Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 19:21 Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin en Samtök atvinnulífsins hvetja gististaðaeigendur að fara að öllum settum reglum. Samtök atvinnulífsins kærðu verkfallsboðun Eflingar vegna þess að samtökin töldu vanhöld á því hvernig staðið var að atkvæðagreiðslu félagsins. Það var því spennuþrungin stund þegar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og framkvæmdastjóri félagsins mættu í félagsdóm klukkan eitt í dag ásamt lögmanni Samtaka atvinnulífsins til að heyra dómsorð félagsdóms. Karl Ó. Karlsson lögmaður Eflingar var ánægður þegar hann gekk út úr réttarsal og sagði niðurstöðuna hafa farið á betri veg og Sólveig var ekki síður glöð. „Þetta fór eins vel og hugsast gat þannig að við fáum að halda kvennaverkfall á morgun.”Það hlýtur að vera mikill léttir eftir allt sem á undan er gengið? „Mér er kannski ekki endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð,” sagði Sólveig. Karl viðurkenndi hins vegar að hann hafi efast eins og lögmönnum sé tamt. „Jú, það er náttúrlega alltaf vafi. Það voru auðvitað rök á báða bóga. En dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir, töldu að það væri rétt að sýkna. Einn vildi dæma verkfallið ólögmætt. Þannig að verkfallið stendur,” sagði lögmaðurinn augljóslega létt við dóminn. Formaðurinn segir verkfallsvörslu hafa verið skipulagða en þótt ýmislegt misjafnt hafi frést innan af hótelum á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir fari aðgerðirnar vonandi átakalaust fram. „Þá held ég að við séum sannarlega búin að koma þeim skilaboðum mjög vel og rækilega til skila að fólk sé að fara í verkfall. Að við munum ekki líða nein verkfallsbrot augljóslega og við hvetjum alla sem leggja niður störf á morgun að koma í Gamla bíó klukkan tíu þar sem við ætlum að eyða deginum saman,” sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að virða rétt beggja aðila til að vísa vafaatriðum til félagsdóms. „Hann liggur fyrir núna og hann féll okkur ekki í hag og við unum því að sjálfsögðu.”En eru þetta vonbrigði miðað við það sem á undan er gengið? „Þetta var að mörgu leyti óvænt. En svona er þetta þegar mál eru sett í dóm. Þau geta fallið á hvora vegu sem er og í dag fór þetta okkur í óhag,” segir Halldór Benjamín. Hann búist við að aðgerðirnar á morgun fari friðsamlega fram. „Leikreglurnar eru nú býsna skýrar hvað þetta varðar. Við höfum gefið út þau skilaboð til okkar félagsmanna alveg skýrt og skorinort að hlýta þeim leikreglum í hvívetna. Og ég geri ráð fyrir að það sama eigi við hinum megin við borðið,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin en Samtök atvinnulífsins hvetja gististaðaeigendur að fara að öllum settum reglum. Samtök atvinnulífsins kærðu verkfallsboðun Eflingar vegna þess að samtökin töldu vanhöld á því hvernig staðið var að atkvæðagreiðslu félagsins. Það var því spennuþrungin stund þegar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og framkvæmdastjóri félagsins mættu í félagsdóm klukkan eitt í dag ásamt lögmanni Samtaka atvinnulífsins til að heyra dómsorð félagsdóms. Karl Ó. Karlsson lögmaður Eflingar var ánægður þegar hann gekk út úr réttarsal og sagði niðurstöðuna hafa farið á betri veg og Sólveig var ekki síður glöð. „Þetta fór eins vel og hugsast gat þannig að við fáum að halda kvennaverkfall á morgun.”Það hlýtur að vera mikill léttir eftir allt sem á undan er gengið? „Mér er kannski ekki endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð,” sagði Sólveig. Karl viðurkenndi hins vegar að hann hafi efast eins og lögmönnum sé tamt. „Jú, það er náttúrlega alltaf vafi. Það voru auðvitað rök á báða bóga. En dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir, töldu að það væri rétt að sýkna. Einn vildi dæma verkfallið ólögmætt. Þannig að verkfallið stendur,” sagði lögmaðurinn augljóslega létt við dóminn. Formaðurinn segir verkfallsvörslu hafa verið skipulagða en þótt ýmislegt misjafnt hafi frést innan af hótelum á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir fari aðgerðirnar vonandi átakalaust fram. „Þá held ég að við séum sannarlega búin að koma þeim skilaboðum mjög vel og rækilega til skila að fólk sé að fara í verkfall. Að við munum ekki líða nein verkfallsbrot augljóslega og við hvetjum alla sem leggja niður störf á morgun að koma í Gamla bíó klukkan tíu þar sem við ætlum að eyða deginum saman,” sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að virða rétt beggja aðila til að vísa vafaatriðum til félagsdóms. „Hann liggur fyrir núna og hann féll okkur ekki í hag og við unum því að sjálfsögðu.”En eru þetta vonbrigði miðað við það sem á undan er gengið? „Þetta var að mörgu leyti óvænt. En svona er þetta þegar mál eru sett í dóm. Þau geta fallið á hvora vegu sem er og í dag fór þetta okkur í óhag,” segir Halldór Benjamín. Hann búist við að aðgerðirnar á morgun fari friðsamlega fram. „Leikreglurnar eru nú býsna skýrar hvað þetta varðar. Við höfum gefið út þau skilaboð til okkar félagsmanna alveg skýrt og skorinort að hlýta þeim leikreglum í hvívetna. Og ég geri ráð fyrir að það sama eigi við hinum megin við borðið,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21