Bauð gestum kvöldmat gegn því að það tékkaði sig fyrr út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2019 10:50 Árni Valur Sólonarson, hótelstjóri og eigandi á City Park Hotel, segir allt hafa gengið vel fyrir sig hjá hótelinu í morgun áður en starfsfólk lagði niður störf. Fólkið hafi lagt sig mikið fram og nánast tekist að ljúka öllu fyrir klukkan tíu. Stefán Óli Jónsson, fréttamaður Vísis, ræddi við hann á ellefta tímanum í dag. „Það eru nokkur herbergi sem eiga eftir að tékka út og gera það fyrir klukkan tólf,“ segir Árni Valur. Hann muni sjálfur þrífa þau herbergi sem eftir standi. „Ég mun koma til með að dunda mér við það sem eftir er dagsins.“ Verkfallsaðgerðir í dag muni ekki hafa nein áhrif á starfsemina í dag.Tekur til hendinni eins og í gamla daga „Ég þarf að leggja mig aðeins meira fram en venjulega, ekki sinna skrifstofustörfum heldur taka meira til hendinni eins og ég gerði í gamla daga.“ Árni Valur segist hafa upplýst gesti hótelsins í gær um það sem myndi gerast í dag. Það liggi fyrir að einhverjir gestir á hótelinu verði fyrir einhverri truflun í dag. Þeim verði boðið upp á drykk á barnum. „Einhverjum gestum var boðið að borða í gærkvöldi fyrir að tékka út snemma í morgun.“ Árni valur segist ljóst að áframhaldi verkföll myndu hafa mjög slæm áhrif á hótelrekstur og ferðaþjónustuna í landinu. Starfsandinn hjá hans fólki sé mjög góður.Ánægja hjá starfsfólki í starfi „Ég tel að allt starfsfólk sé mjög ánægt með sína vinnu, hvar það er að vinna og slíkt. Það er ánægt starfsfólkið. Ég held að þessi verkföll hafi að sjálfsögðu haft einhver slæm áhrif hjá sumum,“ segir Árni Valur en það gildi þó ekki heilt yfir. „Ef það verða allsherjarverkföll og engir starfsmenn að vinna við að þrífa þá þarf maður að gera einhverjar ráðstafanir.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Árni Valur Sólonarson, hótelstjóri og eigandi á City Park Hotel, segir allt hafa gengið vel fyrir sig hjá hótelinu í morgun áður en starfsfólk lagði niður störf. Fólkið hafi lagt sig mikið fram og nánast tekist að ljúka öllu fyrir klukkan tíu. Stefán Óli Jónsson, fréttamaður Vísis, ræddi við hann á ellefta tímanum í dag. „Það eru nokkur herbergi sem eiga eftir að tékka út og gera það fyrir klukkan tólf,“ segir Árni Valur. Hann muni sjálfur þrífa þau herbergi sem eftir standi. „Ég mun koma til með að dunda mér við það sem eftir er dagsins.“ Verkfallsaðgerðir í dag muni ekki hafa nein áhrif á starfsemina í dag.Tekur til hendinni eins og í gamla daga „Ég þarf að leggja mig aðeins meira fram en venjulega, ekki sinna skrifstofustörfum heldur taka meira til hendinni eins og ég gerði í gamla daga.“ Árni Valur segist hafa upplýst gesti hótelsins í gær um það sem myndi gerast í dag. Það liggi fyrir að einhverjir gestir á hótelinu verði fyrir einhverri truflun í dag. Þeim verði boðið upp á drykk á barnum. „Einhverjum gestum var boðið að borða í gærkvöldi fyrir að tékka út snemma í morgun.“ Árni valur segist ljóst að áframhaldi verkföll myndu hafa mjög slæm áhrif á hótelrekstur og ferðaþjónustuna í landinu. Starfsandinn hjá hans fólki sé mjög góður.Ánægja hjá starfsfólki í starfi „Ég tel að allt starfsfólk sé mjög ánægt með sína vinnu, hvar það er að vinna og slíkt. Það er ánægt starfsfólkið. Ég held að þessi verkföll hafi að sjálfsögðu haft einhver slæm áhrif hjá sumum,“ segir Árni Valur en það gildi þó ekki heilt yfir. „Ef það verða allsherjarverkföll og engir starfsmenn að vinna við að þrífa þá þarf maður að gera einhverjar ráðstafanir.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira