Þorvaldur ætlar að kæra hjólreiðamann eftir árekstur Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 21:21 Mynd af stíg í Reykjavík en atvikið átti sér stað úti á Seltjarnarnesi. Vísir/Getty Þorvaldur Ingvarsson læknir íhugar að kæra hjólreiðamann til lögreglu eftir að hafa verið hjólaður niður á göngustíg úti á Seltjarnarnesi á þriðjudag í síðustu viku. Þorvaldur var á gangi með félaga sínum og hundi hans á stígnum við Bakkatjörn en Þorvaldur segir í samtali við Vísi að það hefði ekki átt að fara framhjá neinum að þeir voru á stígnum. Hann segist hafa heyrt einhvern kalla og snúið sér aftur til að athuga málið. „Þá skellur hjólreiðamaður á mér á fullum hraða,“ segir Þorvaldur. Margir hjólreiðamenn notast við forritið Strava þar sem hægt er að fylgjast með ferðum og hraða fólks, hvort sem það er gangandi, hjólandi eða hlaupandi.Þorvaldur Ingvarsson læknirÞorvaldur segir umræddan hjólreiðamann hafa verið á því forriti. Við skoðun á ferð hans um stíginn við Bakkatjörn kom í ljós að hann var á rúmlega þrjátíu kílómetra hraða. Þorvaldur kastaðist fram og aftur, missti andann og kom niður á hendur á fætur. „Og hálf vankaðist. Ég er allur lurkum laminn. Ég býð ekki í það ef þetta hefði verið krakki sem lenti í þessu,“ segir Þorvaldur. Spurður hvort eitthvað hefði farið á milli hans og hjólreiðamannsins eftir áreksturinn segist Þorvaldur hafa heyrt takmarkað í honum. „Ég náði varla andanum,“ segir Þorvaldur en honum heyrðist hjólreiðamaðurinn hafa skammað sig og félaga sinn fyrir að hafa verið fyrir honum. Félagi Þorvaldar fékk hins vegar nafn og kennitölu mannsins. „Og hafði áhyggjur af því að hjólið væri skemmt. Svo hjólaði hann sína leið,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa leitað á heilsugæslustöð í kjölfarið vegna eymsla í hálsi og baki en var einnig með skrapsár á hnjám og marbletti hingað og þangað um líkamann.Atvikið átti sér stað á stígnum við Nestjörn.Map.isÞorvaldur býst við því að fara á lögreglustöð og kæra málið. „Því mér finnst að það verði að gera eitthvað í þessu. Það verður að aðskilja betur þessa umferð gangandi og hjólandi.“ Hann segir þessa umferð ekki fara saman og bendir til dæmis á að á Ægissíðu séu stígar aðskildir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „Hjólreiðamenn virðast samt hjóla meira á göngustígnum heldur en hjólastígnum sem var lagður fyrir þá. Það þarf ekki annað en að fara þarna til að sjá það. Fólk verður allavega að nýta hluti sem voru gerðir fyrir hjólreiðamenn og fara varlega.“ Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, greindi frá því fyrr í dag að hann ætli að leggja fram tillögu í bæjarstjórn um hámarkshraða á göngustígum í sveitarfélaginu. Var ástæðan áreksturinn sem Þorvaldur varð fyrir í síðustu viku. Benti Karl á að í Garðabæ hafi verið settur 15 kílómetra hámarkshraði á klukkustund á stígum. Þorvaldur segist styðja þessa hugmynd eindregið. Hjólreiðar Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga 6. mars 2019 19:15 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Þorvaldur Ingvarsson læknir íhugar að kæra hjólreiðamann til lögreglu eftir að hafa verið hjólaður niður á göngustíg úti á Seltjarnarnesi á þriðjudag í síðustu viku. Þorvaldur var á gangi með félaga sínum og hundi hans á stígnum við Bakkatjörn en Þorvaldur segir í samtali við Vísi að það hefði ekki átt að fara framhjá neinum að þeir voru á stígnum. Hann segist hafa heyrt einhvern kalla og snúið sér aftur til að athuga málið. „Þá skellur hjólreiðamaður á mér á fullum hraða,“ segir Þorvaldur. Margir hjólreiðamenn notast við forritið Strava þar sem hægt er að fylgjast með ferðum og hraða fólks, hvort sem það er gangandi, hjólandi eða hlaupandi.Þorvaldur Ingvarsson læknirÞorvaldur segir umræddan hjólreiðamann hafa verið á því forriti. Við skoðun á ferð hans um stíginn við Bakkatjörn kom í ljós að hann var á rúmlega þrjátíu kílómetra hraða. Þorvaldur kastaðist fram og aftur, missti andann og kom niður á hendur á fætur. „Og hálf vankaðist. Ég er allur lurkum laminn. Ég býð ekki í það ef þetta hefði verið krakki sem lenti í þessu,“ segir Þorvaldur. Spurður hvort eitthvað hefði farið á milli hans og hjólreiðamannsins eftir áreksturinn segist Þorvaldur hafa heyrt takmarkað í honum. „Ég náði varla andanum,“ segir Þorvaldur en honum heyrðist hjólreiðamaðurinn hafa skammað sig og félaga sinn fyrir að hafa verið fyrir honum. Félagi Þorvaldar fékk hins vegar nafn og kennitölu mannsins. „Og hafði áhyggjur af því að hjólið væri skemmt. Svo hjólaði hann sína leið,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa leitað á heilsugæslustöð í kjölfarið vegna eymsla í hálsi og baki en var einnig með skrapsár á hnjám og marbletti hingað og þangað um líkamann.Atvikið átti sér stað á stígnum við Nestjörn.Map.isÞorvaldur býst við því að fara á lögreglustöð og kæra málið. „Því mér finnst að það verði að gera eitthvað í þessu. Það verður að aðskilja betur þessa umferð gangandi og hjólandi.“ Hann segir þessa umferð ekki fara saman og bendir til dæmis á að á Ægissíðu séu stígar aðskildir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „Hjólreiðamenn virðast samt hjóla meira á göngustígnum heldur en hjólastígnum sem var lagður fyrir þá. Það þarf ekki annað en að fara þarna til að sjá það. Fólk verður allavega að nýta hluti sem voru gerðir fyrir hjólreiðamenn og fara varlega.“ Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, greindi frá því fyrr í dag að hann ætli að leggja fram tillögu í bæjarstjórn um hámarkshraða á göngustígum í sveitarfélaginu. Var ástæðan áreksturinn sem Þorvaldur varð fyrir í síðustu viku. Benti Karl á að í Garðabæ hafi verið settur 15 kílómetra hámarkshraði á klukkustund á stígum. Þorvaldur segist styðja þessa hugmynd eindregið.
Hjólreiðar Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga 6. mars 2019 19:15 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga 6. mars 2019 19:15