Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 15:35 Fréttamenn hópuðust að Halldóri Benjamín Þorbergssyni þegar hann kom af fundi í Karphúsinu í dag. Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Þeim sé hins vegar ekki lokið, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til annars samingafundar á næstu vikum. Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna, VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur, gengu út af sameiginlegum fundi með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á þriðja tímanum í dag. Fastlega má búast við því að félögin hefji nú undirbúning atkvæðagreiðslna um boðun verkfalla. Halldór Benjamín tjáði blaðamönnum sem hópuðust að honum eftir fund hans með félögunum fjórum að SA hafi ekki lagt fram nýtt tilboð í dag. Áfram væri stuðst við þær útfærslur sem SA kynnti verkalýðsforystunni um miðja síðustu viku. Sjá einnig: „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ „Við lýstum því sjónarmiði okkar að grundvöllur kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins, gagnvart öllum okkar viðsemjendum, væri að skapa skilyrði hér fyrir vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, stuðla að jákvæðri kaupmáttarþróun á næstu árum og ekki síður að koma í veg fyrir verðhækkanir og lægra atvinnustig,“ sagði Halldór Benjamín. Tilboð SA hvíli á því svigrúmi sem samtökin telja vera til staðar á íslensku vinnumarkaði. „Miðað við þessar gríðarlega mikilvægu forsendur getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá þessu tilboði og þar við sat í dag,“ útskýrði Halldór. Þrátt fyrir að viðræðum hafi verið slitið í dag er endatakmarkið áfram það sama að sögn Halldórs. Það þurfi að ljúka gerð kjarasamnings á næstu vikum - „en takturinn gæti mögulega hafa breyst í dag.“Fréttin hefur verið uppfærðKlippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Þeim sé hins vegar ekki lokið, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til annars samingafundar á næstu vikum. Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna, VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur, gengu út af sameiginlegum fundi með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á þriðja tímanum í dag. Fastlega má búast við því að félögin hefji nú undirbúning atkvæðagreiðslna um boðun verkfalla. Halldór Benjamín tjáði blaðamönnum sem hópuðust að honum eftir fund hans með félögunum fjórum að SA hafi ekki lagt fram nýtt tilboð í dag. Áfram væri stuðst við þær útfærslur sem SA kynnti verkalýðsforystunni um miðja síðustu viku. Sjá einnig: „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ „Við lýstum því sjónarmiði okkar að grundvöllur kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins, gagnvart öllum okkar viðsemjendum, væri að skapa skilyrði hér fyrir vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, stuðla að jákvæðri kaupmáttarþróun á næstu árum og ekki síður að koma í veg fyrir verðhækkanir og lægra atvinnustig,“ sagði Halldór Benjamín. Tilboð SA hvíli á því svigrúmi sem samtökin telja vera til staðar á íslensku vinnumarkaði. „Miðað við þessar gríðarlega mikilvægu forsendur getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá þessu tilboði og þar við sat í dag,“ útskýrði Halldór. Þrátt fyrir að viðræðum hafi verið slitið í dag er endatakmarkið áfram það sama að sögn Halldórs. Það þurfi að ljúka gerð kjarasamnings á næstu vikum - „en takturinn gæti mögulega hafa breyst í dag.“Fréttin hefur verið uppfærðKlippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09
SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58
Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39