Gætu þurft að ganga mun lengra í aðgerðaplaninu Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. mars 2019 06:45 Þau Sólveig Anna Jónsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson standa í ströngu þessa dagana. Fréttablaðið/Eyþór Ekki fékkst niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðaðs verkfalls Eflingar sem fara á fram á morgun. Atkvæðagreiðsla vegna næstu aðgerða hjá VR og Eflingu gengur hins vegar vel. Deiluaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður VR er ekki bjartsýnn á að þar myndist umræðugrundvöllur. „Ég vona að það komi eitthvað fram á fundinum sem getur myndað einhvers konar umræðugrundvöll. Ég á samt ekki von á því miðað við hvernig afstaða Samtaka atvinnulífsins hefur verið gagnvart okkar kröfugerð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í dag. Lögum samkvæmt verða aðilar að hittast innan fjórtán daga frá því að viðræðum er slitið og þurfti því að boða til fundarins í síðasta lagi í dag. Undirbúningur verkfallsaðgerða Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur heldur áfram. Varðandi framhaldið segir Ragnar að svo geti farið að ganga þurfi mun lengra í aðgerðaplaninu en orðið er til þess að fá samningsaðila að borðinu eins og gerst hafi 2015. „Þá var farið að glitta í að farið yrði í verkfallsaðgerðir eftir að allsherjarverkföll voru samþykkt. Þá fyrst komu menn að borðinu og ég á nú von á því að við klárum þetta áður en það kemur til átaka. Það er okkar stefna og einlæga von.“ Ekki fékkst hins vegar niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðunar fyrstu aðgerða Eflingar eins og búist var við. Það mun því ekki skýrast fyrr en í dag hvort hótelþernur muni leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. VR náði í gær lágmarksþátttöku í atkvæðagreiðslu meðal sinna félagsmanna sem fyrirhugaðar aðgerðir munu ná til. „Við náðum þessum 20 prósentum í hádeginu. Við erum komin yfir lágmarkið á aðeins rúmlega sólarhring og ég er bara himinlifandi með þá niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór. Atkvæðagreiðslan mun standa yfir þangað til 12. mars þannig að Ragnar segir að það stefni í mjög góða þátttöku. „Við erum búin að funda með trúnaðarmönnum á þeim vinnustöðum sem aðgerðirnar ná til. Fram undan eru svo fundir með sjálfu starfsfólkinu.“ Ragnar segir að margir félagsmenn hafi samband þessa dagana. „Í aðdraganda svona aðgerða hringja alltaf margir inn. Bæði þeir sem hafa áhyggjur og þeir sem eru að lýsa yfir stuðningi. Það er mjög eðlilegt. Það ber á meiri stuðningi en við höfum fundið fyrir áður.“ Um miðjan dag í gær hafði lágmarksþátttaka náðst í þremur af sjö verkfallsboðunum Eflingar. Verði aðgerðirnar samþykktar hjá VR og Eflingu og samningar takist ekki fyrir þann tíma myndu þeir starfsmenn sem um ræðir leggja niður störf 22. mars og aftur í tvo daga í lok mánaðarins. Fjögur þriggja daga verkföll í apríl myndu svo fylgja í kjölfarið og að lokum yrði farið í allsherjarverkfall frá og með 1. maí. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær fjórar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem lagðar voru fram til að liðka fyrir kjarasamningum. Borgarstjóri sagði tillögurnar lýðskrum. Formaður VR telur tillögurnar gott innlegg í umræðuna. 6. mars 2019 06:00 Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. 6. mars 2019 15:03 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Ekki fékkst niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðaðs verkfalls Eflingar sem fara á fram á morgun. Atkvæðagreiðsla vegna næstu aðgerða hjá VR og Eflingu gengur hins vegar vel. Deiluaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður VR er ekki bjartsýnn á að þar myndist umræðugrundvöllur. „Ég vona að það komi eitthvað fram á fundinum sem getur myndað einhvers konar umræðugrundvöll. Ég á samt ekki von á því miðað við hvernig afstaða Samtaka atvinnulífsins hefur verið gagnvart okkar kröfugerð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í dag. Lögum samkvæmt verða aðilar að hittast innan fjórtán daga frá því að viðræðum er slitið og þurfti því að boða til fundarins í síðasta lagi í dag. Undirbúningur verkfallsaðgerða Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur heldur áfram. Varðandi framhaldið segir Ragnar að svo geti farið að ganga þurfi mun lengra í aðgerðaplaninu en orðið er til þess að fá samningsaðila að borðinu eins og gerst hafi 2015. „Þá var farið að glitta í að farið yrði í verkfallsaðgerðir eftir að allsherjarverkföll voru samþykkt. Þá fyrst komu menn að borðinu og ég á nú von á því að við klárum þetta áður en það kemur til átaka. Það er okkar stefna og einlæga von.“ Ekki fékkst hins vegar niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðunar fyrstu aðgerða Eflingar eins og búist var við. Það mun því ekki skýrast fyrr en í dag hvort hótelþernur muni leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. VR náði í gær lágmarksþátttöku í atkvæðagreiðslu meðal sinna félagsmanna sem fyrirhugaðar aðgerðir munu ná til. „Við náðum þessum 20 prósentum í hádeginu. Við erum komin yfir lágmarkið á aðeins rúmlega sólarhring og ég er bara himinlifandi með þá niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór. Atkvæðagreiðslan mun standa yfir þangað til 12. mars þannig að Ragnar segir að það stefni í mjög góða þátttöku. „Við erum búin að funda með trúnaðarmönnum á þeim vinnustöðum sem aðgerðirnar ná til. Fram undan eru svo fundir með sjálfu starfsfólkinu.“ Ragnar segir að margir félagsmenn hafi samband þessa dagana. „Í aðdraganda svona aðgerða hringja alltaf margir inn. Bæði þeir sem hafa áhyggjur og þeir sem eru að lýsa yfir stuðningi. Það er mjög eðlilegt. Það ber á meiri stuðningi en við höfum fundið fyrir áður.“ Um miðjan dag í gær hafði lágmarksþátttaka náðst í þremur af sjö verkfallsboðunum Eflingar. Verði aðgerðirnar samþykktar hjá VR og Eflingu og samningar takist ekki fyrir þann tíma myndu þeir starfsmenn sem um ræðir leggja niður störf 22. mars og aftur í tvo daga í lok mánaðarins. Fjögur þriggja daga verkföll í apríl myndu svo fylgja í kjölfarið og að lokum yrði farið í allsherjarverkfall frá og með 1. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær fjórar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem lagðar voru fram til að liðka fyrir kjarasamningum. Borgarstjóri sagði tillögurnar lýðskrum. Formaður VR telur tillögurnar gott innlegg í umræðuna. 6. mars 2019 06:00 Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. 6. mars 2019 15:03 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær fjórar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem lagðar voru fram til að liðka fyrir kjarasamningum. Borgarstjóri sagði tillögurnar lýðskrum. Formaður VR telur tillögurnar gott innlegg í umræðuna. 6. mars 2019 06:00
Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. 6. mars 2019 15:03