100 þúsund lítrar af mysu í Lagarfljót í hverri viku Sveinn Arnarsson skrifar 22. febrúar 2019 06:15 Lagarfljótið tekur við um 120 þúsund lítrum af mysu í viku hverri. Ekki hefur verið rannsakað hvaða áhrif það kann að hafa á lífríki í fljótinu að sögn framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Fréttablaðið/GVA Heilbrigðiseftirlit Austurlands gagnrýnir Mjólkursamsöluna harðlega fyrir að hafa ekki efnt eigin loforð um hreinsun á mengandi efnum úr mjólkurstöðinni á Egilsstöðum en það loforð var sett í maí árið 2017. Frá þeim tíma hafa á milli 100 og 120 þúsund tonn af mysu runnið út í fráveitukerfið í viku hverri og þaðan í Lagarfljót. MS segir tafir hafa orðið vegna uppsetningar síubúnaðar. Heilbrigðiseftirlitið samþykkti úrbótaáætlun MS í maí árið 2017. Áætlunin gerði ráð fyrir því að framkvæmdum varðandi hreinsun á fráveituvatni yrði lokið um síðustu áramót.Óljóst er hvaða áhrif mysan kann að hafa á lífríki Lagarfljóts. Algengt er að ferðamenn baði sig í fljótinu á heitum sumardögum.Heilbrigðiseftirlitið fór í eftirlitsferð þann 15. janúar og þar kom í ljós að fyrirtækið hafði ekki farið eftir úrbótaáætluninni. Hvorki var búið að koma á próteinhreinsun né laktósahreinsun sem átti að vera komin fyrir áramót. Á bilinu 100 til 120 þúsund lítrar af mysu renna því í fráveitukerfið og í samtali við Fréttablaðið sagði Leifur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits austurlands, að ekki væri vitað hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir lífríkið í Lagarfljóti. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi heilbrigðisnefndar sem hefur áhyggjur áf stöðunni. Gagnrýnir nefndin fyrirtækið í bókun. „Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið vegna vanefnda á eigin úrbótaáætlun. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að sýni verði tekin af fráveituvatni sem allra fyrst þar sem mælt verður heildarmagn mengandi efna og rennsli frá vinnslunni. Þannig að unnt verði að meta álag á fráveitukerfi og viðtaka,“ segir í bókuninni. Fyrirtækinu er gert að skila inn gögnum fyrir 1. apríl næstkomandi.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, upplýsingafulltrúi MS.Sunna Gunnars Marteins, upplýsingafulltrúi MS, segir fyrirtækið hafa skýra stefnu og markmið í frárennslismálum og vilja fara eftir öllum settum reglum og viðmiðum þar að lútandi. „Góð sátt um fyrirkomulag á frárennsli og umhverfismálum eru ótvíræðir hagsmunir Mjólkursamsölunnar. Því miður hafa orðið tafir vegna uppsetningar á fullkomnum síunarbúnaði,“ segir Sunna. Mjólkursamsalan telur að hluti efnanna sem séu í mysunni sé fangaður nú þegar með fituhreinsun en það eigi eftir að prótein- og laktósahreinsa hann. „Lausn þessa máls er hluti af stærri mynd sem Mjólkursamsalan hefur unnið að af miklum metnaði í samvinnu við Kaupfélag Skagfirðinga. Fyrirtækið Heilsuprótein vinnur hágæða prótein úr ostamysu eins og þeirri sem fellur til á Egilsstöðum. Því er farið að líta á mysuna sem rennur frá ostagerðinni sem verðmætt hráefni og bagalegt að það dragist að þetta hráefni skili sér í framleiðsluna á Sauðárkróki.“ Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Umhverfismál Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Austurlands gagnrýnir Mjólkursamsöluna harðlega fyrir að hafa ekki efnt eigin loforð um hreinsun á mengandi efnum úr mjólkurstöðinni á Egilsstöðum en það loforð var sett í maí árið 2017. Frá þeim tíma hafa á milli 100 og 120 þúsund tonn af mysu runnið út í fráveitukerfið í viku hverri og þaðan í Lagarfljót. MS segir tafir hafa orðið vegna uppsetningar síubúnaðar. Heilbrigðiseftirlitið samþykkti úrbótaáætlun MS í maí árið 2017. Áætlunin gerði ráð fyrir því að framkvæmdum varðandi hreinsun á fráveituvatni yrði lokið um síðustu áramót.Óljóst er hvaða áhrif mysan kann að hafa á lífríki Lagarfljóts. Algengt er að ferðamenn baði sig í fljótinu á heitum sumardögum.Heilbrigðiseftirlitið fór í eftirlitsferð þann 15. janúar og þar kom í ljós að fyrirtækið hafði ekki farið eftir úrbótaáætluninni. Hvorki var búið að koma á próteinhreinsun né laktósahreinsun sem átti að vera komin fyrir áramót. Á bilinu 100 til 120 þúsund lítrar af mysu renna því í fráveitukerfið og í samtali við Fréttablaðið sagði Leifur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits austurlands, að ekki væri vitað hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir lífríkið í Lagarfljóti. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi heilbrigðisnefndar sem hefur áhyggjur áf stöðunni. Gagnrýnir nefndin fyrirtækið í bókun. „Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið vegna vanefnda á eigin úrbótaáætlun. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að sýni verði tekin af fráveituvatni sem allra fyrst þar sem mælt verður heildarmagn mengandi efna og rennsli frá vinnslunni. Þannig að unnt verði að meta álag á fráveitukerfi og viðtaka,“ segir í bókuninni. Fyrirtækinu er gert að skila inn gögnum fyrir 1. apríl næstkomandi.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, upplýsingafulltrúi MS.Sunna Gunnars Marteins, upplýsingafulltrúi MS, segir fyrirtækið hafa skýra stefnu og markmið í frárennslismálum og vilja fara eftir öllum settum reglum og viðmiðum þar að lútandi. „Góð sátt um fyrirkomulag á frárennsli og umhverfismálum eru ótvíræðir hagsmunir Mjólkursamsölunnar. Því miður hafa orðið tafir vegna uppsetningar á fullkomnum síunarbúnaði,“ segir Sunna. Mjólkursamsalan telur að hluti efnanna sem séu í mysunni sé fangaður nú þegar með fituhreinsun en það eigi eftir að prótein- og laktósahreinsa hann. „Lausn þessa máls er hluti af stærri mynd sem Mjólkursamsalan hefur unnið að af miklum metnaði í samvinnu við Kaupfélag Skagfirðinga. Fyrirtækið Heilsuprótein vinnur hágæða prótein úr ostamysu eins og þeirri sem fellur til á Egilsstöðum. Því er farið að líta á mysuna sem rennur frá ostagerðinni sem verðmætt hráefni og bagalegt að það dragist að þetta hráefni skili sér í framleiðsluna á Sauðárkróki.“
Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Umhverfismál Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira