Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2019 15:15 Þeir Matthías og Klemes báru sig vel. Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí. Ljóst er að Ísland verður í seinni hlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv eins og lokakeppnin 18. maí. Hataramenn, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, voru fengnir í sjónvarpsviðtal á ísraelsku sjónvarpsstöðinni Channel 13 og það í fréttatímanum. Hataramenn eru sem stendur í fjölmiðlapásu eins og Vísir hefur fjallað um. Fyrir liggur að þátttaka Hatara í Eurovision hefur þegar valdið verulegum skjálfta í Ísrael. Hatari vann Söngvakeppnina hér heima með miklum yfirburðum. Meðan margir hvöttu til sniðgöngu á Eurovision hafa meðlimir Hatara gefið það út að þeir vilji nota þennan vettvang til að gagnrýna framgöngu Ísrael gagnvart Palestínu. „Við viljum ítreka beiðni okkar til Netanyahu og starfsfólks hans um að taka við okkur bardaga í íslenskri glímu,“ sagði Matthías Tryggvi og Klemens tók þá við til að reyna útskýra hvernig íslensk glíma gengur fyrir sig. DV.is greindi fyrst frá málinu. „Það var mikill þrýstingur á Íslandi um að taka ekki þátt í Eurovision að þessu sinni. Við höfum gagnrýnt að keppnin sé haldin í Ísrael og að Íslendingar kjósi okkur segir að þeir eru sammála að halda gagnrýnni umræðu á lofti. Ég tel það ekki líklegt að fáni Palestínumanna verði á sviðinu með okkur,“ segir Matthías. Þeir fundu ekki tíma í gær til að ræða við Kastljósið, eins og hefð er fyrir að siguratriðið geri, að sögn vegna anna. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, útskýrði að sveitin væri ekki beinlínis í fjölmiðlabanni heldur önnum kafin við vinnu að atriði sínu sem Felix sagði að yrði sómi að, fyrir land og þjóð. Eurovision Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 Finnst atriði Hatara „frekar misheppnað“ Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. 4. mars 2019 23:53 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí. Ljóst er að Ísland verður í seinni hlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv eins og lokakeppnin 18. maí. Hataramenn, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, voru fengnir í sjónvarpsviðtal á ísraelsku sjónvarpsstöðinni Channel 13 og það í fréttatímanum. Hataramenn eru sem stendur í fjölmiðlapásu eins og Vísir hefur fjallað um. Fyrir liggur að þátttaka Hatara í Eurovision hefur þegar valdið verulegum skjálfta í Ísrael. Hatari vann Söngvakeppnina hér heima með miklum yfirburðum. Meðan margir hvöttu til sniðgöngu á Eurovision hafa meðlimir Hatara gefið það út að þeir vilji nota þennan vettvang til að gagnrýna framgöngu Ísrael gagnvart Palestínu. „Við viljum ítreka beiðni okkar til Netanyahu og starfsfólks hans um að taka við okkur bardaga í íslenskri glímu,“ sagði Matthías Tryggvi og Klemens tók þá við til að reyna útskýra hvernig íslensk glíma gengur fyrir sig. DV.is greindi fyrst frá málinu. „Það var mikill þrýstingur á Íslandi um að taka ekki þátt í Eurovision að þessu sinni. Við höfum gagnrýnt að keppnin sé haldin í Ísrael og að Íslendingar kjósi okkur segir að þeir eru sammála að halda gagnrýnni umræðu á lofti. Ég tel það ekki líklegt að fáni Palestínumanna verði á sviðinu með okkur,“ segir Matthías. Þeir fundu ekki tíma í gær til að ræða við Kastljósið, eins og hefð er fyrir að siguratriðið geri, að sögn vegna anna. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, útskýrði að sveitin væri ekki beinlínis í fjölmiðlabanni heldur önnum kafin við vinnu að atriði sínu sem Felix sagði að yrði sómi að, fyrir land og þjóð.
Eurovision Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 Finnst atriði Hatara „frekar misheppnað“ Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. 4. mars 2019 23:53 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54
Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34
Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00
Finnst atriði Hatara „frekar misheppnað“ Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. 4. mars 2019 23:53
Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22