Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 24. febrúar 2019 12:15 Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope á Íslandi Vísir/Stöð 2 Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. Hún hafi farið stighækkandi en þrátt fyrir það finni hjálparstarfsmenn fyrir miklu þakklæti frá íbúum Venesúela. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Dagbjartur hefur á undanförnum vikum verið staddur í Kólumbíu þar sem hann vinnur fyrir samtökin NetHope. Samtökin eru í eigu stærstu hjálparstamtaka í heiminum og starfsmenn þeirra vinna að því að tryggja fjarskipti, bæði til að auðvelda hjálparstarf hinna ýmsu samtaka og til þess að hjálpa flóttafólki að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini.Sjá einnig: Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Nú fyrir helgi var þó sú ákvörðun tekin að kalla starfsmenn NetHope frá landamærunum og til Bogota, höfuðborgar Kólumbíu. Það hafi þótt best í ljósi spennunnar á landamærunum. „Við finnum óneitanlega að það sé mikið í gangi og mikil spenna á landamærunum. Alveg klárlega,“ sagði Dagbjartur þegar blaðamaður ræddi við hann í gærkvöldi. „Við aftur á móti tókum þá ákvörðun að kalla alla til baka hingað til Bogota, þannig að við erum með allt okkar teymi hér. Við erum að skipta út hluta af því teymi sem við erum með og fáum annað teymi og ætlunin er að þau fari af stað strax eftir helgi. En við erum enn opin fyrir breytingum út frá því hvernig ástandið verður þarna eftir helgi.“ Hann sagði ástandið ekki hafa verið sambærilegt á undanförnum vikum. „Það hefur ekki verið svona heitt ástand á landamærunum eins og við erum að fá fréttir af í dag [gær]. Í raun og veru hefur okkar fólk, þannig lagað, ekkert upplifað sig í hættu eða svoleiðis þegar það er búið að vera í kringum landamærin. Það eina sem þau finna fyrir er þakklæti fyrir þann stuðning sem við erum að veita.“Tveir flutningabílar hlaðnir hjálpargögnum voru brenndir á landamærum Venesúela og Kólumbíu í nótt.AP/Fernando VergaraAðspurður um framhaldið sagði Dagbjartur ómögulegt að segja til um það. „Frá mínu sjónarhorni er ómögulegt að segja eða spá í einhverja kristalkúlu hvað það varðar. Það gæti verið allt frá því að venesúelski herinn bakki og það verði friðsamleg valdaskipti yfir í það að það verði einhvers konar stríð.“ Dagbjartur segir hans fólk ekki endilega finna fyrir hræðslu meðal Venesúelabúa. „Ástæðan fyrir því að þau eru að koma er það ástand sem er búið að skapast í Venesúela. Þau hafa ekki mat. Þau hafa ekki efni á að kaupa mat. Þau hafa ekki efni á að kaupa lyf. Ég átti samtal við venesúelskan læknanema í gærkvöldi [fyrrakvöld] og hún var að útskýra það að þar er fólk bara að deyja á sjúkrahúsum út af sárum. Af því það eru ekki til sýklalyf og fólk með sykursýki fær ekki insúlín.“ Þá sagði stúlkan að faðir hennar væri skurðlæknir og hann fengi um 30 til 40 dali í laun á mánuði. Á sama tíma kosti ein flaska af gosi þrjá til fjóra dali. „Það er þetta sem fólk er að flýja einna helst. Það nær ekki að lifa af,“ sagði Dagbjartur.VIDEO: Drone images show smoke coming out of a truck loaded with humanitarian aid after it was set ablaze on the Colombia-Venezuela border pic.twitter.com/5RivwaKA47— AFP news agency (@AFP) February 24, 2019 Hjálparstarf Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið. 23. febrúar 2019 17:49 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. Hún hafi farið stighækkandi en þrátt fyrir það finni hjálparstarfsmenn fyrir miklu þakklæti frá íbúum Venesúela. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Dagbjartur hefur á undanförnum vikum verið staddur í Kólumbíu þar sem hann vinnur fyrir samtökin NetHope. Samtökin eru í eigu stærstu hjálparstamtaka í heiminum og starfsmenn þeirra vinna að því að tryggja fjarskipti, bæði til að auðvelda hjálparstarf hinna ýmsu samtaka og til þess að hjálpa flóttafólki að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini.Sjá einnig: Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Nú fyrir helgi var þó sú ákvörðun tekin að kalla starfsmenn NetHope frá landamærunum og til Bogota, höfuðborgar Kólumbíu. Það hafi þótt best í ljósi spennunnar á landamærunum. „Við finnum óneitanlega að það sé mikið í gangi og mikil spenna á landamærunum. Alveg klárlega,“ sagði Dagbjartur þegar blaðamaður ræddi við hann í gærkvöldi. „Við aftur á móti tókum þá ákvörðun að kalla alla til baka hingað til Bogota, þannig að við erum með allt okkar teymi hér. Við erum að skipta út hluta af því teymi sem við erum með og fáum annað teymi og ætlunin er að þau fari af stað strax eftir helgi. En við erum enn opin fyrir breytingum út frá því hvernig ástandið verður þarna eftir helgi.“ Hann sagði ástandið ekki hafa verið sambærilegt á undanförnum vikum. „Það hefur ekki verið svona heitt ástand á landamærunum eins og við erum að fá fréttir af í dag [gær]. Í raun og veru hefur okkar fólk, þannig lagað, ekkert upplifað sig í hættu eða svoleiðis þegar það er búið að vera í kringum landamærin. Það eina sem þau finna fyrir er þakklæti fyrir þann stuðning sem við erum að veita.“Tveir flutningabílar hlaðnir hjálpargögnum voru brenndir á landamærum Venesúela og Kólumbíu í nótt.AP/Fernando VergaraAðspurður um framhaldið sagði Dagbjartur ómögulegt að segja til um það. „Frá mínu sjónarhorni er ómögulegt að segja eða spá í einhverja kristalkúlu hvað það varðar. Það gæti verið allt frá því að venesúelski herinn bakki og það verði friðsamleg valdaskipti yfir í það að það verði einhvers konar stríð.“ Dagbjartur segir hans fólk ekki endilega finna fyrir hræðslu meðal Venesúelabúa. „Ástæðan fyrir því að þau eru að koma er það ástand sem er búið að skapast í Venesúela. Þau hafa ekki mat. Þau hafa ekki efni á að kaupa mat. Þau hafa ekki efni á að kaupa lyf. Ég átti samtal við venesúelskan læknanema í gærkvöldi [fyrrakvöld] og hún var að útskýra það að þar er fólk bara að deyja á sjúkrahúsum út af sárum. Af því það eru ekki til sýklalyf og fólk með sykursýki fær ekki insúlín.“ Þá sagði stúlkan að faðir hennar væri skurðlæknir og hann fengi um 30 til 40 dali í laun á mánuði. Á sama tíma kosti ein flaska af gosi þrjá til fjóra dali. „Það er þetta sem fólk er að flýja einna helst. Það nær ekki að lifa af,“ sagði Dagbjartur.VIDEO: Drone images show smoke coming out of a truck loaded with humanitarian aid after it was set ablaze on the Colombia-Venezuela border pic.twitter.com/5RivwaKA47— AFP news agency (@AFP) February 24, 2019
Hjálparstarf Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið. 23. febrúar 2019 17:49 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10
Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00
Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið. 23. febrúar 2019 17:49
Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30
Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45