímabilsins. „Þetta var það langbesta í stöðunni,“ sagði Emil í samtali við Vísi í dag. „Þetta er það sem mig langaði til að gera úr því sem komið var,“ sagði hann enn fremur en Emil hefur verið að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann gekkst undir í byrjun desember. Emil gekk í raðir Frosinone í sumar en fékk samningi sínum rift við félagið í janúar. Stuttu síðar sneri hann aftur til síns gamla félags, Udinese, sem var honum innan handar í endurhæfingu sinni. „Þeir buðu mér að koma til að hjálpa mér að jafna mig. Svo sáu þeir að það er ekki svo langt í mig og ég ætti vonanadi að geta hjálpað þeim síðustu mánuði tímabilsins.“ Udinese er sem stendur í sextánda sæti deildarinnar og stutt frá fallsvæði. Á sunnudag er mikilvægur leikur við Bologna sem er í átjánda sæti. „Udinese var búið að festa sig vel í sessi í deildinni þar til fyrir 2-3 árum að liðið fór að færast nær fallsvæðinu. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir eftir ágæta byrjun á tímabilinu en ef okkur tekst að vinna Bologna á sunnudag þá komum við okkur úr þessum fallpakka í bili,“ sagði Emil. Hann segir ekkert ljóst með framhaldið þegar samningurinn rennur út. Það hafi ekki verið rætt um lengri samning við forráðamenn Udinese að svo stöddu. „Við höldum bara öllu opnu en það var best fyrir báða aðila að gera þetta svona. Ég er mjög sáttur við hvernig staðið var að þessu.“ Emil segir ljóst að hann nái ekki landsleikjum Íslands gegn Andorra og Frakklandi síðar í mánuðinum, þeim fyrstu í undankeppni EM 2020. „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að ég myndi ekki ná þeim en ég stefni á að vera í toppstandi fyrir landsleikina í júní,“ sagði Emil Hallfreðsson. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil samdi við Udinese á ný Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld. 1. mars 2019 08:00 Emil hættur hjá Frosinone Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil. 22. janúar 2019 13:32 Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis Emil Hallfreðsson er ekki á leið í Pepsi-deildina. 23. janúar 2019 07:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Emil Hallfreðsson gerði í gær nýjan samning við ítalska 1. deildarfélagið Udinese en hann hafði þá verið án félags í nokkurn tíma. Samningurinn gildir til loka tímabilsins. „Þetta var það langbesta í stöðunni,“ sagði Emil í samtali við Vísi í dag. „Þetta er það sem mig langaði til að gera úr því sem komið var,“ sagði hann enn fremur en Emil hefur verið að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann gekkst undir í byrjun desember. Emil gekk í raðir Frosinone í sumar en fékk samningi sínum rift við félagið í janúar. Stuttu síðar sneri hann aftur til síns gamla félags, Udinese, sem var honum innan handar í endurhæfingu sinni. „Þeir buðu mér að koma til að hjálpa mér að jafna mig. Svo sáu þeir að það er ekki svo langt í mig og ég ætti vonanadi að geta hjálpað þeim síðustu mánuði tímabilsins.“ Udinese er sem stendur í sextánda sæti deildarinnar og stutt frá fallsvæði. Á sunnudag er mikilvægur leikur við Bologna sem er í átjánda sæti. „Udinese var búið að festa sig vel í sessi í deildinni þar til fyrir 2-3 árum að liðið fór að færast nær fallsvæðinu. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir eftir ágæta byrjun á tímabilinu en ef okkur tekst að vinna Bologna á sunnudag þá komum við okkur úr þessum fallpakka í bili,“ sagði Emil. Hann segir ekkert ljóst með framhaldið þegar samningurinn rennur út. Það hafi ekki verið rætt um lengri samning við forráðamenn Udinese að svo stöddu. „Við höldum bara öllu opnu en það var best fyrir báða aðila að gera þetta svona. Ég er mjög sáttur við hvernig staðið var að þessu.“ Emil segir ljóst að hann nái ekki landsleikjum Íslands gegn Andorra og Frakklandi síðar í mánuðinum, þeim fyrstu í undankeppni EM 2020. „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að ég myndi ekki ná þeim en ég stefni á að vera í toppstandi fyrir landsleikina í júní,“ sagði Emil Hallfreðsson.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil samdi við Udinese á ný Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld. 1. mars 2019 08:00 Emil hættur hjá Frosinone Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil. 22. janúar 2019 13:32 Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis Emil Hallfreðsson er ekki á leið í Pepsi-deildina. 23. janúar 2019 07:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Emil samdi við Udinese á ný Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld. 1. mars 2019 08:00
Emil hættur hjá Frosinone Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil. 22. janúar 2019 13:32
Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis Emil Hallfreðsson er ekki á leið í Pepsi-deildina. 23. janúar 2019 07:00